Fréttaskýring: Öfgar uppsveiflu og kreppu 28. mars 2011 20:00 Eitt einkenni hrunsins er búferlaflutningar Íslendinga og erlends vinnuafls sem hingað dreif að á þensluárunum. Flutningarnir hverfast um tvö lönd; Pólland og Noreg. Miklar breytingar á vinnumarkaði virðast ekki hafa valdið andúð í garð útlendinga hér. Fá ef nokkur dæmi eru til um viðlíka vöxt hagkerfis eins og þess íslenska á árunum eftir 2003 og fram að hruni. Þenslunni fylgdi gríðarleg eftirspurn eftir vinnuafli. Á tiltölulega stuttum tíma sköpuðust fjölmörg góð og vel launuð störf fyrir Íslendinga og útilokað var að viðhalda uppbyggingu á fjölmörgum sviðum án erlends vinnuafls. Útlendinga dreif að til að manna störf sem Íslendingar gátu ekki sinnt eða vildu ekki sinna. Aðflutningur erlends vinnuafls náði hámarki árið 2007, þegar yfir tólf þúsund manns fluttu hingað til lands. Í árslok 2008 voru yfir 24 þúsund erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi og um 85 prósent þeirra voru í vinnu, samkvæmt opinberum tölum. Sögulega hefur hlutfallslegur fjöldi útlendinga á Norðurlöndum verið minnstur á Íslandi en svo brá til árið 2007 að þetta hafði snúist við og hlutfallið var hvergi hærra en hér.Góðir gestir Það er einkenni erlends vinnuafls á Íslandi hversu lítil dreifing þess er á vinnumarkaði. Flestir inna af hendi störf sem krefjast ekki mikillar sérþekkingar eða kunnáttu í íslensku. Ef litið er fimmtán ár aftur í tímann mátti helst finna erlenda ríkisborgara við fiskvinnslu úti á landi en lunginn af þeim þúsundum sem hér voru við störf á tímabilinu 2003 til dagsins í dag hafa helst unnið við mannvirkjagerð, við fiskvinnslu og þjónustustörf, einkum ræstingar og umönnun. Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, benti á þetta í grein í Viðskiptablaðinu árið 2006 þar sem hún reifar hvernig þróunin var eftir 1995. Atvinnuleysi var þá meira en hafði þekkst um langt skeið. Á árunum 1998 til 2001 fjölgaði störfum um ellefu þúsund og eitt af hverjum fjórum var mannað af útlendingi, áætlaði Katrín. Frá 2003 til 2007 fjölgaði störfum enn meira og hlutfallslega fleiri útlendingar hrepptu þau en árin á undan. Það er því ljóst að aðflutningur erlendra ríkisborgara var á þessu árabili drifinn af eftirspurn sem var langt umfram það sem íslenskur vinnumarkaður gat borið.Árið 2006 Hafa ber í huga að um mitt ár 2006 opnaðist vinnumarkaður Evrópska efnahagssvæðisins fyrir tíu nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Íslendingar höfðu nýtt sér frestun á opnun vinnumarkaðarins árið 2004 og því komu áhrifin seinna fram en ella. Bretar, Svíar og Írar höfðu hins vegar ákveðið að opna fyrir vinnuafl um leið og það var heimilt með inngöngu ríkjanna og sprenging varð í innflutningi fólks. Í Bretlandi fjölgaði innfluttum úr fjórtán þúsund í 75 þúsund á milli ára. Fjórir af hverjum fimm voru frá nýju aðildarríkjunum, þeirra á meðal frá Póllandi og Litháen. Heppilegur tími Hagfræðingar hafa bent á að opnun vinnumarkaðarins kom til á heppilegum tíma fyrir Íslendinga. Hagkerfið var að hjarna við eftir stutta lægð og móttækilegt fyrir nýju vinnuafli. Íbúar í Mið- og Austur-Evrópu nýttu tækifærið vel og voru sjötíu prósent allra erlendra ríkisborgara hér á landi frá þessum heimshluta þegar allt toppaði hér árið 2007. Við inngang ríkjanna í ESB árið 2004 var hlutfall íbúa nýju ríkjanna um fimmtán prósent hér á landi. Ísland var góður kostur fyrir þetta fólk, þar sem munur á launum og atvinnuframboði var gríðarlegur. Svo mikill að fjarlægðir frá heimalandi og framandi tunga eyjarskeggja var engin hindrun. Atvinnuleysi útlendinga Öfgar uppsveiflu og kreppu koma skýrt fram hjá þeim sem hingað ákváðu að sækja vinnu. Árið 2007 var atvinnuleysi á meðal útlendinga lægra en Íslendinga. Þetta hlýtur að teljast eðlilegt, þar sem ástæðan fyrir veru þessa hóps í landinu var vinnan. Þegar atvinnuleysið náði hæstu