Fleiri fréttir

Urðu að standa úr stólum sínum

Einn féll í tvígang í mati Fjármálaeftirlitsins (FME) á hæfi til að sitja í stjórn fjármálafyrirtækja, eignarhaldsfélaga og vátryggingafélaga. Þar á meðal eru stjórnir bankanna. Tólf þurftu að endurtaka matið og ákváðu þrír að endurtaka það ekki.

Fréttaskýring: Öfgar uppsveiflu og kreppu

Eitt einkenni hrunsins er búferlaflutningar Íslendinga og erlends vinnuafls sem hingað dreif að á þensluárunum. Flutningarnir hverfast um tvö lönd; Pólland og Noreg. Miklar breytingar á vinnumarkaði virðast ekki hafa valdið andúð í garð útlendinga hér.

Orkuveitan fær ekki lán

Erlend lánafyrirtæki hafa ekki viljað veita Orkuveitu Reykjavíkur lán og hefur norræni fjárfestingarbankinn sett fyrirtækið í frost. Þetta kemur fram í minnisblaði frá forstjóra Orkuveitunnar.

Fjölskyldufyrirtæki kaupir Steypustöðina

ST Eignarhaldsfélag ehf., fjölskyldufyrirtæki í eigu Alexanders Ólafssonar og Miðengi ehf. undirrituðu fyrr í dag kaupsamning um allt hlutafé Steypustöðvarinnar ehf.

Greining segir afnám gjaldeyrishafta einkennast af hræðslu

Greining MP Banka segir að ásætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishaftanna sé afar varfærin og einkennist af hræðslu við að leyfa genginu að fljóta. Hér er einkum vísað til allra þeirra skilyrða sem sett eru fyrir seinni áfanga áætlunarinnar, þ.e. afnámi hafta á almennum krónueignum.

NIB útilokar lán til OR næstu misserin

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) útilokar að veita Orkuveitu Reykjavíkur (OR) lán á næstu misserum. Lánshæfi fyrirtækisins sé óviðunandi. Þetta kemur fram í minnisblaði forstjóra Orkuveitunnar um leit fyrirtækisins að erlendu lánsfé.

Gjaldeyrishöftin verða áfram um fyrirsjáanlega framtíð

Greining Íslandsbanka telur að mestar líkur séu á því að einhverjar skorður verði settar við fjármagnsflutningum og tilheyrandi gjaldeyrisviðskiptum hér á landi í fyrirsjáanlegri framtíð. Jafnvel þótt meginhluta núverandi hafta verði aflétt í samræmi við áætlunina sem kynnt var fyrir helgi.

Talsverð viðbrögð á skuldabréfamarkaði við haftaáætlun

Talsverð viðbrögð hafa verið á skuldabréfamarkaði nú í morgun við áætluninni um afnám hafta sem birt var eftir lokun markaða síðastliðinn föstudag. Hefur verið töluverður kaupþrýstingur verið nú í morgunsárið á lengri óverðtryggð bréf og veltan verið mikil.

Innlendar eignir lækka og erlendar hækka í bönkunum

Heildareignir innlánsstofnana námu 2.780 milljörðum kr. í lok febrúar s.l. og lækkuðu um 3,6 milljarða kr. frá fyrra mánuði. Innlendar eignir námu 2.481 milljarði kr. og lækkuðu um 14 milljarða kr. og erlendar eignir námu 299,4 milljörðum kr. og hækkuðu um 10,4 milljarða kr. á milli mánaða.

Útlendingar keyptu rúm 70% af öllum gistinóttum í fyrra

Heildarfjöldi seldra gistinátta var tæpar 3 milljónir árið 2010, en það er svipaður fjöldi og árið 2009. Gistinætur erlendra ríkisborgara voru 71,2% af heildarfjölda gistinátta árið 2010 og sem fyrr keyptu Þjóðverjar flestar gistinætur, þá Bretar og svo Frakkar.

Fasteignaveltan í meðallagi í borginni

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 67. Þetta er um miðlungsvelta miðað við síðustu 12 vikur en fjöldi samninga á því tímabili hefur verið 66.

AGS metur hvort rétt sé að hækka vaskinn

Fjögurra manna sérfræðinganefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um skattamál er stödd hér á landi til að ræða við stjórnvöld og hagsmunaaðila um skattkerfið og mögulegar breytingar á því. Í kjölfarið mun nefndin skila skýrslu um efnið.

Fyrirgera ekki rétti sínum

„Staðreyndin er sú að innan við tuttugu prósent þeirra sem fengið hafa endurútreikning húsnæðislána hafa gengið frá umsókn og sótt ráðgjöf,“ segir Una Steinsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptabankasviðs Íslandsbanka.

Björgólfur Thor segir rannsókn SFO koma á óvart

Björgólfur Thor Björgólfsson segir rannsókn Serious Fraud Office á starfsemi Landsbankans koma á óvart. Engar skýrslur hafa verið teknar af stjórnendum Landsbankans í tengslum við rannsóknina, en stofnunin rannsakar millifærslur af Icesave-reikningunum rétt fyrir hrun.

SFO rannsakar Icesave en málið ekki á borði sérstaks

Sérstakur saksóknari á Íslandi hefur ekki hafið sjálfstæða rannsókn á Icesave-reikningum Landsbankans eða millifærslum af þeim, en rannsókn SFO á Landsbankanum beinist sérstaklega að millifærslum af Icesave-reikningunum stuttu áður en FME tók bankann yfir.

Frumvarp um framlengingu gjaldeyrishafta lagt fram í lok mars

Árni Páli Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, mun leggja fram tillögu á Alþingi þar sem sóst verður eftir heimild til þess að framlengja höftin til þessa árs. Þetta kom meðal annars fram á fundi Árna Páls og Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra, á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu.

Flest málin lúta að umboðssvikum

Langflest þeirra mála sem eru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara tengjast umboðssvikum vegna lána án nægilegra trygginga. Fá dómafordæmi eru til staðar hér á landi og mun niðurstaða úr svokölluðu Exeter-máli veita mikilvæga leiðsögn.

35 stjórnarmenn hæfir, 12 hæfir í annarri tilraun, einn óhæfur

Ráðgjafarnefnd Fjármálaeftirlitsins um hæfi stjórnarmanna hefur nú metið 47 stjórnarmenn fjármálafyrirtækja og vátryggingafélaga, þar af átta úr stjórnum eignarhaldsfélaga. Niðurstaðan var sú að þekking, skilningur og viðhorf stjórnarmannanna varðandi helstu efni sem tengjast verksviði þeirra var fullnægjandi í 35 tilvikum en ófullnægjandi í 12 tilvikum.

Lokka til sín kúnna frá Landsbankanum

Mikill fjöldi Suðurnesjamanna flutti sparifé sitt og bankaviðskipti yfir til Byrs sparisjóðs frá Landsbankanum í gær en ráðning fjögurra þekktra þjónustufulltrúa hjá Sparisjóðnum í Keflavík virðist hafa haft mikið að segja.

Héraðsdómur segir álit EFTA dómstólsins óþarft

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu fjármögnunarfyrirtækisins Lýsingar um að leitað yrði ráðgefandi álits EFTA dómstólsins á banni í íslenskum vaxtalögum við því að binda skuldbindingar í íslenskri krónu við gengi erlendra gjaldmiðla.

