Ólíklegra en áður að Icesave breyti lánshæfismati 5. maí 2010 11:12 „Þótt horfur um lánshæfismat ríkissjóðs hafi batnað, gætir enn vissrar óvissu um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum." Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það sé ólíklegra en áður að tafir á lausn á Icesavedeilunni muni hafa áhrif á lánshæfismati landsins. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á fundi í Seðlabankanum sem nú stendur yfir. Á fundinum var gherð grein fyrir vaxtalækkun bankans í morgun.„Þótt spá um hjöðnun verðbólgu og slaki í þjóðarbúskapnum gæti gefið tilefni til meiri lækkunar vaxta, gefa nokkrir gagnverkandi þættir tilefni til varfærni. Krónan hefur lítið styrkst frá síðustu vaxtaákvörðun.Skuldatryggingarálag er enn hátt, þótt það hafi lækkað umtalsvert frá því það var hæst snemma á þessu ári og óróleikinn í tengslum við fjárhagsvanda gríska ríkisins hafi haft fremur takmörkuð áhrif," segir Már.„Þótt horfur um lánshæfismat ríkissjóðs hafi batnað, gætir enn vissrar óvissu um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Að lokinni annarri endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ættu áhyggjur af getu ríkissjóðs til þess að standa í skilum vegna lána sem falla á gjalddaga árin 2011 og 2012 að vera úr sögunni.Því er ólíklegra en áður að frekari töf á lausn Icesave-deilunnar hafi áhrif á lánshæfismat Íslands. Hins vegar væri áhættusamt að leysa gjaldeyrishöftin, sem hingað til hafa skýlt krónunni fyrir áhrifum tafa á lausn deilunnar, fyrr en frekari fjármögnun í tengslum við efnahagsáætlunina er í höfn. Því mun lausn gjaldeyrishafta tefjast þar til samkomulag næst eða þar til þriðju endurskoðun áætlunarinnar er lokið.Óvissan um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum í framtíðinni takmarkar enn svigrúm peningastefnunefndarinnar, þótt í minna mæli sé en fyrir aðra endurskoðun efnahagsáætlunarinnar.Haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðni eins og spáð er, ættu forsendur þess að draga smám saman úr peningalegu aðhaldi þó að vera áfram til staðar. Eins og ávallt er nefndin reiðubúintil að breyta aðhaldi peningastefnunnar eins og nauðsynlegt er með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengisstöðugleika og í því skyni að tryggja að verðbólga verði nálægt markmiði til lengri tíma litið." Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að það sé ólíklegra en áður að tafir á lausn á Icesavedeilunni muni hafa áhrif á lánshæfismati landsins. Þetta kom fram í máli seðlabankastjóra á fundi í Seðlabankanum sem nú stendur yfir. Á fundinum var gherð grein fyrir vaxtalækkun bankans í morgun.„Þótt spá um hjöðnun verðbólgu og slaki í þjóðarbúskapnum gæti gefið tilefni til meiri lækkunar vaxta, gefa nokkrir gagnverkandi þættir tilefni til varfærni. Krónan hefur lítið styrkst frá síðustu vaxtaákvörðun.Skuldatryggingarálag er enn hátt, þótt það hafi lækkað umtalsvert frá því það var hæst snemma á þessu ári og óróleikinn í tengslum við fjárhagsvanda gríska ríkisins hafi haft fremur takmörkuð áhrif," segir Már.„Þótt horfur um lánshæfismat ríkissjóðs hafi batnað, gætir enn vissrar óvissu um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Að lokinni annarri endurskoðun efnahagsáætlunar íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins ættu áhyggjur af getu ríkissjóðs til þess að standa í skilum vegna lána sem falla á gjalddaga árin 2011 og 2012 að vera úr sögunni.Því er ólíklegra en áður að frekari töf á lausn Icesave-deilunnar hafi áhrif á lánshæfismat Íslands. Hins vegar væri áhættusamt að leysa gjaldeyrishöftin, sem hingað til hafa skýlt krónunni fyrir áhrifum tafa á lausn deilunnar, fyrr en frekari fjármögnun í tengslum við efnahagsáætlunina er í höfn. Því mun lausn gjaldeyrishafta tefjast þar til samkomulag næst eða þar til þriðju endurskoðun áætlunarinnar er lokið.Óvissan um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum í framtíðinni takmarkar enn svigrúm peningastefnunefndarinnar, þótt í minna mæli sé en fyrir aðra endurskoðun efnahagsáætlunarinnar.Haldist gengi krónunnar stöðugt eða styrkist, og verðbólga hjaðni eins og spáð er, ættu forsendur þess að draga smám saman úr peningalegu aðhaldi þó að vera áfram til staðar. Eins og ávallt er nefndin reiðubúintil að breyta aðhaldi peningastefnunnar eins og nauðsynlegt er með hliðsjón af því tímabundna markmiði hennar að stuðla að gengisstöðugleika og í því skyni að tryggja að verðbólga verði nálægt markmiði til lengri tíma litið."
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira