Viðskipti innlent

Bernanke bankastjóri maður ársins

Forsíða time Ben Bernanke seðlabankastjóri þykir hafa siglt bandarísku þjóðarskútunni hægt en örugglega í gegnum fjármálakreppuna. Fréttablaðið/AP
Forsíða time Ben Bernanke seðlabankastjóri þykir hafa siglt bandarísku þjóðarskútunni hægt en örugglega í gegnum fjármálakreppuna. Fréttablaðið/AP

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, er maður ársins, að mati bandaríska vikuritsins Time. Í umsögn tímaritsins segir, að seðlabankastjórinn hafi gegnt lykilhlutverki í þeim öldudal sem fjármálaheimurinn hafi siglt í gegnum í kreppunni og megi þakka honum fyrir hægan efnahagsbata í stað langvarandi kreppu.

Þá segir að Bernanke hafi óskorað vald yfir peningamálastefnu Bandaríkjanna og ráði miklu um örlög landsmanna. Á meðal annarra sem voru tilnefndir voru hershöfðinginn Stanley McChrystal, sem tók í vor við stjórn bandaríska hersins í Afganistan, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.

- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×