Stjórnmálamenn vilja fé lífeyrissjóða 28. mars 2012 06:00 „Þeir sem tala fyrir afnámi verðtryggingar verða samhliða að taka afstöðu til þess hvort eigi þá samtímis að hætta að hafa lífeyri úr lífeyrissjóðum verðtryggðan,“ sagði Helgi Magnússon í ræðu sinni í gær. fréttablaðið/rósa Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) átti 345,5 milljarða króna í hreinni eign til greiðslu lífeyris í lok síðasta árs. Sú eign hækkaði um 35,6 milljarða króna á árinu 2011. Alls voru greidd iðgjöld í sjóðinn 17,3 milljarðar króna á árinu og hann greiddi 7,4 milljarða króna út í lífeyri. Raunávöxtun sjóðsins á árinu 2011 var 2,9% og hrein raunávöxtun hans á tíu ára tímabili er 2,8%. Það er undir þeirri 3,5% raunávöxtunarkröfu sem hvílir á lífeyrissjóðum. Þetta kemur fram í ársskýrslu LV sem kynnt var á aðalfundi hans í gær. Í ræðu sinni á aðalfundinum sagði Helgi Magnússon, stjórnarformaður LV, að fram undan væri margháttuð barátta um raunverulega stórmál sem vörðuðu framtíðarhagsmuni sjóðsins. „Kröfur eru gerðar á hendur lífeyrissjóðunum úr ýmsum áttum. Í sumum tilvikum er verið að fara fram á að sjóðirnir bregðist við kröfum með þeim hætti sem þeim er óheimilt samkvæmt lögum. Það á til dæmis við hugmyndir um niðurfellingar á hluta sjóðsfélagalána þeirra sem eru í greiðsluerfiðleikum. Stjórnmálamenn hafa valið að tala um að lífeyrissjóðirnir séu þverir og staðir þegar kemur að lausnum af þessu tagi. Það gera þeir til að beina athyglinni frá eigin vandræðagangi við að finna lausnir á vanda fólks. Staðreyndin er sú að lífeyrissjóðir hafa engar lagaheimildir til að fella niður kröfur sem mögulegt er að innheimta.“ Helgi vék líka að hugmyndum um afnám verðtryggingar, sem hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Hann sagði ljóst að afnám hennar myndi hafa gífurleg áhrif á stöðu lífeyrissjóða þar sem stór hluti eigna þeirra væri verðtryggður í íslenskum krónum. „Þeir sem tala fyrir afnámi verðtryggingar verða samhliða að taka afstöðu til þess hvort eigi þá samtímis að hætta að hafa lífeyri úr lífeyrissjóðum verðtryggðan […] verðtrygging skuldbindinga er forsenda þess að lífeyrir okkar sjóðsfélaga geti verið verðtryggður.“ Í ræðu sinni sagði Helgi að marga stjórnmálamenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, dreymdi um að komast yfir fjármuni lífeyrissjóðanna. „Ekki gleyma því að lífeyrissjóðirnir skiptast í meginatriðum upp í tvö mismunandi kerfi. Það er frjálsa kerfið sem við erum hluti af […] svo hins vegar opinbera kerfið sem er ríkistryggt. Það kerfi er í mínus upp á 500 milljarða króna og við skattgreiðendur berum ábyrgð á þeim halla. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því kerfi með þeirri löggjöf sem um það gildir. Þeir eru reyndar allir sjóðsfélagar þar og þurfa ekki að taka við neinum skerðingum þegar á móti blæs. Við stjórnmálamennina segi ég: leysið fyrst vanda opinbera lífeyriskerfisins áður en þið farið að bjóða fram aðstoð ykkar við að móta almenna kerfið og segja okkur fyrir verkum.“ thordur@frettabladid.is Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) átti 345,5 milljarða króna í hreinni eign til greiðslu lífeyris í lok síðasta árs. Sú eign hækkaði um 35,6 milljarða króna á árinu 2011. Alls voru greidd iðgjöld í sjóðinn 17,3 milljarðar króna á árinu og hann greiddi 7,4 milljarða króna út í lífeyri. Raunávöxtun sjóðsins á árinu 2011 var 2,9% og hrein raunávöxtun hans á tíu ára tímabili er 2,8%. Það er undir þeirri 3,5% raunávöxtunarkröfu sem hvílir á lífeyrissjóðum. Þetta kemur fram í ársskýrslu LV sem kynnt var á aðalfundi hans í gær. Í ræðu sinni á aðalfundinum sagði Helgi Magnússon, stjórnarformaður LV, að fram undan væri margháttuð barátta um raunverulega stórmál sem vörðuðu framtíðarhagsmuni sjóðsins. „Kröfur eru gerðar á hendur lífeyrissjóðunum úr ýmsum áttum. Í sumum tilvikum er verið að fara fram á að sjóðirnir bregðist við kröfum með þeim hætti sem þeim er óheimilt samkvæmt lögum. Það á til dæmis við hugmyndir um niðurfellingar á hluta sjóðsfélagalána þeirra sem eru í greiðsluerfiðleikum. Stjórnmálamenn hafa valið að tala um að lífeyrissjóðirnir séu þverir og staðir þegar kemur að lausnum af þessu tagi. Það gera þeir til að beina athyglinni frá eigin vandræðagangi við að finna lausnir á vanda fólks. Staðreyndin er sú að lífeyrissjóðir hafa engar lagaheimildir til að fella niður kröfur sem mögulegt er að innheimta.“ Helgi vék líka að hugmyndum um afnám verðtryggingar, sem hafa verið mikið í umræðunni að undanförnu. Hann sagði ljóst að afnám hennar myndi hafa gífurleg áhrif á stöðu lífeyrissjóða þar sem stór hluti eigna þeirra væri verðtryggður í íslenskum krónum. „Þeir sem tala fyrir afnámi verðtryggingar verða samhliða að taka afstöðu til þess hvort eigi þá samtímis að hætta að hafa lífeyri úr lífeyrissjóðum verðtryggðan […] verðtrygging skuldbindinga er forsenda þess að lífeyrir okkar sjóðsfélaga geti verið verðtryggður.“ Í ræðu sinni sagði Helgi að marga stjórnmálamenn, bæði í stjórn og stjórnarandstöðu, dreymdi um að komast yfir fjármuni lífeyrissjóðanna. „Ekki gleyma því að lífeyrissjóðirnir skiptast í meginatriðum upp í tvö mismunandi kerfi. Það er frjálsa kerfið sem við erum hluti af […] svo hins vegar opinbera kerfið sem er ríkistryggt. Það kerfi er í mínus upp á 500 milljarða króna og við skattgreiðendur berum ábyrgð á þeim halla. Stjórnmálamenn bera ábyrgð á því kerfi með þeirri löggjöf sem um það gildir. Þeir eru reyndar allir sjóðsfélagar þar og þurfa ekki að taka við neinum skerðingum þegar á móti blæs. Við stjórnmálamennina segi ég: leysið fyrst vanda opinbera lífeyriskerfisins áður en þið farið að bjóða fram aðstoð ykkar við að móta almenna kerfið og segja okkur fyrir verkum.“ thordur@frettabladid.is
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira