Dregur úr ótta um afdrif Dúbaí 2. desember 2009 04:00 Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, fursti í Dúbaí, reyndi í gær að fullvissa fjölmiðla um að efnahagur furstadæmisins væri traustur og sagði að heimurinn skildi ekki stöðu mála í ríkinu. Fréttablaðið/AFP-NordicPhoto Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, fursti í Dúbaí, segir að staða furstadæmisins sé sterk. Viðbrögð markaða við greiðslustöðvun eignarhaldsfélagsins Dúbaí World beri vott um skilningsleysi. „Þeir skilja ekki neitt,“ sagði furstinn þegar hann ræddi við blaðamenn í gær, samkvæmt vefútgáfu Financial Times. Dúbaí World er eignarhaldsfélag í eigu opinberra aðila í Dúbaí. Það er talið skulda um 60 milljarða bandaríkjadala. Fyrirtækið tilkynnti á miðvikudag að það gæti ekki greitt af skuldum sínum. Rætt hefur verið um Dúbaí sem „nýja Ísland“ í erlendum fjölmiðlum og hruni hefur verið spáð í landinu. Fréttir af erfiðleikum Dúbaí World komu fram í lækkandi hlutabréfaverði um allan heim. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið í alþjóðaviðskiptum og merkisberi þeirrar stefnu stjórnvalda í furstadæminu að breyta furstadæminu í alþjóðlega fjármálamiðstöð. Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum fursti beindi líka spjótum að fjölmiðlum vegna umfjöllunar undanfarna daga og sagði: „Fyrirtækið er sjálfstætt og óháð ríkisstjórninni. Þetta fjölmiðlafár hefur engin áhrif á einbeitta afstöðu okkar. Það er ekki nema eðlilegt að við tökum til varna þegar þessi aðför er gerð og þetta mikla fár verður í fjölmiðlum.“ Í gærmorgun rufu stjórnendur Dúbaí World sex daga þögn og tilkynntu að fyrirtækið ætti í viðræðum við lánardrottna um endurfjármögnun 26 milljarða dala skulda. Við þær fréttir þokuðust hlutabréfavísitölur í London og Frankfurt, París og New York upp á við á ný. Gengi hlutabréfa í bresku bönkunum, Royal Bank of Scotland, Barclays og HSBC sem eru meðal stærstu lánardrottna Dúbaí World, fór hækkandi á ný. Sérfræðingar, sem rætt var við á vefútgáfu Daily Telegaph, sögðu að markaðurinn hefði talið að 60 milljarða dala skuldir væru í uppnámi Dúbaí World. Því hafi yfirlýsing fyrirtækisins í gær dregið úr áhyggjum af alvarleika ástandsins. Verð á skuldatryggingum Dúbaí lækkaði einnig í gær. „Markaðirnir eru að viðurkenna að Dúbaí-kreppan er bundinn við þann heimshluta,“ sagði Heino Ruland, sérfræðingur hjá Ruland Research í Frankfurt, í samtali við vefútgáfu breska dagblaðsins Daily Telegraph. Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum, fursti í Dúbaí, segir að staða furstadæmisins sé sterk. Viðbrögð markaða við greiðslustöðvun eignarhaldsfélagsins Dúbaí World beri vott um skilningsleysi. „Þeir skilja ekki neitt,“ sagði furstinn þegar hann ræddi við blaðamenn í gær, samkvæmt vefútgáfu Financial Times. Dúbaí World er eignarhaldsfélag í eigu opinberra aðila í Dúbaí. Það er talið skulda um 60 milljarða bandaríkjadala. Fyrirtækið tilkynnti á miðvikudag að það gæti ekki greitt af skuldum sínum. Rætt hefur verið um Dúbaí sem „nýja Ísland“ í erlendum fjölmiðlum og hruni hefur verið spáð í landinu. Fréttir af erfiðleikum Dúbaí World komu fram í lækkandi hlutabréfaverði um allan heim. Fyrirtækið hefur verið umsvifamikið í alþjóðaviðskiptum og merkisberi þeirrar stefnu stjórnvalda í furstadæminu að breyta furstadæminu í alþjóðlega fjármálamiðstöð. Sjeik Mohammed bin Rashid al-Maktoum fursti beindi líka spjótum að fjölmiðlum vegna umfjöllunar undanfarna daga og sagði: „Fyrirtækið er sjálfstætt og óháð ríkisstjórninni. Þetta fjölmiðlafár hefur engin áhrif á einbeitta afstöðu okkar. Það er ekki nema eðlilegt að við tökum til varna þegar þessi aðför er gerð og þetta mikla fár verður í fjölmiðlum.“ Í gærmorgun rufu stjórnendur Dúbaí World sex daga þögn og tilkynntu að fyrirtækið ætti í viðræðum við lánardrottna um endurfjármögnun 26 milljarða dala skulda. Við þær fréttir þokuðust hlutabréfavísitölur í London og Frankfurt, París og New York upp á við á ný. Gengi hlutabréfa í bresku bönkunum, Royal Bank of Scotland, Barclays og HSBC sem eru meðal stærstu lánardrottna Dúbaí World, fór hækkandi á ný. Sérfræðingar, sem rætt var við á vefútgáfu Daily Telegaph, sögðu að markaðurinn hefði talið að 60 milljarða dala skuldir væru í uppnámi Dúbaí World. Því hafi yfirlýsing fyrirtækisins í gær dregið úr áhyggjum af alvarleika ástandsins. Verð á skuldatryggingum Dúbaí lækkaði einnig í gær. „Markaðirnir eru að viðurkenna að Dúbaí-kreppan er bundinn við þann heimshluta,“ sagði Heino Ruland, sérfræðingur hjá Ruland Research í Frankfurt, í samtali við vefútgáfu breska dagblaðsins Daily Telegraph.
Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Opnar sjálfur stað þar sem rekstur Quang Le gekk best Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira