Viðskipti innlent

Latabæ stefnt fyrir dómstóla vegna vangoldinna skulda

Skuldabréfaeigendur ætla að stefna Latabæ fyrir dómi til að fá vangoldnar skuldir greiddar. Verður aðfararbeiðni tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í janúar. Latibær hefur ekki staðið skil á greiðslum af skuldabréfum upp á rúma 3 milljarða kr.

Viðskiptablaðið greinir frá þessu í dag. Þar segir að samþykki dómurinn aðfararbeiðnina geta skuldabréfaeigendurnir farið fram á það hjá sýslumanni að gert verði fjárnám hjá Latabæ á grundvelli dómsins. Verði fjárnámið árangurslaust er hægt að fara fram á að Latibær verði tekinn til gjaldþrotaskipta.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins hefur Latibær í marga mánuði ekki staðið skil á greiðslum til eigenda óveðtryggðra skuldabréfa að upphæð 26 milljónir Bandaríkjadala eða um 3,2 milljarða kr. Reynt hefur verið að leysa úr vondri rekstrarstöðu félagsins innan Landsbankans, sem Latibær skuldar tæpar fjórtán milljónir Bandaríkjadala eða um 1,7 milljarð kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×