Viðskipti innlent

Mikilvægt að setja dyggðir á stall

Á sama tíma og kirkjan hefur reynt að halda Íslendingum við efnið í siðferðismálum hefur hún átt undir högg að sækja. Það skýtur skökku við þegar mikilvægt er að halda dyggðir í heiðri, að sögn framkvæmdastjóra SA. Markaðurinn/GVA
Á sama tíma og kirkjan hefur reynt að halda Íslendingum við efnið í siðferðismálum hefur hún átt undir högg að sækja. Það skýtur skökku við þegar mikilvægt er að halda dyggðir í heiðri, að sögn framkvæmdastjóra SA. Markaðurinn/GVA

„Bankahrunið er dæmi um það hvað þeir lestir sem fylgt hafa mannkyninu alla tíð geta leitt okkur í ef við leyfum þeim að ná tökum á okkur,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um þann lærdóm sem viðskiptalífið getur dregið af rannsóknarskýrslunni. Hann segir græði, óhóf og hroka hafa verið ofarlega á blaði í viðskiptalífinu fyrir hrun.

Vilhjálmur segir nauðsynlegt að halda í heiðri þær dyggðir sem mannkynið hafi á stundum iðkað, sérstaklega heiðarleika, hófsemi og heilbrigðan metnað. Hann telur ekki að breyta þurfi skólakerfinu til að koma í veg fyrir að viðskiptalífið fari aftur í sömu hjólförin.

„Þetta snýst frekar um stöðu siðferðisboðskapar í samfélaginu,“ segir hann og bendir á að það skjóti skökku við að á sama tíma og kirkjan hafi reynt að halda Íslendingum við efnið í siðferðismálum hafi hún átt undir högg að sækja síðustu ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×