Viðskipti innlent

AGS gerir ráð fyrir hagvexti á næsta ári á Íslandi

Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) segir að þrátt fyrir þá miklu erfiðleika sem steðji að íslensku efnahagslífi sé kreppan á Íslandi mildari en búist var við upphaflega. Sjóðurinn gerir ráð fyrir að hagvöxtur verði árið 2010.

Samdráttur landsframleiðslu sé á bilinu 7-8% í ár, en ekki 10-11% eins og spáð hafi verið í fyrstu. Þetta kom fram í máli Mark Flanagan, yfirmanns sendinefndarinnar, á fréttamannafundi í dag.

Þá muni peningamálastefnan tryggja að stöðugleiki náist í gengismálum í náinni framtíð auk þess sem tök náist á verðbólgunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×