Viðskipti innlent

Skyr selst stöðugt betur í Danmörku

Skyr selst stöðugt betur í Danmörku og allar horfur eru á að söluaukningin í ár nemi um 5% miðað við árið í fyrra. Fjallað er um málið á vefsíðu Landssambands kúabænda (LK).

Á vefsíðunni segir að síðan 2006 hefur Thise Mejeri í Danmörku framleitt skyr með framleiðsluleyfi frá MS. Í tengslum við stefnumótunarvinnu um útflutning mjólkurvara, óskaði framkvæmdastjóri LK eftir upplýsingum frá hinu danska mjólkursamlagi um hvernig salan gengi.

Þar er skemmst frá að segja að hún hefur gengið vel, "vores Skyr produkter stadig er et hit" og að stöðug aukning hafi verið í sölunni. Nú fyrir miðjan desember er salan það sem af er ári orðin meiri en allt árið í fyrra. Ef salan er jöfn út árið, er það um 5% aukning frá sl. ári.

Thise framleiðir 3 tegundir af skyri úr lífrænni mjólk, hreint skyr, með jarðaberjabragði og peru- og bananbragði. Það var sett á markað 16. maí 2006 og sagði Guðni Ágústsson, þáverandi ráðherra landbúnaðarmála, við það tækifæri að skyr væri leyndarmálið á bak við þá staðreynd, að frá Íslandi kæmu sterkustu karlar og fallegustu konur á jarðríki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×