Fleiri fréttir

Frumvarp um innistæðutryggingar sveiflaði skuldabréfamarkaðinum

Hagfræðideild Landsbankans telur að miklar sveiflur á skuldabréfamarkaðinum í gærdag megi líkast til rekja til frumvarps efnahags- og viðskiptaráðherra til laga um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta sem gert er ráð fyrir að taki gildi um áramótin.

Skilanefnd Glitnis gæti eignast 10% í Actavis

Skilanefnd Glitnis gæti eignast 10 prósenta hlut Salt Investments, félags í eigu Róberts Wessman, í lyfjafyrirtækinu Actavis. Viðræður standa yfir við skilanefndina um uppgreiðslu á tæplega 20 milljarða króna skuld félagsins.

Gagnrýna ummæli um Ölgerðina

Samtök iðnaðarins segja með ólíkindum hvernig yfirmaður eftirlitssviðs ríkisskattstjóra dylgjar um rekstur og ákvarðanir Ölgerðarinnar og stjórnenda þess. Samtök iðnaðarins ætlast til þess að ríkisskattstjóri sjái til þess að slíkt endurtaki sig ekki.

Færeyingar taka sæti í stjórn tryggingarfélagsins Varðar

Samhliða því að endanlega hefur verið gengið frá kaupum Föroya Banki á tryggingarfélaginu Verði hefur ný stjórn Varðar verið kosin. Janus Petersen, bankastjóri Føroya Banka, og Jean Djurhuus, framkvæmdastjóri Trygd, koma nýir inn í stjórnina en Trygd er færeyskt tryggingafélag í eigu Føroya Banka.

Skuldatryggingarálag ríkisins lækkar að nýju

Eftir töluverða hækkun skuldatryggingarálags íslenska ríkisins í nóvember hefur það lækkað á undanförnum dögum. Hækkunin var mikil í síðustu viku og stóð áhættuálagið til fimm ára í 427 punktum síðastliðinn föstudag en hefur síðan lækkað um 35 punkta og stendur nú í 391 punktum.

Fyrsta aukning í bílasölu á síðustu 12 mánuðum

Í nóvember voru nýskráðir 152 bílar hér á landi og er það aukning frá sama tímabili í fyrra þegar nýskráðir voru 123 bílar. Aukningin er sú fyrsta sem mælist yfir tólf mánaða tímabil í nýskráningu bifreiða síðan í febrúar 2008, þ.e. við upphaf efnahagskreppunnar.

Sérhannaður vefur um fjármál heimila

Meniga.is er nýr heimilisfjármálavefur sem er sérhannaður til að aðstoða fólk við að stjórna heimilisfjármálun­um og nýta peningana sína sem best. Vefurinn hjálpar fólki að öðlast heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins, halda bókhald og bendir á raunhæfar leiðir til sparnaðar sem eru sérsniðnar að neyslumynstri hvers og eins.

Vöruskiptin hagstæð um 6 milljarða í nóvember

Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir nóvember 2009 var útflutningur 44,3 milljarðar króna og innflutningur 38,3 milljarðar króna. Vöruskiptin í nóvember voru því hagstæð um 6,0 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum.

Latabæ stefnt fyrir dómstóla vegna vangoldinna skulda

Skuldabréfaeigendur ætla að stefna Latabæ fyrir dómi til að fá vangoldnar skuldir greiddar. Verður aðfararbeiðni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. Latibær hefur ekki staðið skil á greiðslum af skuldabréfum upp á rúma 3 milljarða kr.

NIB hækkar vexti umtalsvert til íslenskra lánshafa

Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) sendi nokkrum sveitarfélögum og Lánasjóði sveitarfélaga erindi um að vextir á þeim lánum sem komin væru til endurskoðunar yrðu hækkaðir umtalsvert. Ástæðan væri verra lánshæfismat.

Skattayfirvöld geti rukkað fyrirtæki um milljarða króna

Skattyfirvöld geta í ljósi nýs skattafrumvarps rukkað fyrirtæki sem hafa farið í gegnum skuldsettar yfirtökur um marga milljarða króna. Heimild er til að taka upp framtöl fyrirtækjanna allt að sex ár aftur í tímann. Aðalsteinn Hákonarson, forstöðumaður eftirlitssviðs Ríkisskattstjóra segir mýmörg dæmi um að fyrirtæki hafi farið í slíkar skuldsettar yfirtökur.

