Viðskipti innlent

Fjölskyldufyrirtæki kaupir Steypustöðina

Steypa. Myndin er úr safni.
Steypa. Myndin er úr safni.
ST Eignarhaldsfélag ehf., fjölskyldufyrirtæki í eigu Alexanders Ólafssonar og Miðengi ehf. undirrituðu fyrr í dag kaupsamning um allt hlutafé Steypustöðvarinnar ehf.

Viðskiptin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Breytingin á eignarhaldi verður samhliða hlutafjáraukningu frá nýjum hluthafa ásamt endurskipulagningu á fjárhag félagsins með kröfuhöfum þess, SP-Fjármögnun og Íslandsbanka.

Eignarhluturinn í Steypustöðinni var settur í opið söluferli síðla árs 2009.

Eignarhluturinn hefur verið auglýstur til sölu á heimasíðu Miðengis síðan þá.  Hjá Steypustöðinni starfa nú um 40 manns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×