Viðskipti innlent

Applicon þróar kerfi fyrir sænska banka

Nýherjafélagið Applicon hefur í samvinnu við systurfélag sitt í Svíþjóð þróað sérhæft kerfi fyrir regluverði banka. Kerfið, sem nefnist PeTra, tryggir öruggt verklag og eftirlit með verðbréfaviðskiptum bankastarfsmanna og starfsmanna opinberra stofnana. Kerfið er meðal annars í notkun hjá nokkrum af stærstu bönkum Norðurlanda, meðal annars Nordea, SEB bankinn og Carnegie.

Í tilkynningu segir að mikil umskipti hafa orðið í starfsemi hugbúnaðarfélagsins Applicon en um helmingur þjónustutekna þessa kemur nú erlendis frá. Félagið hefur á skömmum tíma unnið fyrir hollensku bankasamstæðuna ING, sænska bílaframleiðandann Volvo og danska skóframleiðandann ECCO.

Ingimar Bjarnason framkvæmdastjóri Applicon á Íslandi segir að verkefnaöflun Applicon erlendis sé afleiðing efnahagsástandsins hér á landi. „Við hófum markvissa sölumennsku erlendis á fyrsta ársfjórðungi og höfum náð ágætis árangri," ." segir Ingimar í tilkynningunni.

"Við höfum þurft að byggja upp þekkingu á erlendri markaðssetningu mjög hratt og læra að vinna með annars konar fyrirtækjum og aðlaga okkur að nýjum verkferlum. Árangurinn er sá að um helmingur þjónustutekna kemur erlendis frá og við höfum markað þá stefnu að hafa að minnsta kosti 5 manns í verkefnum erlendis að staðaldri

Ingimar segir að með því að fjölga verkefnum erlendis hafi félaginu tekist að vernda störf, bætt við sig þekkingu og skapað traustar gjaldeyristekjur. „Við erum komin á lygnan sjó og ráðgjafar Applicon eru uppteknir í spennandi verkefnum um þessar mundir. Í raun má segja að við séum að fullnýta þann mannaafla sem hjá okkur starfar og við erum vongóð um að halda þeirri þróun áfram."

Applicon er norrænt ráðgjafar- og þjónustufyrirtæki í viðskiptahugbúnaði. Applicon starfar á Íslandi, Danmörku og Svíþjóð og er í eigu Nýherja. Hjá Applicon félögum starfa um 170 manns.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×