Hagnaður Skipta 5 milljarðar

Hagnaður Skipta hf. fyrir afskriftir og fjármagnsliði nam 5,1 milljarði króna á síðasta ári. Þetta kemur fram í afkomutilkynningu frá Skiptum sem send hefur verið til Kauphallar. Kristín Guðmundsdóttir, forstjóri Skipta, segir árið 2010 hafa farið ágætlega af stað og fyrstu mánuði ársins hafi ekki orðið vart við mikinn samdrátt hjá dótturfélögum Skipta á Íslandi. „Það breyttist þegar líða tók á vorið og eftirspurnin minnkaði sem setur svip sinn á afkomu Skipta. Hins vegar hefur félagið unnið markvisst að lækkun kostnaðar undanfarin ár sem dregur úr áhrifum tekjulækkunar á afkomuna. Skipti hafa selt stærstan hluta af starfsemi sinni utan Íslands með umtalsverðum söluhagnaði. Verkefnið framundan er að halda áfram að einbeita sér að kjarnastarfsemi félagsins á Íslandi," segir hún. Aðalfundur félagsins var haldinn í morgun. Í stjórn Skipta voru kjörin þau Skúli Valberg Ólafsson, Pétur J. Eiríksson, Þorvarður Sveinsson, Örn Guðmundsson og Jóhanna Waagfjörð. Á fundi stjórnar sem haldinn var að loknum aðalfundi var Skúli Valberg kjörinn formaður og Pétur varaformaður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) nam 5,1 milljarði króna samanborið við 8,7 milljarða árið áður. Lækkun EBITDA skýrist meðal annars af því að Skipti seldu Sirius IT auk þess sem varúðarfærsla vegna gerðardóms og sektir höfðu áhrif á afkomu ársins. EBITDA hlutfallið var 15% en var 20% sé ekki tekið tillit til einskiptiskostnaðar. Bókfært tap Skipta á árinu nam 2,5 milljörðum króna sem skýrist einkum af virðisrýrnun óefnislegra eigna, sem nam 4,9 milljörðum króna. Tap félagsins nam 10,2 milljörðum króna árið áður. Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 6,0 milljörðum króna, samanborið við 9,1 milljarð árið áður. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 3,5 milljörðum króna. Fjármagnstekjur voru 1,4 milljarðar króna en þar af nam söluhagnaður 5,2 milljörðum króna. Vaxtaberandi skuldir að frádregnum innistæðum (nettó vaxtaberandi skuldir) námu 44,3 milljörðum um áramót en voru 54,4 milljarðar árið áður. Lækkunin skýrist einkum af sölu eigna. Eiginfjárhlutfall Skipta hf. er 21 % og eigið fé er 22,3 milljarðar króna.

Greiðslur til kröfuhafa hefjast í lok árs

Greiðslur til kröfuhafa Glitnis geta væntanlega hafist í desember á þessu ári. Verðmæti eignasafnsins nam 814 milljörðum um síðustu áramót en samtals nema kröfur í búið 3600 milljörðum. Verðmætið er þó háð mikillri óvissu.

Nýtt hótel á Akureyri - fjármögnun tryggð

Í dag var skrifað undir langtímafjármögnunarsamning vegna byggingar og rekstrar nýs hótels á Akureyri. Lánveitandi er Landsbankinn. Eigandi byggingarinnar er Eignasamsteypan, en hótelið verður rekið af Icelandair Hotels. Heildarfjárfesting í þessu verkefni er 900 milljónir króna. Icelandairhótel Akureyri er frábærlega staðsett, í gamla Iðnskólanum og síðar Háskólanum á Akureyri, á horni Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis. Hótelið mun bjóða uppá alls 101 herbergi, 63 herbergi verða tilbúin þann 1. júní n.k, og önnur 38 þann 1. júní 2012. Auk þeirra herbergja sem tilbúin verða á komandi vori verður jafnframt tekin í notkun veitingasalur og bar, en einnig eru áform um byggingu á fallegum hótelgarði í nánustu framtíð. Árni Þór Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Fyrirtækjabanka Landsbankans, segir; ,,Ferðaþjónustan er allt í senn, gríðarlega mikilvæg, ört vaxandi og mjög spennandi starfsgrein og það er fagnaðarefni fyrir bankann að styðja metnaðarfulla uppbyggingu á þessu sviði. Þetta verkefni fellur mjög vel að því markmiði Landsbankans að hann sé hreyfiafl í samfélaginu og ýti undir fjárfestingu í arðvænlegum rekstri.“ „Við höfum lengi haft augastað á Akureyri sem vænlegri staðsetningu fyrir nýtt hótel í okkar keðju, en jafnframt viljað vanda valið á byggingu og samstarfsaðilum“, segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandairhótela. „Icelandairhótel Akureyri er því kærkomin viðbót í okkar rekstur, og við hlökkum til að leggja okkar að mörkum við að byggja enn frekar upp það góða starf sem átt hefur sér stað í ferðaþjónustu Akureyrarbæjar fram til þessa“, segir Magnea að lokum.

Héraðsdómur hafnaði 227 milljón króna kröfu Reykjanesbæjar

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu Reykjanesbæjar um að fá 227 milljónir króna endurgreiddar sem töpuðust hjá Landsvaka í bankahruninu. Það var Landsbankinn, sem er hinn stefndi í málinu, sem sá um eignastýringu fyrir Reykjanesbæ en alls sá bankinn um að ráðstafa 600 milljónum króna fyrir bæjarfélagið.

Banna Taco Bell auglýsingu

Neytendastofa hefur bannað birtingu auglýsinga veitingahúsakeðjunnar Taco Bell með yfirskriftinni „Burt með brauðið". Í tilkynningu frá stofnuninni segir að borist hafi kvörtun frá Íslensk-ameríska vegna auglýsinganna þar sem þær væru ósanngjarnar gagnvart keppinautum Taco Bell og annarra sem hafi hagsmuni af sölu eða framleiðslu brauðs. „Þá væru þær villandi gagnvart neytendum þar sem brauðmagn í réttum Taco Bell hafi ekki breyst," segir ennfremur. Neytendastofa féllst á sjónarmiðin og segir að ayglýsingin sé ósanngjörn gagnvart neytendum og keppinautum Taco Bell.

ASÍ spáir 5,2 % atvinnuleysi í lok árs 2013

Allt bendir til þess að viðsnúningur sé að verða í íslensku efnahagslífi og hægur bati sé framundan næstu árin, samkvæmt hagspá ASÍ fyrir árin 2011 til 2013.

Vilji til þess að selja Gagnaveituna

„Ég hef lengi verið talsmaður þess að skoða þetta og fagna þessu,“ segir Haraldur Flosi Tryggvason, stjórnarformaður Orkuveitunnar um tillögu Kjartans Magnússonar, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um að selja Gagnaveituna.

Íslandsbanki kærir Capacent fyrir meint kennitöluflakk

Íslandsbanki hefur formlega lagt fram kæru á hendur stjórnendum Capacent ehf. vegna viðskipta frá 15. september 2010 þegar eignir Capacent voru keyptar út úr félaginu, sem síðan var gefið upp til skipta. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Niðurstaða Icesavekosninga skilyrði lánasamnings

Lánshæfismat ríkisins og þar með niðurstaða Icesavekosninga er skilyrði lánasamnings sem Landsvirkjun og Evrópski fjárfestingarbankinn skrifuðu undir í dag. Búið er að fjármagna um sjötíu prósent Búðarhálsvirkjunar.

Þórey nýr framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða

Þórey S. Þórðardóttir hæstaréttarlögmaður hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða í stað Hrafns Magnússonar, sem lætur af störfum síðar á árinu eftir áratuga farsælt starf í þágu lífeyrissjóðanna. Hún tekur formlega við starfinu 1. ágúst 2011.

Össur hf. vann tvenn alþjóðleg hönnunarverðlaun

Össur hf. vann tvenn verðlaun í hinni virtu alþjóðlegu hönnunarsamkeppni sem kennd er við Red Dot samtökin. Í ár voru 4433 vörur frá sextíu löndum sem kepptu um þessi virtu verðlaun í átján flokkum.

Sjá næstu 50 fréttir