Viðskipti innlent

Ásmundur hættir eftir áramót

samkomulagið handsalað Fjármálaráðherrann og bankastjórinn tókust í hendur eftir að skrifað var undir samkomulag um uppgjör eigna og skulda gamla og nýja Landsbankans. Fréttablaðið/GVA
samkomulagið handsalað Fjármálaráðherrann og bankastjórinn tókust í hendur eftir að skrifað var undir samkomulag um uppgjör eigna og skulda gamla og nýja Landsbankans. Fréttablaðið/GVA

Endanlegt uppgjör NBI er ekki lokið að fullu. Eftir því sem næst verður komist stefnir bankinn á að birta uppgjör síðasta árs á milli jóla og nýárs og líkur á að níu mánaða uppgjör liggi þá fyrir.

Þegar samþykki Fjármálaeftir­litsins um uppgjör bankans liggur fyrir mun verða boðað til hluthafafundar NBI. Líklegt er að það verði skömmu eftir áramót. Í kjölfarið verða stjórnarskipti og munu kröfuhafar fá einn mann í bankaráð NBI í krafti nítján prósenta hlutar í bankanum á móti fjórum frá íslenska ríkinu.

Nýtt bankaráð mun ráða nýjan bankastjóra til að taka við af Ásmundi Stefánssyni, sem fram til þessa hefur verið lausráðinn. Reiknað er með að Bankasýsla ríkisins auglýsi stöðu hans fljótlega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×