Samkomulag við AGS um aðra endurskoðun Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. desember 2009 06:00 Á fundi í Seðlabankanum Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) með aðsetur hér á landi og Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, kynntu niðurstöður viðræðna sem fram hafa farið frá mánaðamótum vegna annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda. Fréttablaið/GVA Náðst hefur samkomulag milli stjórnvalda og starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar þeirra sem stjórnvöld og sjóðurinn komu sér saman um í nóvember í fyrra. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS með aðsetur hér á landi og Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS um málefni Íslands, kynntu niðurstöðu viðræðna sem staðið hafa frá fyrsta desember á fundi í Seðlabankanum í gær. Fram kom á fundi þeirra að slakað hefur verið á kröfu um niðurskurð hjá ríkinu frá fyrri áætlun. Núna er gert ráð fyrir að niðurskurður nemi 4,5 prósentum af landsframleiðslu, í stað 5,5 prósenta áður. „Hvar nákvæmlega verður skorið niður er stjórnvalda og almennings á Íslandi að ákveða,“ áréttaði Flanagan, og taldi að með áætluninni væri gætt að lykilþáttum í uppbyggingu norræns velferðarsamfélags. Flanagan sagði að í viðræðunum hafi verið lögð áhersla á fjárhagsáætlun ríkisins 2010, leiðir til að stýra opinberum skuldum og skref til að endurfjármagna fjármálakerfið og styrkja regluverk þess. Stjórnvöld og sendinefndin vænta þess að í janúar verði búið að hrinda í framkvæmd öllum stefnumarkandi aðgerðum sem varða aðra endurskoðun áætlunarinnar. „Að því gefnu að fjármögnun áætlunarinnar sé trygg má ætla að leggja megi endurskoðunina fyrir framkvæmdastjórn AGS,“ bætti hann við. Flanagan segir að þótt sendinefndinni sé ljóst að hagkerfi landsins standi frammi fyrir erfiðri aðlögun þá hafi aðgerðir, sem þegar hafi verið gripið til, orðið til þess að gera samdráttinn minni en búist hafi verið við. Hann sagði búist við að hagvöxtur taki við sér á ný þegar á næsta ári og að með styrkri stjórn peningamála væru innan seilingar markmið hvað varðar stöðugleika krónunnar og verðbólgu. Sendinefndin komst að því að horfur hafi batnað hvað varðar opinberar skuldir, en í því speglast endurfjármögnun tveggja stóru bankanna. Þá séu heildaskuldirnar líka heldur lægri, en erlendar skuldir einkafyrirtækja hærri en búist hafi verið við. „Heildarbyrði erlendra skulda er því aðeins yfir fyrri áætlunum,“ sagði hann, en áréttaði að þær væru viðráðanlegar. Gert er ráð fyrir að heildarskuldabyrði þjóðarinnar verði nær 307 prósentum af landsframleiðslu, nokkuð undir orðrómi um annað, að sögn Flanagans. Inni í þeim útreikningum er bæði endurfjármögnun bankanna og kostnður vegna Icesave. Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira
Náðst hefur samkomulag milli stjórnvalda og starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar þeirra sem stjórnvöld og sjóðurinn komu sér saman um í nóvember í fyrra. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS með aðsetur hér á landi og Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS um málefni Íslands, kynntu niðurstöðu viðræðna sem staðið hafa frá fyrsta desember á fundi í Seðlabankanum í gær. Fram kom á fundi þeirra að slakað hefur verið á kröfu um niðurskurð hjá ríkinu frá fyrri áætlun. Núna er gert ráð fyrir að niðurskurður nemi 4,5 prósentum af landsframleiðslu, í stað 5,5 prósenta áður. „Hvar nákvæmlega verður skorið niður er stjórnvalda og almennings á Íslandi að ákveða,“ áréttaði Flanagan, og taldi að með áætluninni væri gætt að lykilþáttum í uppbyggingu norræns velferðarsamfélags. Flanagan sagði að í viðræðunum hafi verið lögð áhersla á fjárhagsáætlun ríkisins 2010, leiðir til að stýra opinberum skuldum og skref til að endurfjármagna fjármálakerfið og styrkja regluverk þess. Stjórnvöld og sendinefndin vænta þess að í janúar verði búið að hrinda í framkvæmd öllum stefnumarkandi aðgerðum sem varða aðra endurskoðun áætlunarinnar. „Að því gefnu að fjármögnun áætlunarinnar sé trygg má ætla að leggja megi endurskoðunina fyrir framkvæmdastjórn AGS,“ bætti hann við. Flanagan segir að þótt sendinefndinni sé ljóst að hagkerfi landsins standi frammi fyrir erfiðri aðlögun þá hafi aðgerðir, sem þegar hafi verið gripið til, orðið til þess að gera samdráttinn minni en búist hafi verið við. Hann sagði búist við að hagvöxtur taki við sér á ný þegar á næsta ári og að með styrkri stjórn peningamála væru innan seilingar markmið hvað varðar stöðugleika krónunnar og verðbólgu. Sendinefndin komst að því að horfur hafi batnað hvað varðar opinberar skuldir, en í því speglast endurfjármögnun tveggja stóru bankanna. Þá séu heildaskuldirnar líka heldur lægri, en erlendar skuldir einkafyrirtækja hærri en búist hafi verið við. „Heildarbyrði erlendra skulda er því aðeins yfir fyrri áætlunum,“ sagði hann, en áréttaði að þær væru viðráðanlegar. Gert er ráð fyrir að heildarskuldabyrði þjóðarinnar verði nær 307 prósentum af landsframleiðslu, nokkuð undir orðrómi um annað, að sögn Flanagans. Inni í þeim útreikningum er bæði endurfjármögnun bankanna og kostnður vegna Icesave.
Mest lesið Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Sjá meira