hæðum í mars og apríl 2009 var það fjórtán prósent meðal útlendinga en níu prósent á meðal Íslendinga. Þessi hlutföll hafa haldist að mestu leyti síðan. Engan skal undra þegar litið er til þeirra greina sem harðast urðu úti í hruninu. Atvinnuleysi í byggingariðnaði náði þrjátíu prósentum í apríl 2009 og ljóst var að greinin var með öllu hrunin hérlendis. Búferlaflutningar Árið 2009 mun fara í sögubækurnar fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir þá sök að þá fluttu fleiri einstaklingar frá landinu en áður í sögunni. Leita þarf aftur til ársins 1887 til að skipa í annað sætið hvað fjölda snertir. Þegar tölur um aðflutta og brottflutta eru rýndar kemur í ljós að 4.835 fleiri fluttu frá landinu en til þess. Frá landinu fluttu níu af hverjum tíu til Evrópu, þar af 2.818 til Póllands, eða tæp 27 prósent. Til Noregs fluttu rúmlega fimmtán hundruð manns. Mjög dró úr brottflutningi af landinu árið 2010 en þá fluttu 2.134 fleiri frá landinu. Flestir þeirra sem fluttu af landi brott fóru til sömu landa og árið áður, Noregs og Póllands. Reyndar má segja að streymi fólks til og frá þessum tveimur löndum gangi eins og rauður þráður í gegnum búferlaflutninga fyrir og eftir hrun.Pólskar öfgar Þótt töluvert hafi verið um brottflutning útlendinga í kjölfar kreppunnar má halda því fram með rökum að hann sé minni en búast hefði mátt við fyrir fram. Kemur það til af því að verulegur samdráttur hefur einnig orðið í þeim ríkjum sem útlendingarnir hafa einkum komið frá síðustu ár. Eins og áður sagði er áætlað að árið 2007 hafi verið um eða yfir tuttugu þúsund útlendingar á vinnumarkaði. Tæpur helmingur þeirra var Pólverjar. Árið 2006 voru þrettán Pólverjar á atvinnuleysisskrá en í lok febrúar síðastliðnum voru alls 2.375 erlendir ríkisborgarar án atvinnu, þar af 1.428 Pólverjar, eða 61 prósent þeirra útlendinga sem þá voru á skrá. Félagsvísindastofnun komst að því í janúar að tæpur helmingur allra þeirra sem þáðu mataraðstoð hjá hjálparsamtökum í nóvember var Pólverjar; 91 prósent þeirra var án atvinnu.Fordómar Ekki þarf að leita lengi til að finna rannsóknir um fordóma sem fylgja breytingum á vinnumarkaði. Enginn lítur tvisvar í áttina að útlendingi í góðri vinnu á meðan hann hefur það gott sjálfur. Vægi þessa sama starfs breytist hins vegar fljótt hjá þjóð sem glímir við mesta atvinnuleysi í sinni sögu. Eða hvað? Gerður Gestsdóttir hefur um nokkurra ára skeið komið að málefnum útlendinga í störfum sínum sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun og áður Alþjóðahúsi. "Ég greini ekki aukna andúð í garð útlendinga en það er sannarlega mismunun á vinnumarkaði. Atvinnurekendur velja frekar atvinnulausa Íslendinginn." Gerður segir það sorglegt hversu margir útlendingar komist ekki heim. "Það er vegna þess að þeir sem hafa unnið hér árum saman eiga rétt á atvinnuleysisbótum sem þeir nýta til að framfleyta fjölskyldu í heimalandinu. Ef þeir færu hefðu þeir enga framfærslu. Það er því illskárra að hanga hér á bótum, vonlítill um að fá vinnu og við ömurlegar félagslegar aðstæður, en að fara heim og fá ekki neitt."Tap samfélagsins Þegar horft er til flutninga frá landinu má sjá þá í tvennu ljósi. Það getur verið jákvætt að einstaklingur fari í víking og afli sér nýrrar þekkingar og reynslu sem nýtist samfélaginu síðar. Ekki má gleyma því að mikill mannauður er fyrir í landinu sem fékkst með ungu fólki sem leitar sér menntunar víða um heim. Það þýðir líka minna álag á bótakerfin heima fyrir og færri eru um störfin. Hins vegar er hætt við að missa ungt og vel menntað fólk um lengri tíma, sem er mikil blóðtaka fyrir litla þjóð, og má minna á umræðuna í samfélaginu um að íslenskir læknar fari eða komi ekki aftur úr námi. Hættan liggur í langvarandi atvinnuleysi, auknum atgervisflótta því fylgjandi og erfiðri varnarbaráttu íslensks samfélags í framhaldinu. Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Eitt einkenni hrunsins er búferlaflutningar Íslendinga og erlends vinnuafls sem hingað dreif að á þensluárunum. Flutningarnir hverfast um tvö lönd; Pólland og Noreg. Miklar breytingar á vinnumarkaði virðast ekki hafa valdið andúð í garð útlendinga hér. Fá ef nokkur dæmi eru til um viðlíka vöxt hagkerfis eins og þess íslenska á árunum eftir 2003 og fram að hruni. Þenslunni fylgdi gríðarleg eftirspurn eftir vinnuafli. Á tiltölulega stuttum tíma sköpuðust fjölmörg góð og vel launuð störf fyrir Íslendinga og útilokað var að viðhalda uppbyggingu á fjölmörgum sviðum án erlends vinnuafls. Útlendinga dreif að til að manna störf sem Íslendingar gátu ekki sinnt eða vildu ekki sinna. Aðflutningur erlends vinnuafls náði hámarki árið 2007, þegar yfir tólf þúsund manns fluttu hingað til lands. Í árslok 2008 voru yfir 24 þúsund erlendir ríkisborgarar búsettir á Íslandi og um 85 prósent þeirra voru í vinnu, samkvæmt opinberum tölum. Sögulega hefur hlutfallslegur fjöldi útlendinga á Norðurlöndum verið minnstur á Íslandi en svo brá til árið 2007 að þetta hafði snúist við og hlutfallið var hvergi hærra en hér.Góðir gestir Það er einkenni erlends vinnuafls á Íslandi hversu lítil dreifing þess er á vinnumarkaði. Flestir inna af hendi störf sem krefjast ekki mikillar sérþekkingar eða kunnáttu í íslensku. Ef litið er fimmtán ár aftur í tímann mátti helst finna erlenda ríkisborgara við fiskvinnslu úti á landi en lunginn af þeim þúsundum sem hér voru við störf á tímabilinu 2003 til dagsins í dag hafa helst unnið við mannvirkjagerð, við fiskvinnslu og þjónustustörf, einkum ræstingar og umönnun. Katrín Ólafsdóttir, lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, benti á þetta í grein í Viðskiptablaðinu árið 2006 þar sem hún reifar hvernig þróunin var eftir 1995. Atvinnuleysi var þá meira en hafði þekkst um langt skeið. Á árunum 1998 til 2001 fjölgaði störfum um ellefu þúsund og eitt af hverjum fjórum var mannað af útlendingi, áætlaði Katrín. Frá 2003 til 2007 fjölgaði störfum enn meira og hlutfallslega fleiri útlendingar hrepptu þau en árin á undan. Það er því ljóst að aðflutningur erlendra ríkisborgara var á þessu árabili drifinn af eftirspurn sem var langt umfram það sem íslenskur vinnumarkaður gat borið.Árið 2006 Hafa ber í huga að um mitt ár 2006 opnaðist vinnumarkaður Evrópska efnahagssvæðisins fyrir tíu nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Íslendingar höfðu nýtt sér frestun á opnun vinnumarkaðarins árið 2004 og því komu áhrifin seinna fram en ella. Bretar, Svíar og Írar höfðu hins vegar ákveðið að opna fyrir vinnuafl um leið og það var heimilt með inngöngu ríkjanna og sprenging varð í innflutningi fólks. Í Bretlandi fjölgaði innfluttum úr fjórtán þúsund í 75 þúsund á milli ára. Fjórir af hverjum fimm voru frá nýju aðildarríkjunum, þeirra á meðal frá Póllandi og Litháen. Heppilegur tími Hagfræðingar hafa bent á að opnun vinnumarkaðarins kom til á heppilegum tíma fyrir Íslendinga. Hagkerfið var að hjarna við eftir stutta lægð og móttækilegt fyrir nýju vinnuafli. Íbúar í Mið- og Austur-Evrópu nýttu tækifærið vel og voru sjötíu prósent allra erlendra ríkisborgara hér á landi frá þessum heimshluta þegar allt toppaði hér árið 2007. Við inngang ríkjanna í ESB árið 2004 var hlutfall íbúa nýju ríkjanna um fimmtán prósent hér á landi. Ísland var góður kostur fyrir þetta fólk, þar sem munur á launum og atvinnuframboði var gríðarlegur. Svo mikill að fjarlægðir frá heimalandi og framandi tunga eyjarskeggja var engin hindrun. Atvinnuleysi útlendinga Öfgar uppsveiflu og kreppu koma skýrt fram hjá þeim sem hingað ákváðu að sækja vinnu. Árið 2007 var atvinnuleysi á meðal útlendinga lægra en Íslendinga. Þetta hlýtur að teljast eðlilegt, þar sem ástæðan fyrir veru þessa hóps í landinu var vinnan. Þegar atvinnuleysið náði hæstu hæðum í mars og apríl 