Samkomulag við AGS um aðra endurskoðun Óli Kristján Ármannsson skrifar 15. desember 2009 06:00 Á fundi í Seðlabankanum Franek Rozwadowski, sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) með aðsetur hér á landi og Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, kynntu niðurstöður viðræðna sem fram hafa farið frá mánaðamótum vegna annarrar endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda. Fréttablaið/GVA Náðst hefur samkomulag milli stjórnvalda og starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar þeirra sem stjórnvöld og sjóðurinn komu sér saman um í nóvember í fyrra. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS með aðsetur hér á landi og Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS um málefni Íslands, kynntu niðurstöðu viðræðna sem staðið hafa frá fyrsta desember á fundi í Seðlabankanum í gær. Fram kom á fundi þeirra að slakað hefur verið á kröfu um niðurskurð hjá ríkinu frá fyrri áætlun. Núna er gert ráð fyrir að niðurskurður nemi 4,5 prósentum af landsframleiðslu, í stað 5,5 prósenta áður. „Hvar nákvæmlega verður skorið niður er stjórnvalda og almennings á Íslandi að ákveða,“ áréttaði Flanagan, og taldi að með áætluninni væri gætt að lykilþáttum í uppbyggingu norræns velferðarsamfélags. Flanagan sagði að í viðræðunum hafi verið lögð áhersla á fjárhagsáætlun ríkisins 2010, leiðir til að stýra opinberum skuldum og skref til að endurfjármagna fjármálakerfið og styrkja regluverk þess. Stjórnvöld og sendinefndin vænta þess að í janúar verði búið að hrinda í framkvæmd öllum stefnumarkandi aðgerðum sem varða aðra endurskoðun áætlunarinnar. „Að því gefnu að fjármögnun áætlunarinnar sé trygg má ætla að leggja megi endurskoðunina fyrir framkvæmdastjórn AGS,“ bætti hann við. Flanagan segir að þótt sendinefndinni sé ljóst að hagkerfi landsins standi frammi fyrir erfiðri aðlögun þá hafi aðgerðir, sem þegar hafi verið gripið til, orðið til þess að gera samdráttinn minni en búist hafi verið við. Hann sagði búist við að hagvöxtur taki við sér á ný þegar á næsta ári og að með styrkri stjórn peningamála væru innan seilingar markmið hvað varðar stöðugleika krónunnar og verðbólgu. Sendinefndin komst að því að horfur hafi batnað hvað varðar opinberar skuldir, en í því speglast endurfjármögnun tveggja stóru bankanna. Þá séu heildaskuldirnar líka heldur lægri, en erlendar skuldir einkafyrirtækja hærri en búist hafi verið við. „Heildarbyrði erlendra skulda er því aðeins yfir fyrri áætlunum,“ sagði hann, en áréttaði að þær væru viðráðanlegar. Gert er ráð fyrir að heildarskuldabyrði þjóðarinnar verði nær 307 prósentum af landsframleiðslu, nokkuð undir orðrómi um annað, að sögn Flanagans. Inni í þeim útreikningum er bæði endurfjármögnun bankanna og kostnður vegna Icesave. Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Náðst hefur samkomulag milli stjórnvalda og starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um aðra endurskoðun efnahagsáætlunar þeirra sem stjórnvöld og sjóðurinn komu sér saman um í nóvember í fyrra. Franek Rozwadowski, sendifulltrúi AGS með aðsetur hér á landi og Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndar AGS um málefni Íslands, kynntu niðurstöðu viðræðna sem staðið hafa frá fyrsta desember á fundi í Seðlabankanum í gær. Fram kom á fundi þeirra að slakað hefur verið á kröfu um niðurskurð hjá ríkinu frá fyrri áætlun. Núna er gert ráð fyrir að niðurskurður nemi 4,5 prósentum af landsframleiðslu, í stað 5,5 prósenta áður. „Hvar nákvæmlega verður skorið niður er stjórnvalda og almennings á Íslandi að ákveða,“ áréttaði Flanagan, og taldi að með áætluninni væri gætt að lykilþáttum í uppbyggingu norræns velferðarsamfélags. Flanagan sagði að í viðræðunum hafi verið lögð áhersla á fjárhagsáætlun ríkisins 2010, leiðir til að stýra opinberum skuldum og skref til að endurfjármagna fjármálakerfið og styrkja regluverk þess. Stjórnvöld og sendinefndin vænta þess að í janúar verði búið að hrinda í framkvæmd öllum stefnumarkandi aðgerðum sem varða aðra endurskoðun áætlunarinnar. „Að því gefnu að fjármögnun áætlunarinnar sé trygg má ætla að leggja megi endurskoðunina fyrir framkvæmdastjórn AGS,“ bætti hann við. Flanagan segir að þótt sendinefndinni sé ljóst að hagkerfi landsins standi frammi fyrir erfiðri aðlögun þá hafi aðgerðir, sem þegar hafi verið gripið til, orðið til þess að gera samdráttinn minni en búist hafi verið við. Hann sagði búist við að hagvöxtur taki við sér á ný þegar á næsta ári og að með styrkri stjórn peningamála væru innan seilingar markmið hvað varðar stöðugleika krónunnar og verðbólgu. Sendinefndin komst að því að horfur hafi batnað hvað varðar opinberar skuldir, en í því speglast endurfjármögnun tveggja stóru bankanna. Þá séu heildaskuldirnar líka heldur lægri, en erlendar skuldir einkafyrirtækja hærri en búist hafi verið við. „Heildarbyrði erlendra skulda er því aðeins yfir fyrri áætlunum,“ sagði hann, en áréttaði að þær væru viðráðanlegar. Gert er ráð fyrir að heildarskuldabyrði þjóðarinnar verði nær 307 prósentum af landsframleiðslu, nokkuð undir orðrómi um annað, að sögn Flanagans. Inni í þeim útreikningum er bæði endurfjármögnun bankanna og kostnður vegna Icesave.
Mest lesið Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur