Bjartsýnn á horfurnar 2. desember 2009 06:00 Stjórnarformaður CCP telur líklegt að Íslendingar verði búnir að ná vopnum sínum aftur eftir fimm ár. Markaðurinn/Arnþór „Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Holding. Vilhjálmur segist hafa dregið þessa ályktun eftir að hann kynnti sér stöðu efnahagsmála í heiminum um þessar mundir. „Við Íslendingar erum að fara í gegnum mikla hreinsun og munum standa uppi með hagkerfi sem skuldar tiltölulega lítið erlendis þegar upp verður staðið," segir hann og bendir á að skuldaklafinn hér sé ekki meiri en önnur lönd beri á herðum sér. Lífeyrisskuldbindingar séu nánast fullfjármagnaðar og þjóðin sé ung og vel menntuð. „Skuldirnar eru minni en menn hafa haldið. Mér sýnist að nettóskuldir þjóðarbúsins í lok þessa árs kunni að verða 35 prósent af landsframleiðslu. Það er ekki mikið í alþjóðlegum samanburði," segir Vilhjálmur, sem telur mikilvægt að leysa úr gjaldeyriskreppunni eins fljótt og auðið er nú þegar hilli undir að bankakreppunni sé að ljúka. Lykillinn að því sé að hefja samstarf við evrópska seðlabankann um gjaldmiðlastuðning við íslenska seðlabankann. Hann telur ekki útilokað að eftir fimm ár hafi hér verið tekið upp myntsamstarf við Evrópusambandið með tengingu krónu við gengi evru, ef ekki landið komið langleiðina í Evrópusambandið. Vilhjálmur bendir á að hér séu gríðarlegar náttúrulegar auðlindir sem muni verða afar verðmætar á komandi árum. Hann nefnir sérstaklega að eftir rúm þrjú ár verði tekið upp nýtt kerfi innan Evrópusambandsins til að versla með kolefnislosunarheimildir. „Ég tel að margir muni leita eftir því að koma hingað með ýmis not fyrir græna orku. Við eigum möguleika á því að verðleggja okkar orku hærra eftir því sem á líður," segir Vilhjálmur. „Þá er margt spennandi að gerast í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, og sem betur fer eigum við ennþá frumkvöðla sem eru fullir af eldmóði. Ég tel að eftir fimm ár verðum við búin að ná vopnum okkar aftur." Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
„Ég var mjög svartsýnn á horfur hér á árabilinu 2007 til 2008. En nú er ég bjartsýnn á okkar ágæta land," segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stjórnarformaður CCP og Verne Holding. Vilhjálmur segist hafa dregið þessa ályktun eftir að hann kynnti sér stöðu efnahagsmála í heiminum um þessar mundir. „Við Íslendingar erum að fara í gegnum mikla hreinsun og munum standa uppi með hagkerfi sem skuldar tiltölulega lítið erlendis þegar upp verður staðið," segir hann og bendir á að skuldaklafinn hér sé ekki meiri en önnur lönd beri á herðum sér. Lífeyrisskuldbindingar séu nánast fullfjármagnaðar og þjóðin sé ung og vel menntuð. „Skuldirnar eru minni en menn hafa haldið. Mér sýnist að nettóskuldir þjóðarbúsins í lok þessa árs kunni að verða 35 prósent af landsframleiðslu. Það er ekki mikið í alþjóðlegum samanburði," segir Vilhjálmur, sem telur mikilvægt að leysa úr gjaldeyriskreppunni eins fljótt og auðið er nú þegar hilli undir að bankakreppunni sé að ljúka. Lykillinn að því sé að hefja samstarf við evrópska seðlabankann um gjaldmiðlastuðning við íslenska seðlabankann. Hann telur ekki útilokað að eftir fimm ár hafi hér verið tekið upp myntsamstarf við Evrópusambandið með tengingu krónu við gengi evru, ef ekki landið komið langleiðina í Evrópusambandið. Vilhjálmur bendir á að hér séu gríðarlegar náttúrulegar auðlindir sem muni verða afar verðmætar á komandi árum. Hann nefnir sérstaklega að eftir rúm þrjú ár verði tekið upp nýtt kerfi innan Evrópusambandsins til að versla með kolefnislosunarheimildir. „Ég tel að margir muni leita eftir því að koma hingað með ýmis not fyrir græna orku. Við eigum möguleika á því að verðleggja okkar orku hærra eftir því sem á líður," segir Vilhjálmur. „Þá er margt spennandi að gerast í sprota- og nýsköpunarfyrirtækjum, og sem betur fer eigum við ennþá frumkvöðla sem eru fullir af eldmóði. Ég tel að eftir fimm ár verðum við búin að ná vopnum okkar aftur."
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira