NIB útilokar lán til OR næstu misserin 28. mars 2011 13:15 Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) útilokar að veita Orkuveitu Reykjavíkur (OR) lán á næstu misserum. Lánshæfi fyrirtækisins sé óviðunandi. Þetta kemur fram í minnisblaði forstjóra Orkuveitunnar um leit fyrirtækisins að erlendu lánsfé. Fjallað er um málið á vefsíðu RUV. Þar segir að fulltrúar Norræna fjárfestingabankans sögðu Orkuveitunni í janúar að fyrirtækið kæmi ekki til álita sem lántaki; lánshæfi þess væri óviðunandi. Þetta kemur fram í nýju minnisblaði forstjóra Orkuveitunnar um leit að erlendu lánsfé. Minnisblaðið er dagsett 23. mars. Það lagt fram í stjórn Orkuveitunnar í síðustu viku. Þar er fjallað um viðræður stjórnenda fyrirtækisins við erlenda banka, þar á meðal lánadrottna, frá byrjun árs 2010. Í minnisblaðinu segir: „Niðurstöður eru þær að helstu lánastofnanir hafa verið tregar til að lána OR og á árinu 2011 hefur komið í ljós að þær lánastofnanir sem hafa verið helstu bakhjarlar OR hafa algerlega tekið fyrir lánveitingar til OR á komandi misserum“. Sérstaklega er tekið fram að afstaða Norræna fjárfestingabankans hafi gjörbreyst til hins verra í árslok 2010 og byrjun þessa árs. Lýst er fundi með fulltrúum bankans í ágúst í fyrra, þar sem ekki mun hafa verið hægt að skilja fulltrúa bankans öðruvísi en þannig að lánveiting til Orkuveitunnar væri til skoðunar. Á símafundi nú í janúar, með fulltrúum þessa sama banka, Norræna fjárfestingabankans, var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Um það segir í minnisblaðinu: „... afstaða þeirra þá var afdráttarlaus, OR kæmi ekki til álita sem lántaki. Mat NIB [Norræna fjárfestingabankans] á lánshæfi OR var að það væri óviðunandi og bankinn myndi ekki lána OR að svo komnu máli“. Síðar kom tilboð um endurákvörðun vaxta á eldra láni frá bankanum. Þar átti álagið að hækka tífalt, úr 0,24 prósentum í 2,41 prósent. Síðar kom annað tilboð um nýtt vaxtaálag á þessu eldra láni, 1,9 prósent. Það tilboð var hins vegar háð því að eigendur Orkuveitunnar, Reykjavíkurborg að langstærstum hluta, myndu leggja átta milljarða króna inn í fyrirtækið, að því er segir á vefsíðu RUV. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) útilokar að veita Orkuveitu Reykjavíkur (OR) lán á næstu misserum. Lánshæfi fyrirtækisins sé óviðunandi. Þetta kemur fram í minnisblaði forstjóra Orkuveitunnar um leit fyrirtækisins að erlendu lánsfé. Fjallað er um málið á vefsíðu RUV. Þar segir að fulltrúar Norræna fjárfestingabankans sögðu Orkuveitunni í janúar að fyrirtækið kæmi ekki til álita sem lántaki; lánshæfi þess væri óviðunandi. Þetta kemur fram í nýju minnisblaði forstjóra Orkuveitunnar um leit að erlendu lánsfé. Minnisblaðið er dagsett 23. mars. Það lagt fram í stjórn Orkuveitunnar í síðustu viku. Þar er fjallað um viðræður stjórnenda fyrirtækisins við erlenda banka, þar á meðal lánadrottna, frá byrjun árs 2010. Í minnisblaðinu segir: „Niðurstöður eru þær að helstu lánastofnanir hafa verið tregar til að lána OR og á árinu 2011 hefur komið í ljós að þær lánastofnanir sem hafa verið helstu bakhjarlar OR hafa algerlega tekið fyrir lánveitingar til OR á komandi misserum“. Sérstaklega er tekið fram að afstaða Norræna fjárfestingabankans hafi gjörbreyst til hins verra í árslok 2010 og byrjun þessa árs. Lýst er fundi með fulltrúum bankans í ágúst í fyrra, þar sem ekki mun hafa verið hægt að skilja fulltrúa bankans öðruvísi en þannig að lánveiting til Orkuveitunnar væri til skoðunar. Á símafundi nú í janúar, með fulltrúum þessa sama banka, Norræna fjárfestingabankans, var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn. Um það segir í minnisblaðinu: „... afstaða þeirra þá var afdráttarlaus, OR kæmi ekki til álita sem lántaki. Mat NIB [Norræna fjárfestingabankans] á lánshæfi OR var að það væri óviðunandi og bankinn myndi ekki lána OR að svo komnu máli“. Síðar kom tilboð um endurákvörðun vaxta á eldra láni frá bankanum. Þar átti álagið að hækka tífalt, úr 0,24 prósentum í 2,41 prósent. Síðar kom annað tilboð um nýtt vaxtaálag á þessu eldra láni, 1,9 prósent. Það tilboð var hins vegar háð því að eigendur Orkuveitunnar, Reykjavíkurborg að langstærstum hluta, myndu leggja átta milljarða króna inn í fyrirtækið, að því er segir á vefsíðu RUV.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira