Lánaði sér sjálfum sama dag og eignir voru kyrrsettar Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. desember 2009 19:09 Landsbankinn lánaði milljarða króna til hlutabréfakaupa í sjálfum sér, sama dag og eignir hans voru kyrrsettar með leynd, þriðja október í fyrra. Ráðamenn fullyrtu tveimur dögum síðar að ekki væri þörf á aðgerðum vegna bankanna. Morgunblaðið greinir frá því í dag að breska fjármálaeftirlitið hafi kyrrsett eignir Landsbankans með leynd föstudaginn 3. október 2008. Þetta er þremur dögum áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi og fimm dögum áður en Bretar beittu hryðjuverkalögunum gegn Landsbankanum og Seðlabankanum. Þessa sömu helgi var almenningi á Íslandi talin trú um að ekki væri þörf á sérstökum aðgerðum fyrir íslenskt bankakerfi. Sama dag og þessar aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins stóðu yfir í Lundúnum hinn 3. október var Landsbankinn heima í Reykjavík að lána Imon ehf., eignarhaldsfélagi Magnúsar Ármann, stórar upphæðir til þess að kaupa hlutabréf í bankanum, en heildarumfang viðskiptanna var um fimm milljarðar króna. Velta má fyrir sér hver ábyrgð stjórnenda bankans var með að heimila veitingu slíks láns, þ.e að veita milljarða króna lán til hlutabréfakaupa í Landsbankanum á sama tíma og verið var að kyrrsetja eignir hans vegna erfiðrar lausafjárstöðu. Má í raun segja að stjórnendur bankans hafi gefið grænt ljós á lán sem yfirgnæfandi líkur voru á að færi forgörðum. Eftir viðskipti föstudagsins 3. október 2008 var Imon ehf. orðinn fjórði stærsti hluthafi Landsbankans með 4% hlut. Sem kunnugt er fór FME ofan í saumana á þessum viðskiptum og lauk þeirri rannsókn með kæru til sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun. Nú hefur tugur manna verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina og bæði Magnús Ármann og Sigurjón Árnason hafa stöðu grunaðra. Ekki náðist í dag í þá Sigurjón og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Landsbankinn lánaði milljarða króna til hlutabréfakaupa í sjálfum sér, sama dag og eignir hans voru kyrrsettar með leynd, þriðja október í fyrra. Ráðamenn fullyrtu tveimur dögum síðar að ekki væri þörf á aðgerðum vegna bankanna. Morgunblaðið greinir frá því í dag að breska fjármálaeftirlitið hafi kyrrsett eignir Landsbankans með leynd föstudaginn 3. október 2008. Þetta er þremur dögum áður en neyðarlögin voru sett á Íslandi og fimm dögum áður en Bretar beittu hryðjuverkalögunum gegn Landsbankanum og Seðlabankanum. Þessa sömu helgi var almenningi á Íslandi talin trú um að ekki væri þörf á sérstökum aðgerðum fyrir íslenskt bankakerfi. Sama dag og þessar aðgerðir breska fjármálaeftirlitsins stóðu yfir í Lundúnum hinn 3. október var Landsbankinn heima í Reykjavík að lána Imon ehf., eignarhaldsfélagi Magnúsar Ármann, stórar upphæðir til þess að kaupa hlutabréf í bankanum, en heildarumfang viðskiptanna var um fimm milljarðar króna. Velta má fyrir sér hver ábyrgð stjórnenda bankans var með að heimila veitingu slíks láns, þ.e að veita milljarða króna lán til hlutabréfakaupa í Landsbankanum á sama tíma og verið var að kyrrsetja eignir hans vegna erfiðrar lausafjárstöðu. Má í raun segja að stjórnendur bankans hafi gefið grænt ljós á lán sem yfirgnæfandi líkur voru á að færi forgörðum. Eftir viðskipti föstudagsins 3. október 2008 var Imon ehf. orðinn fjórði stærsti hluthafi Landsbankans með 4% hlut. Sem kunnugt er fór FME ofan í saumana á þessum viðskiptum og lauk þeirri rannsókn með kæru til sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun. Nú hefur tugur manna verið yfirheyrður í tengslum við rannsóknina og bæði Magnús Ármann og Sigurjón Árnason hafa stöðu grunaðra. Ekki náðist í dag í þá Sigurjón og Halldór J. Kristjánsson, fyrrverandi bankastjóra, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira