Skuldatryggingarálag ríkissjóðs lækkar að nýju 15. desember 2009 12:38 Eftir töluverða hækkun skuldatryggingarálags íslenska ríkisins í síðustu viku þegar álagið til fimm ára fór upp í 461 punkta (mæling CMA 10. desember s.l.) hefur það lækkað lítillega og stendur nú í 436 punktum. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að nokkur titrings gætti á mörkuðum í kjölfar fréttanna af ástandinu í Dubai í lok nóvember enda eiga margir bankar mikla hagsmuni að gæta. Hækkunin í síðustu viku var því ekkert einsdæmi en t.a.m. hækkaði áhættuálag Lettlands úr 528 punktum í 552 punkta, Írlands úr 153 punktum í 169 punkta og Grikklands úr 191 punktum í 232 punktum. Þess má geta að matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfiseinkunn Grikklands fyrir langtímaskuldbindingar úr A- í BBB+ í síðustu viku og eru einkunnir þess áfram á neikvæðum horfum. Er Grikkland nú með næstlægsta lánshæfismat hjá Fitch, þ.e. á eftir Íslandi, af þróuðum ríkjum. Í gær tilkynntu stjórnvöld í Dubai um að þau hefðu fengið 10 milljarða dollara að láni frá nágrannaríki sínu Abu Dhabi. Á lánið að vera notað til þess að standa straum af skammtíma skuldbindingum furstadæmisins og voru ríflega 4 milljarðar af því settir inn í eignarhaldsfélagið Dubai World, sem er í ábyrgð furstadæmisins. Virðist því sú óvissa sem ríkt hefur vegna skuldastöðu og afborgana Dubai vera liðin hjá í bili a.m.k. með þessari lánveitingu en flestir höfðu reiknað með að ekki tækist að greiða upp skuldabréf Nakheel, þ.e. dótturfélags Dubai World, þegar þau kæmu á gjalddaga. Þessi tíðindi hafa haft jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaði víða og auk þess virðist áhættufælni markaðsaðila hafa minnkað nokkuð sem m.a. má sjá í lækkun skuldatryggingarálags Dubai, úr 540 punktum í 431 punkta. Skuldatryggingaálag annarra ríkja hefur jafnframt lækkað nokkuð þ.m.t. þeirra sem nefnd voru hér að ofan, að Grikklandi undanskildu. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Eftir töluverða hækkun skuldatryggingarálags íslenska ríkisins í síðustu viku þegar álagið til fimm ára fór upp í 461 punkta (mæling CMA 10. desember s.l.) hefur það lækkað lítillega og stendur nú í 436 punktum. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að nokkur titrings gætti á mörkuðum í kjölfar fréttanna af ástandinu í Dubai í lok nóvember enda eiga margir bankar mikla hagsmuni að gæta. Hækkunin í síðustu viku var því ekkert einsdæmi en t.a.m. hækkaði áhættuálag Lettlands úr 528 punktum í 552 punkta, Írlands úr 153 punktum í 169 punkta og Grikklands úr 191 punktum í 232 punktum. Þess má geta að matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfiseinkunn Grikklands fyrir langtímaskuldbindingar úr A- í BBB+ í síðustu viku og eru einkunnir þess áfram á neikvæðum horfum. Er Grikkland nú með næstlægsta lánshæfismat hjá Fitch, þ.e. á eftir Íslandi, af þróuðum ríkjum. Í gær tilkynntu stjórnvöld í Dubai um að þau hefðu fengið 10 milljarða dollara að láni frá nágrannaríki sínu Abu Dhabi. Á lánið að vera notað til þess að standa straum af skammtíma skuldbindingum furstadæmisins og voru ríflega 4 milljarðar af því settir inn í eignarhaldsfélagið Dubai World, sem er í ábyrgð furstadæmisins. Virðist því sú óvissa sem ríkt hefur vegna skuldastöðu og afborgana Dubai vera liðin hjá í bili a.m.k. með þessari lánveitingu en flestir höfðu reiknað með að ekki tækist að greiða upp skuldabréf Nakheel, þ.e. dótturfélags Dubai World, þegar þau kæmu á gjalddaga. Þessi tíðindi hafa haft jákvæð áhrif á hlutabréfamarkaði víða og auk þess virðist áhættufælni markaðsaðila hafa minnkað nokkuð sem m.a. má sjá í lækkun skuldatryggingarálags Dubai, úr 540 punktum í 431 punkta. Skuldatryggingaálag annarra ríkja hefur jafnframt lækkað nokkuð þ.m.t. þeirra sem nefnd voru hér að ofan, að Grikklandi undanskildu.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira