Viðskipti innlent

Landsvaki og Landsbanki sýknaðir í sjóðamáli

Landsvaki og Landsbankinn voru í dag sýknaðir í máli 16 einstaklinga sem höfðuðu mál vegna peningamarkaðssjóða bankans. Sambærilegur dómur féll í máli 18 einstaklinga í október.

Dómurinn sýknaði stefndu af aðalkröfu en féllst að hluta til á varakröfu stefnenda. Samkvæmt dómnum hefði Landsvaki átt að lækka gengi sjóðsins þann 10. september 2008 vegna frétta um að líkur væru á að ábyrgð vegna XL Leisure Group myndi falla á Eimskip. Þannig hefðu þeir sem innleystu á tímabilinu frá 10. september 2008 til lokunar 6. október fengið of hátt verð fyrir eignarhlut sinn í sjóðnum og þeir sem eftir sátu hafi orðið fyrir tjóni.

Þá segir í dómnum að markaðssetning á sjóðnum hafi á engan hátt verið villandi. Fyrri dómnum hefur verið áfrýjað til hæstaréttar og er líklegt að dómurinn í dag muni fara sömu leið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×