Viðskipti innlent

Árni Þór vill vita hvort Íslendingar áttu inni á Icesave

Árni Þór Sigurðsson þingmaður VG vill fá að vita hvort einhverjir Íslendingar hafi átt fé inni á Icesave reikningum Landsbankans áður en bankinn fór í þrot á síðasta ári.

Árni Þór hefur sent fyrirspurn til Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra sem hljóðar svo: „Hversu margir íslenskir ríkisborgarar áttu inneignir á svonefndum Icesave-reikningum í Bretlandi og Hollandi árið 2008, hvar voru þeir búsettir og hversu háar voru fjárhæðirnar?"

Jafnframt segir Árni Þór að hann óski eftir skriflegu svari við fyrirspurninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×