Viðskipti innlent

Stýrivextir lækkaðir um 0,5 prósentustig

Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,5 prósentustig.

Í tilkynningu segir að vextir á viðskiptareikningum innlánsstofnana lækka í 7,0% og hámarksvextir á 28 daga innstæðubréfum í 8,25%. Vextir á lánum gegn veði til sjö daga lækka í 8,5% og daglánavextir í 10,0%.

Þessi lækkun er í takt við spár sérfræðinga sem gert höfðu ráð fyrir lækkun upp á 0,5 til 0,75 prósentustig.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×