Össur hækkaði um 2,27%

Össur hækkaði um 2,27% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag, en viðskiptin námu rúmum 28 milljónum króna. Icelandair hækkaði um 1,30% og Marel hækkaði um 0, 63%. Gengisvísitalan hækkaði um 0,5%.

Rúmlega 1.600 sagt upp í hópuppsögnum í ár

Vinnumálastofnun bárust 3 hópuppsagnir í nóvembermánuði þar sem sagt var upp 118 manns. Þar með er fjöldi þeirra sem sagt hefur verið upp í hópuppsögnum það sem af er ári orðinn 1.606.

Metaðsókn á ráðstefnu um viðskipti á netinu

Hátt í 500 manns sóttu ráðstefnu Útflutningsráðs Íslands 1. desember þar sem fjallað var um viðskipti á netinu og er það metaðsókn á viðburð af þessu tagi á vegum ráðsins. Ráðstefnan, sem bar yfirskriftina Vefurinn skapar verðmæti - Aukin tækifæri til útflutnings, laðaði að sér fólk úr ýmsum greinum atvinnulífsins og ljóst að margir eru áhugasamir um nýjar leiðir í viðskiptum.

Festu kaup á stærsta hvalaskoðunarskipi landsins

Hvalaskoðunarfyrirtækið Life of Whales (Hvalalíf ehf), sem starfað hefur í rúm 3 ár í Reykjavík, hefur nú fest kaup á farþegaskipi sem verður fyrst og fremst notað í hvalaskoðunarferðir. Skipið er það stærsta sem tekið hefur verið í slíka notkun hérlendis og markar tímamót fyrir ferðamenn sem leggja leið sína í hvalaskoðun.

Gjaldeyrishöftin virka betur, aflandsgengið hrapar

Sú herðing sem varð á gjaldeyrishöftunum fyrir mánuði síðan virkar vel ef mið er tekið af gengi krónunnar að undanförnu. Samkvæmt skráningu þess á vefsíðunni keldan.is er sölugengið á aflandsmarkaðinum komið í 245 kr. fyrir evruna en í síðustu viku var það 232 kr.

Viðskipti með hlutabréf jukust töluvert í nóvember

Heildarviðskipti með hlutabréf í nóvembermánuði námu tæpum 1.905 milljónum kr. eða 91 milljónum kr. á dag. Þessu til samanburðar var veltan með hlutabréf í októbermánuði rúmer 1.667 milljónir, eða 76 milljónir á dag.

Skuldabréf Nýja Landsbankans verður baggi á krónunni

Skuldabréf það sem Nýi Landsbankinn hefur gefið út til gamla Landsbankans mun verða töluverður baggi á krónunni á komandi árum þar sem það þarf að greiða í gjaldeyri. Upphæðin er 260 milljarðar kr. og þegar afborganir hefjast árið 2014 munu þær nema 60-70 milljörðum kr. á ári að mati greiningar Arion banka.

Kaupþing selur í Storebrand, gengi hluta fellur um 1,6%

Sala skilanefndar Kaupþings á öllum hlutum sínum í tryggingarisanum Storebrand er toppfréttin á forsíðum norskra viðskiptavefmiðla í morgun. Söluverðið á 5,5% hlutnum er sagt um einn milljarður norskra kr. eða 21 milljarður kr. Það gæti þó lækkað nokkuð þegar líður á morguninn því gengi hlutanna féll um 1,6% í fyrstu viðskiptum.

Verð íslenskra sjávarafurða rýkur upp

Verð fyrir íslenskar sjávarafurðir hefur snarhækkað í erlendum gjaldeyri talið. Hækkunin á síðasta fiskveiðiári, sem lauk um mánaðamótin júlí-ágúst, nam röskum 45 prósentum frá fyrra fiskveiðiári, en magnið jókst aðeins um fimm prósent.

Ríkið sparar 100 milljarða á samningum við skilanefndir

Ríkið mun spara um 100 milljarða kr. á samningum sínum við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings. Upphaflega stofnaði ríkissjóður skuldabréfaflokk upp á 30 milljarða kr. til að standa straum af kostnaði við endurreisn stóru bankanna þriggja en nú er ljóst að sá kostnaður verður mun minni.

Kynna netið sem markaðsmiðil

„Við ákváðum að skrifa bók sem hentar meðalmanninum sem hefur lítinn skilning á markaðsmálum á netinu,“ segir Kristján Már Hauksson. Hann og Guðmundur Arnar Guðmundsson eru höfundar nýrrar bókar sem ber titilinn Markaðssetning á netinu.

Gamlir farsímar eiga rétt á framhaldslífi

Gamlir, bilaðir og jafnvel ónýtir farsímar geta nú gengið í endurnýjun lífdaga og öðlast framhaldslíf í fjarlægum þróunarlöndum. Það er fyrirtækið Græn framtíð sem blæs nýju lífi í farsímana.

Bjartsýnn á horfurnar

„Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Holding.

Mikilvægum þætti endurreisnar að ljúka

Kröfuhafar eignast 87 prósent í Arion banka og ríkið 13 prósent samkvæmt samkomulagi sem kynnt var í gær. Ríkið fær endurgreidda 66 milljarða af 72 milljarða framlagi í eigið fé bankans. Bankinn fær víkjandi lán frá ríkinu.

Spannar litróf atvinnulífsins

„Við teljum að eftir þrjú til fimm ár verði Kauphöllin búin að ná upp sínum fyrri styrk,“ segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar.

Efnahagslífið á eðlilegu róli

„Efnahagslífið ætti að vera almennt komið í mjög þokkalegt ástand. Auðvitað eru óvissuþættir, sem maður ræður ekki við. En við ættum að verða búin með mesta skaflinn í ríkisfjármálum þótt ríkið verði enn nokkuð skuldsett,“ segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, spurður um útlitið hér eftir fimm ár.

Fyrsta útskrift úr Viðskiptasmiðjunni

„Árangurinn hefur farið fram úr björtustu vonum. Þróunin á fyrirtækjum sem hafa farið í gegnum Viðskiptasmiðjuna hefur verið ótrúleg,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, verkefnastjóri hjá Nýsköpunarmiðstöðinni Klaki.

Dregur úr ótta um afdrif Dúbaí

Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, fursti í Dúbaí, segir að staða furstadæmisins sé sterk. Viðbrögð markaða við greiðslustöðvun eignarhaldsfélagsins Dúbaí World beri vott um skilningsleysi. „Þeir skilja ekki neitt,“ sagði furstinn þegar hann ræddi við blaðamenn í gær, samkvæmt vefútgáfu Financial Times.

Offjárfesting í Kína kallar á verndarstefnu

Kínversk stjórnvöld hafa undanfarið óspart látið fyrirtækjum í té bæði rausnarlega styrki og ódýrt lánsfé til þess að örva efnahagslíf landsins í miðri heimskreppunni. Þetta gæti þó reynst varhugaverð stefna.

Hrávöruverð hækkar

Helstu hrávöruverðsvísitölur hafa hækkað undanfarið. Að því er fram kemur í fréttabréfi IFS ráðgjafar þá hafa merki um meiri hagvöxt í Kína og aukin framleiðsla í heiminum stutt við hrávöruverð. „Skiptar skoðanir eru á meðal greinenda um hvort verð á einstaka hrávörum sé orðið of hátt, til dæmis áls, sykurs og mjöls,“ segir í fréttabréfinu.

Föst í viðjum lágt skráðrar krónu

„Ég hef lúmskan grun um að þótt það versta verði afstaðið á næsta ári þá verði ekki um snertilendingu að ræða,“ segir Snorri Jakobsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu.

Arion ætlar að auglýsa eftir bankastjóra - Finnur hættir

Arion banki mun á næstu dögum verða fyrstur stóru viðskiptabankanna til að auglýsa stöðu bankastjóra lausa til umsóknar. Í tilkynningu frá bankanum segir að ráðningarsamningur Finns Sveinbjörnssonar bankastjóra sé tímabundinn og rennur hann út næstkomandi áramót.

Arion í hendur kröfuhafa, ríkið fær 66 milljarða endurgreidda

Skilanefnd Kaupþings hefur að höfðu samráði við kröfuhafa og að teknu tilliti til ráðgjafar sérfræðinga ákveðið að Kaupþing og þar með kröfuhafar eignist 87% hlutafjár í Arion banka. 13% hlutafjár verða áfram í eigu ríkisins. Í samkomulaginu um eignarhald bankans felst að skilanefnd Kaupþings leggur fram 66 milljarða í stað ríkisins.

Sjá næstu 50 fréttir