Fleiri fréttir

Hlutfall starfandi fólks aldrei mælst minna

Síðan reglulegar mælingar Hagstofunnar hófust árið 1991 hefur hlutfall starfandi aldrei mælst minna og atvinnuleysi meira en árið 2009. Mest atvinnuleysi fram að því var á árunum 1992 til 1995 eða á bilinu 4,3% til 5,3%.

Kaupþing fær 70 milljarða endurgreidda af lánum

Frá haustinu 2008 og fram að þessu hefur skilanefnd Kaupþings fengið 35 af lánum sínum endurgreidd að fullu eða hluta og nemur upphæðin 70 milljörðum kr. Þetta kemur fram í uppfærðri skýrslu skilanefndar til kröfuhafa bankans.

FME sektar Marel um 5 milljónir

Stjórn Fjármálaeftirlitsins (FME) hefur sektað Marel Food Systems um 5 milljónir kr. vegna brota gegn þeim lögum um verðbréfaviðskipti sem fjalla um innherjaupplýsingar.

Már myndi ekki taka við 400 þúsund króna launahækkun

Forsætisráðherra segir að engin fyrirheit hafi verið gefin um launakjör Seðlabankastjóra. Forseti ASÍ segir að tillaga um fjögur hundruð þúsund króna launahækkun bankastjórans sé ekki í samræmi við neitt sem þjóðin sé að glíma við. Seðlabankastjórinn segist sjálfur aldrei myndu taka við slíkri launahækkun.

Átta milljarða viðskipti með skuldabréf í dag

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,2% í dag í 8 milljarða viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 3 milljarða viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 4,9 milljarða viðskiptum.

Viðskipti með hlutabréf minnkuðu nokkuð í apríl

Heildarviðskipti með hlutabréf í aprílmánuði námu rúmum 1.285 milljónum kr. eða 71 milljónum kr. á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í mars tæpar 2.279 milljónir kr. , eða 99 milljónir kr. á dag. Mest voru viðskipti með bréf Marels (MARL) 750 milljónir kr. og með bréf Össurar (OSSR) 211 milljónir kr.

Ráðherra bauð Branson í heimsókn til Íslands

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra og Richard Branson, stofnandi Virgin samsteypunnar, áttu góðan fund í Noregi fyrir helgina þar sem Katrín ítrekaði boð sitt til Branson uim að heimsækja Ísland.

Velheppnað útboð hjá LSS

Ágætis undirtektir voru við útboð Lánasjóðs sveitarfélaga (LSS) á skuldabréfaflokknum LSS150224 sem haldið var síðastliðinn föstudag. Alls bárust tilboð að nafnvirði 2.815 milljónum kr. í flokkinn á ávöxtunarkröfu sem var á bilinu 4,50%-4,76%.

Greining spáir 0,75 prósentustiga stýrivaxtalækkun

Næsti vaxtaákvörðunardagur Seðlabanka Íslands er 5. maí næstkomandi. Greining Íslandsbanka reiknar með að peningastefnunefnd bankans ákveði að lækka vexti bankans um 0,75 prósentur. Við þetta lækka vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana úr 7,5% í 6,75% og vextir á lánum gegn veði til sjö daga úr 9,0% í 8,25%.

Hægt að tilkynna nafnlaust um tryggingarsvik hjá VÍS

Vátryggingafélag Íslands hf. hefur komið upp sérstakri tilkynningasíðu á vef félagsins þar sem hægt er að láta vita nafnlaust um meint vátryggingasvik en ný könnun Capacent Gallup sýnir að meira en helmingur landsmanna er tilbúinn að tilkynna um slík svik, ef hægt er að gera það nafnlaust.

Þakkar guði og krónu að Ísland er ekki í stöðu Grikklands

„Ó guð minn góður ég vildi ekki vera í stöðunni sem þeir eru í," segir Steingrímur J. Sigfússonar fjármálaráðherra í samtali við Bloomberg fréttaveituna þar sem hann segir að Íslandi hafi tekist að forðast grísk örlög að hluta til sökum þess að Ísland er með sinn eigin gjaldmiðil.

Jóhanna áætlar að tafir á Icesave hafi kostað 30 milljarða

Ætla má að tafir á Icesave-viðræðum og framgangi efnhagsáætlunar íslenskra stjórnvalda hafi leitt til þess að samdráttur ársins 2010 verði nærri 2% meiri en áður var spáð. Það svarar til 30 milljarða króna og 1-2% meira atvinnuleysi en annars hefði verið.

Tugir fyrrverandi stjórnenda banka fá bakreikninga

Rúmlega 30 fyrrverandi stjórnendur Glitnis og Kaupþings hafa fengið bakreikning frá skattayfirvöldum vegna söluréttasamninga. Krefjast skattayfirvöld að samningarnir verði skattlagðir sem launatekjur en ekki fjármagnstekjur. Dæmi eru um að menn hafi hagnast um hálfan milljarð á samningunum.

Íslandsbanki opnar skrifstofu í New York

Íslandsbanki ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum með fjármálaráðgjöf við fjárfesta í sjávarútvegi og jarðvarmaorku. Til stendur að opna skrifstofu í New York og segir bankastjórinn að ímynd Íslands í þessum geirum hafi ekki laskast þrátt fyrir bankahrun.

Sekt Byko lækkuð um sex og hálfa milljón

Áfrýjunarnefnd Neytendamála lækkaði sekt Byko úr tíu milljónum króna niður í þrjár og hálfa milljón fyrir að hafa blekkt neytendur þegar Byko auglýsti 20 prósent afslátt af málningu sem reyndist ekki raunverulegur afsláttur.

Gjaldþrotum fjölgar um 6 prósent

Í mars 2010 voru 106 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta samanborið við 100 fyrirtæki í mars 2009, sem jafngildir 6% fjölgun milli ára.

Greiddu út ólöglegan arð upp á milljarða

Ríflega tvöhundruð fyrirtæki greiddu út ólögmætan arð á síðustu fimm árum samkvæmt fyrstu niðurstöðu skattayfirvalda. Grunur leikur á að arðgreiðslurnar nemi nokkrum milljörðum króna.

Jón ætlar að hreinsa mannorð sitt

Jón Sigurðsson, forstjóri Stoða, mótmælir harðlega ásökunum skattrannsóknarstjóra sem nú hefur krafist þess að eignir hans verði kyrrsettar. Hann segist ætla að hreinsa mannorð sitt.

Byggðastofnun tapaði þremur milljörðum í fyrra

Byggðastofnun tapaði 3 milljörðum kr. á síðasta ári. Samkvæmt ársreikningi er eigið fé stofnunarinnar rúmlega 1,1 milljarður kr. Eiginfjárhlutfall samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki er 4,92% en skal að lágmarki vera 8%.

Sjá næstu 50 fréttir