2009 var það fjórtán prósent meðal útlendinga en níu prósent á meðal Íslendinga. Þessi hlutföll hafa haldist að mestu leyti síðan. Engan skal undra þegar litið er til þeirra greina sem harðast urðu úti í hruninu. Atvinnuleysi í byggingariðnaði náði þrjátíu prósentum í apríl 2009 og ljóst var að greinin var með öllu hrunin hérlendis. Búferlaflutningar Árið 2009 mun fara í sögubækurnar fyrir margra hluta sakir en ekki síst fyrir þá sök að þá fluttu fleiri einstaklingar frá landinu en áður í sögunni. Leita þarf aftur til ársins 1887 til að skipa í annað sætið hvað fjölda snertir. Þegar tölur um aðflutta og brottflutta eru rýndar kemur í ljós að 4.835 fleiri fluttu frá landinu en til þess. Frá landinu fluttu níu af hverjum tíu til Evrópu, þar af 2.818 til Póllands, eða tæp 27 prósent. Til Noregs fluttu rúmlega fimmtán hundruð manns. Mjög dró úr brottflutningi af landinu árið 2010 en þá fluttu 2.134 fleiri frá landinu. Flestir þeirra sem fluttu af landi brott fóru til sömu landa og árið áður, Noregs og Póllands. Reyndar má segja að streymi fólks til og frá þessum tveimur löndum gangi eins og rauður þráður í gegnum búferlaflutninga fyrir og eftir hrun.Pólskar öfgar Þótt töluvert hafi verið um brottflutning útlendinga í kjölfar kreppunnar má halda því fram með rökum að hann sé minni en búast hefði mátt við fyrir fram. Kemur það til af því að verulegur samdráttur hefur einnig orðið í þeim ríkjum sem útlendingarnir hafa einkum komið frá síðustu ár. Eins og áður sagði er áætlað að árið 2007 hafi verið um eða yfir tuttugu þúsund útlendingar á vinnumarkaði. Tæpur helmingur þeirra var Pólverjar. Árið 2006 voru þrettán Pólverjar á atvinnuleysisskrá en í lok febrúar síðastliðnum voru alls 2.375 erlendir ríkisborgarar án atvinnu, þar af 1.428 Pólverjar, eða 61 prósent þeirra útlendinga sem þá voru á skrá. Félagsvísindastofnun komst að því í janúar að tæpur helmingur allra þeirra sem þáðu mataraðstoð hjá hjálparsamtökum í nóvember var Pólverjar; 91 prósent þeirra var án atvinnu.Fordómar Ekki þarf að leita lengi til að finna rannsóknir um fordóma sem fylgja breytingum á vinnumarkaði. Enginn lítur tvisvar í áttina að útlendingi í góðri vinnu á meðan hann hefur það gott sjálfur. Vægi þessa sama starfs breytist hins vegar fljótt hjá þjóð sem glímir við mesta atvinnuleysi í sinni sögu. Eða hvað? Gerður Gestsdóttir hefur um nokkurra ára skeið komið að málefnum útlendinga í störfum sínum sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun og áður Alþjóðahúsi. "Ég greini ekki aukna andúð í garð útlendinga en það er sannarlega mismunun á vinnumarkaði. Atvinnurekendur velja frekar atvinnulausa Íslendinginn." Gerður segir það sorglegt hversu margir útlendingar komist ekki heim. "Það er vegna þess að þeir sem hafa unnið hér árum saman eiga rétt á atvinnuleysisbótum sem þeir nýta til að framfleyta fjölskyldu í heimalandinu. Ef þeir færu hefðu þeir enga framfærslu. Það er því illskárra að hanga hér á bótum, vonlítill um að fá vinnu og við ömurlegar félagslegar aðstæður, en að fara heim og fá ekki neitt."Tap samfélagsins Þegar horft er til flutninga frá landinu má sjá þá í tvennu ljósi. Það getur verið jákvætt að einstaklingur fari í víking og afli sér nýrrar þekkingar og reynslu sem nýtist samfélaginu síðar. Ekki má gleyma því að mikill mannauður er fyrir í landinu sem fékkst með ungu fólki sem leitar sér menntunar víða um heim. Það þýðir líka minna álag á bótakerfin heima fyrir og færri eru um störfin. Hins vegar er hætt við að missa ungt og vel menntað fólk um lengri tíma, sem er mikil blóðtaka fyrir litla þjóð, og má minna á umræðuna í samfélaginu um að íslenskir læknar fari eða komi ekki aftur úr námi. Hættan liggur í langvarandi atvinnuleysi, auknum atgervisflótta því fylgjandi og erfiðri varnarbaráttu íslensks samfélags í framhaldinu.
Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira