Viðskipti innlent

Álftanes rekið með 322 milljóna tapi í fyrra

Meginhlutverk fjárhaldsstjórnar er að leggja fram fjárhagsáætlun fyrri næstu tvö fjárhagsár sem sýnir fram á hallalausan rekstur.
Meginhlutverk fjárhaldsstjórnar er að leggja fram fjárhagsáætlun fyrri næstu tvö fjárhagsár sem sýnir fram á hallalausan rekstur.
Rekstrarniðurstaða fyrir A hluta sveitarfélagsins Álftanes varð neikvæð um 322 milljónir kr. á síðasta ári en það er 64 milljóna kr. verri útkoma er endurskoðuð fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

Í tilkynningu um uppgjörið segir að skatttekjur urðu 11 milljónum kr. hærri en gert var ráð fyrir í endurskoðaðri áætlun en aðrar tekjur umtalsvert lægri sem orsakast aðallega af sölu byggingarréttar. En ekki var öll sala byggingarréttar bókfærð af varúðarástæðum.

Laun og launatengd gjöld urðu um 28 milljónum kr. hærri en endurskoðuð áætlun, þar af var lífeyrisskuldbinding 17 milljónum kr. hærri en áætlun og launatengd gjöld um 9 milljónum kr. umfram áætlun. Fjármagnsliðir voru áætlaðir 280 milljónir kr. en urðu 267 milljónir kr. eða 13 milljónum kr. lægri en ætlað var.

Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum nam 129 milljónum kr. en var áætluð 1.207 milljónir kr. Í áætlun var gert ráð fyrir eignfærslu leigusamnings við Búmenn hsf. en hann er færður meðal skuldbindinga í uppgjörinu. Á árinu var tekið langtímalán að fjárhæð 763 milljónum kr. og skammtímalán að fjárhæð 200 milljónum kr. Afborganir lána námu 735 milljónum kr.

„Sveitarfélagið á í miklum greiðsluerfiðleikum og hefur sveitarfélagið leitað til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga og ráðherra skipaði sveitarfélaginu fjárhaldsstjórn í febrúar sl. Fjárhaldsstjórn hefur tekið við stjórn fjármála sveitarfélagsins og er bæjarstjórn óheimilt að inna greiðslur af hend án samþykkis hennar.

Meginhlutverk fjárhaldsstjórnar er að leggja fram fjárhagsáætlun fyrri næstu tvö fjárhagsár sem sýnir fram á hallalausan rekstur. Vegna þessarar óvissu er áritun óháðra endurskoðenda með fyrirvara," segir í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×