Viðskipti innlent

Hrávöruverð hækkar

Gull sem glóir Verð á gulli hækkar líklega níunda árið í röð.
Gull sem glóir Verð á gulli hækkar líklega níunda árið í röð.
Helstu hrávöruverðsvísitölur hafa hækkað undanfarið. Að því er fram kemur í fréttabréfi IFS ráðgjafar þá hafa merki um meiri hagvöxt í Kína og aukin framleiðsla í heiminum stutt við hrávöruverð. „Skiptar skoðanir eru á meðal greinenda um hvort verð á einstaka hrávörum sé orðið of hátt, til dæmis áls, sykurs og mjöls,“ segir í fréttabréfinu.

Fram kemur að vísbendingar séu um frekari hækkanir á gulli og að gull muni hækka níunda árið í röð. Frá árinu 2000 hefur það hækkað um ríflega 338 prósent. Verð á únsu af gulli er um þessar mundir 1192 dollarar.

Mjölverð er í hæstu hæðum, er í 1.480 dollara tonnið og hefur hækkað um 75 prósent frá áramótum. Takmarkað framboð frá Perú og Chile og stöðug eftirspurn eftir mjöli frá fiskeldi í heiminum hefur leitt til þessa segir í fréttabréfinu. Verð á hráolíu, korni og áli hefur einnig hækkað á milli mánaða en verð á sykri stendur í stað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×