Viðskipti innlent

Kynna netið sem markaðsmiðil

Þrír af hverjum fjórum Íslendingum byrja leit að vöru til að kaupa á netinu, segir annar höfunda bókar um markaðsmál á netinu. Fréttablaðið/Stefán
Þrír af hverjum fjórum Íslendingum byrja leit að vöru til að kaupa á netinu, segir annar höfunda bókar um markaðsmál á netinu. Fréttablaðið/Stefán
„Við ákváðum að skrifa bók sem hentar meðalmanninum sem hefur lítinn skilning á markaðsmálum á netinu,“ segir Kristján Már Hauksson. Hann og Guðmundur Arnar Guðmundsson eru höfundar nýrrar bókar sem ber titilinn Markaðssetning á netinu.

Skortur hefur verið á upplýsingum um markaðsmál á netinu, sem Kristján kallar áttundu heimsálfuna þegar kemur að viðskiptatækifærum, út frá íslenskum aðstæðum, og er bókinni ætlað að bæta þar úr, segir Kristján.

Bókinni er ætlað að upplýsa lesandann um það hvernig netið virkar sem markaðsmiðill. Þar má meðal annars finna nýjar tölulegar upplýsingar um netið og netnotkun Íslendinga, og mikið af dæmisögum úr íslenskum raunveruleika, segir Kristján.

Kristján segir mikilvægt að átta sig á því að nærri þrír af hverjum fjórum Íslendingum byrji leit að vöru á netinu. Þess vegna sé mikilvægt fyrir öll fyrirtæki, stór og smá, að setja upp vef með góðum texta, og hafa góða hugmynd um þann hóp sem vill vera í viðskiptum við fyrirtækið.- bj





Fleiri fréttir

Sjá meira


×