Viðskipti innlent

Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir afskrifa 86 milljarða

LSR hefur fært tæplega 54% af heildarvirði skuldabréfa sjóðsins á fyrirtæki og fjármálastofnanir verið fært á afskriftarreikning.
LSR hefur fært tæplega 54% af heildarvirði skuldabréfa sjóðsins á fyrirtæki og fjármálastofnanir verið fært á afskriftarreikning.

Þrír stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa afskrifað 86 milljarða króna vegna skuldabréfa fyrirtækja og fjármálastofnanna frá bankahruninu haustið 2008. Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag.

Af þessari upphæð hefur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) afskrifað mest eða 37 milljarðar króna. Líferyissjóður verslunarmanna hefur afskrifað 26 milljarða króna og Gildi hefur afskrifað 23 milljarða króna.

Í Viðskiptablaðinu segir að þetta komi fram í uppgjörsgögnum frá sjóðunum þremur og upplýsingum frá stjórnendum þeirra. Sjóðirnir þrír halda samanlagt á um helming eigna íslenska lífeyrissjóðakerfisins.

LSR hefur fært tæplega 54% af heildarvirði skuldabréfa sjóðsins á fyrirtæki og fjármálastofnanir verið fært á afskriftarreikning.

Í níu mánaða uppgjöri Lífeyrissjóðs Verslunarmanna kemur fram að skuldabréf í eigu sjóðsins útgefin af fjármálastofnunum og fyrirtækjum hafi verið færð niður um 22 milljarða króna. Það þýðir að skuldabréfin hafa verið tekin niður um 50,4%.

Í ársskýrslu Gildis segir að samtals hafi verið gjaldfærðar um 23 milljarðar króna „vegna áætlaðra tapa á skuldabréfum fyrirtækja og fjármálastofnanna þessi tvö ár." Sjóðurinn hefur því fært niður virði þessara skuldabréfa um tæp 66%.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×