Bjartsýnn á horfurnar 2. desember 2009 06:00 Stjórnarformaður CCP telur líklegt að Íslendingar verði búnir að ná vopnum sínum aftur eftir fimm ár. Markaðurinn/Arnþór „Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Holding. Vilhjálmur segist hafa dregið þessa ályktun eftir að hann kynnti sér stöðu efnahagsmála í heiminum um þessar mundir. „Við Íslendingar erum að fara í gegnum mikla hreinsun og munum standa uppi með hagkerfi sem skuldar tiltölulega lítið erlendis þegar upp verður staðið," segir hann og bendir á að skuldaklafinn hér sé ekki meiri en önnur lönd beri á herðum sér. Lífeyrisskuldbindingar séu nánast fullfjármagnaðar og þjóðin sé ung og vel menntuð. „Skuldirnar eru minni en menn hafa haldið. Mér sýnist að nettóskuldir þjóðarbúsins í lok þessa árs kunni að verða 35 prósent af landsframleiðslu. Það er ekki mikið í alþjóðlegum samanburði," segir Vilhjálmur, sem telur mikilvægt að leysa úr gjaldeyriskreppunni eins fljótt og auðið er nú þegar hilli undir að bankakreppunni sé að ljúka. Lykillinn að því sé að hefja samstarf við evrópska seðlabankann um gjaldmiðlastuðning við íslenska seðlabankann. Hann telur ekki útilokað að eftir fimm ár hafi hér verið tekið upp myntsamstarf við Evrópusambandið með tengingu krónu við gengi evru, ef ekki landið komið langleiðina í Evrópusambandið. Vilhjálmur bendir á að hér séu gríðarlegar náttúrulegar auðlindir sem muni verða afar verðmætar á komandi árum. Hann nefnir sérstaklega að eftir rúm þrjú ár verði tekið upp nýtt kerfi innan Evrópusambandsins til að versla með kolefnislosunarheimildir. „Ég tel að margir muni leita eftir því að koma hingað með ýmis not fyrir græna orku. Við eigum möguleika á því að verðleggja okkar orku hærra eftir því sem á líður," segir Vilhjálmur. „Þá er margt spennandi að gerast í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, og sem betur fer eigum við ennþá frumkvöðla sem eru fullir af eldmóði. Ég tel að eftir fimm ár verðum við búin að ná vopnum okkar aftur." Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
„Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Holding. Vilhjálmur segist hafa dregið þessa ályktun eftir að hann kynnti sér stöðu efnahagsmála í heiminum um þessar mundir. „Við Íslendingar erum að fara í gegnum mikla hreinsun og munum standa uppi með hagkerfi sem skuldar tiltölulega lítið erlendis þegar upp verður staðið," segir hann og bendir á að skuldaklafinn hér sé ekki meiri en önnur lönd beri á herðum sér. Lífeyrisskuldbindingar séu nánast fullfjármagnaðar og þjóðin sé ung og vel menntuð. „Skuldirnar eru minni en menn hafa haldið. Mér sýnist að nettóskuldir þjóðarbúsins í lok þessa árs kunni að verða 35 prósent af landsframleiðslu. Það er ekki mikið í alþjóðlegum samanburði," segir Vilhjálmur, sem telur mikilvægt að leysa úr gjaldeyriskreppunni eins fljótt og auðið er nú þegar hilli undir að bankakreppunni sé að ljúka. Lykillinn að því sé að hefja samstarf við evrópska seðlabankann um gjaldmiðlastuðning við íslenska seðlabankann. Hann telur ekki útilokað að eftir fimm ár hafi hér verið tekið upp myntsamstarf við Evrópusambandið með tengingu krónu við gengi evru, ef ekki landið komið langleiðina í Evrópusambandið. Vilhjálmur bendir á að hér séu gríðarlegar náttúrulegar auðlindir sem muni verða afar verðmætar á komandi árum. Hann nefnir sérstaklega að eftir rúm þrjú ár verði tekið upp nýtt kerfi innan Evrópusambandsins til að versla með kolefnislosunarheimildir. „Ég tel að margir muni leita eftir því að koma hingað með ýmis not fyrir græna orku. Við eigum möguleika á því að verðleggja okkar orku hærra eftir því sem á líður," segir Vilhjálmur. „Þá er margt spennandi að gerast í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, og sem betur fer eigum við ennþá frumkvöðla sem eru fullir af eldmóði. Ég tel að eftir fimm ár verðum við búin að ná vopnum okkar aftur."
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira