Play sé ekki að fara á hausinn Bjarki Sigurðsson skrifar 12. september 2025 20:02 Jens Þórðarson er fyrrverandi flugrekstrarstjóri Icelandair. Vísir/Lýður Valberg Heimildir fréttastofu herma að flugmenn Play hafi ráðist í óformlega verkfallsaðgerð í morgun. Forstjórinn segir fund í kjölfar aðgerðanna eingöngu hefðbundinn starfsmannafund. Sérfræðingur skilur að starfsmenn félagsins hafi áhyggjur af stöðu mála. Flugferð Play til Parísar var felld niður í morgun með aðeins fimmtán mínútna fyrirvara. Félagið segir ástæðuna vera veikindi í áhöfn og ekki hafi tekist að finna staðgengla. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að um hafi verið óformlegt verkfall flugmanna, vegna viðbragðsleysis Play við erindi Íslenska flugstéttafélagsins um áhyggjur vegna breytinga á breyttu rekstrarfyrirkomulagi flugfélagsins. Í kjölfar aflýsingarinnar var boðað til starfsmannafundar sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir ekki hafa verið tímamótafund. „Ekki neinar tilkynningar eða breytingar á neinni stefnu, nei,“ segir Einar. Erfiðar aðstæður Jens Þórðarson, fyrrverandi flugrekstrarstjóri hjá Icelandair, segir Play í erfiðri stöðu. „Það er náttúrulega mjög erfitt að reka fyrirtæki við þessar aðstæður. En áhugi Íslendinga á flugrekstri og á örlögum flugfélaga er mikill svo það er eðlilegt að þú sért í sviðsljósinu. Sérstaklega þegar fyrirtækið er skráð markað. Hins vegar, ef maður horfir fram hjá þessari umfjöllun, er staða félagsins orðin mun sterkari eftir þessa fjármögnun sem var kláruð á dögunum,“ segir Jens. Aðalspurningin sem almenningur hefur alltaf er hvort Play sé að fara á hausinn. Hvernig metur þú þetta, er Play að fara á hausinn? „Þegar félag er nýbúið að landa tveggja og hálfs milljarðs fjármögnun, hún er auðvitað á háum vöxtum og annað, en þá er félagið ekki á leiðinni í gjaldþrot, það liggur alveg fyrir. Þeir fjárfestar sem eru á bak við það myndu aldrei taka ákvörðun um að fara inn í slíkt. En flugrekstur er sveiflukenndur og hann er oft á tíðum erfiður,“ segir Jens. Áhyggjurnar haldi áfram Hann skilur það að starfsmenn Play hafi áhyggjur af framhaldinu. „Óhjákvæmilega geta stjórnendur örugglega ekki svarað öllum spurningum sem starfsmenn hafa um framtíðina. Það náttúrulega eykur á áhyggjurnar. Ég skil ofboðslega vel að fólk hafi áhyggjur við þessar aðstæður og það mun örugglega halda eitthvað áfram á meðan það er ekki búið að ganga frá öllum þráðum,“ segir Jens. Play Fréttir af flugi Kauphöllin Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira
Flugferð Play til Parísar var felld niður í morgun með aðeins fimmtán mínútna fyrirvara. Félagið segir ástæðuna vera veikindi í áhöfn og ekki hafi tekist að finna staðgengla. Heimildir fréttastofu herma hins vegar að um hafi verið óformlegt verkfall flugmanna, vegna viðbragðsleysis Play við erindi Íslenska flugstéttafélagsins um áhyggjur vegna breytinga á breyttu rekstrarfyrirkomulagi flugfélagsins. Í kjölfar aflýsingarinnar var boðað til starfsmannafundar sem Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, segir ekki hafa verið tímamótafund. „Ekki neinar tilkynningar eða breytingar á neinni stefnu, nei,“ segir Einar. Erfiðar aðstæður Jens Þórðarson, fyrrverandi flugrekstrarstjóri hjá Icelandair, segir Play í erfiðri stöðu. „Það er náttúrulega mjög erfitt að reka fyrirtæki við þessar aðstæður. En áhugi Íslendinga á flugrekstri og á örlögum flugfélaga er mikill svo það er eðlilegt að þú sért í sviðsljósinu. Sérstaklega þegar fyrirtækið er skráð markað. Hins vegar, ef maður horfir fram hjá þessari umfjöllun, er staða félagsins orðin mun sterkari eftir þessa fjármögnun sem var kláruð á dögunum,“ segir Jens. Aðalspurningin sem almenningur hefur alltaf er hvort Play sé að fara á hausinn. Hvernig metur þú þetta, er Play að fara á hausinn? „Þegar félag er nýbúið að landa tveggja og hálfs milljarðs fjármögnun, hún er auðvitað á háum vöxtum og annað, en þá er félagið ekki á leiðinni í gjaldþrot, það liggur alveg fyrir. Þeir fjárfestar sem eru á bak við það myndu aldrei taka ákvörðun um að fara inn í slíkt. En flugrekstur er sveiflukenndur og hann er oft á tíðum erfiður,“ segir Jens. Áhyggjurnar haldi áfram Hann skilur það að starfsmenn Play hafi áhyggjur af framhaldinu. „Óhjákvæmilega geta stjórnendur örugglega ekki svarað öllum spurningum sem starfsmenn hafa um framtíðina. Það náttúrulega eykur á áhyggjurnar. Ég skil ofboðslega vel að fólk hafi áhyggjur við þessar aðstæður og það mun örugglega halda eitthvað áfram á meðan það er ekki búið að ganga frá öllum þráðum,“ segir Jens.
Play Fréttir af flugi Kauphöllin Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Fleiri fréttir Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Sjá meira