Dregur úr ótta um afdrif Dúbaí 2. desember 2009 04:00 Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, fursti í Dúbaí, reyndi í gær að fullvissa fjölmiðla um að efnahagur furstadæmisins væri traustur og sagði að heimurinn skildi ekki stöðu mála í ríkinu. Fréttablaðið/AFP-NordicPhoto Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, fursti í Dúbaí, segir að staða furstadæmisins sé sterk. Viðbrögð markaða við greiðslustöðvun eignarhaldsfélagsins Dúbaí World beri vott um skilningsleysi. „Þeir skilja ekki neitt,“ sagði furstinn þegar hann ræddi við blaðamenn í gær, samkvæmt vefútgáfu Financial Times. Dúbaí World er eignarhaldsfélag í eigu opinberra aðila í Dúbaí. Það er talið skulda um 60 milljarða bandaríkjadala. Fyrirtækið tilkynnti á miðvikudag að það gæti ekki greitt af skuldum sínum. Rætt hefur verið um Dúbaí sem „nýja Ísland“ í erlendum fjölmiðlum og hruni hefur verið spáð í landinu. Fréttir af erfiðleikum Dúbaí World komu fram í lækkandi hlutabréfaverði um allan heim. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið í alþjóðaviðskiptum og merkisberi þeirrar stefnu stjórnvalda í furstadæminu að breyta furstadæminu í alþjóðlega fjármálamiðstöð. Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum fursti beindi líka spjótum að fjölmiðlum vegna umfjöllunar undanfarna daga og sagði: „Fyrirtækið er sjálfstætt og óháð ríkisstjórninni. Þetta fjölmiðlafár hefur engin áhrif á einbeitta afstöðu okkar. Það er ekki nema eðlilegt að við tökum til varna þegar þessi aðför er gerð og þetta mikla fár verður í fjölmiðlum.“ Í gærmorgun rufu stjórnendur Dúbaí World sex daga þögn og tilkynntu að fyrirtækið ætti í viðræðum við lánardrottna um endurfjármögnun 26 milljarða dala skulda. Við þær fréttir þokuðust hlutabréfavísitölur í London og Frankfurt, París og New York upp á við á ný. Gengi hlutabréfa í bresku bönkunum, Royal Bank of Scotland, Barclays og HSBC sem eru meðal stærstu lánardrottna Dúbaí World, fór hækkandi á ný. Sérfræðingar, sem rætt var við á vefútgáfu Daily Telegaph, sögðu að markaðurinn hefði talið að 60 milljarða dala skuldir væru í uppnámi Dúbaí World. Því hafi yfirlýsing fyrirtækisins í gær dregið úr áhyggjum af alvarleika ástandsins. Verð á skuldatryggingum Dúbaí lækkaði einnig í gær. „Markaðirnir eru að viðurkenna að Dúbaí-kreppan er bundinn við þann heimshluta,“ sagði Heino Ruland, sérfræðingur hjá Ruland Research í Frankfurt, í samtali við vefútgáfu breska dagblaðsins Daily Telegraph. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, fursti í Dúbaí, segir að staða furstadæmisins sé sterk. Viðbrögð markaða við greiðslustöðvun eignarhaldsfélagsins Dúbaí World beri vott um skilningsleysi. „Þeir skilja ekki neitt,“ sagði furstinn þegar hann ræddi við blaðamenn í gær, samkvæmt vefútgáfu Financial Times. Dúbaí World er eignarhaldsfélag í eigu opinberra aðila í Dúbaí. Það er talið skulda um 60 milljarða bandaríkjadala. Fyrirtækið tilkynnti á miðvikudag að það gæti ekki greitt af skuldum sínum. Rætt hefur verið um Dúbaí sem „nýja Ísland“ í erlendum fjölmiðlum og hruni hefur verið spáð í landinu. Fréttir af erfiðleikum Dúbaí World komu fram í lækkandi hlutabréfaverði um allan heim. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið í alþjóðaviðskiptum og merkisberi þeirrar stefnu stjórnvalda í furstadæminu að breyta furstadæminu í alþjóðlega fjármálamiðstöð. Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum fursti beindi líka spjótum að fjölmiðlum vegna umfjöllunar undanfarna daga og sagði: „Fyrirtækið er sjálfstætt og óháð ríkisstjórninni. Þetta fjölmiðlafár hefur engin áhrif á einbeitta afstöðu okkar. Það er ekki nema eðlilegt að við tökum til varna þegar þessi aðför er gerð og þetta mikla fár verður í fjölmiðlum.“ Í gærmorgun rufu stjórnendur Dúbaí World sex daga þögn og tilkynntu að fyrirtækið ætti í viðræðum við lánardrottna um endurfjármögnun 26 milljarða dala skulda. Við þær fréttir þokuðust hlutabréfavísitölur í London og Frankfurt, París og New York upp á við á ný. Gengi hlutabréfa í bresku bönkunum, Royal Bank of Scotland, Barclays og HSBC sem eru meðal stærstu lánardrottna Dúbaí World, fór hækkandi á ný. Sérfræðingar, sem rætt var við á vefútgáfu Daily Telegaph, sögðu að markaðurinn hefði talið að 60 milljarða dala skuldir væru í uppnámi Dúbaí World. Því hafi yfirlýsing fyrirtækisins í gær dregið úr áhyggjum af alvarleika ástandsins. Verð á skuldatryggingum Dúbaí lækkaði einnig í gær. „Markaðirnir eru að viðurkenna að Dúbaí-kreppan er bundinn við þann heimshluta,“ sagði Heino Ruland, sérfræðingur hjá Ruland Research í Frankfurt, í samtali við vefútgáfu breska dagblaðsins Daily Telegraph.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira