Viðskipti innlent

Kaupþing selur í Storebrand, gengi hluta fellur um 1,6%

Sala skilanefndar Kaupþings á öllum hlutum sínum í tryggingarisanum Storebrand er toppfréttin á forsíðum norskra viðskiptavefmiðla í morgun. Söluverðið á 5,5% hlutnum er sagt um einn milljarður norskra kr. eða 21 milljarður kr. Það gæti þó lækkað nokkuð þegar líður á morguninn því gengi hlutanna féll um 1,6% í fyrstu viðskiptum.

Um er að ræða 24,7 milljónir hluta en gengi þeirra stóð í 40 kr. norskum við lok markaðarins í gær. Samkvæmt frétt á vefsíðunni e24.no voru töluverð utanmarkaðsviðskipti með hlutina fyrir opnun markaðarins í morgun eða 5,2 milljónir hluta. Þar af hafði einn slumpur upp á 2,8 miljónir hluta selst á genginu 39 norskar kr.

Greint er frá forsögu kaupa Kaupþings í Storebrand, sem og Exista en Kaupþing átti um tíma 20% af Storebrand og Exista 5%. Þessir hlutir voru keyptir á sínum tíma á allt að yfir tvöföldu verðinu í dag svo tapið á sölunni er mikið í íslenskum krónum miðað við kaupverðið.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×