Færeyingar taka sæti í stjórn tryggingarfélagsins Varðar 3. desember 2009 15:00 Guðmundur J. Jónsson, forstjóri Varðar trygginga, og Janus Petersen, bankastjóri Føroya Banka og nýr stjórnarmaður Varðar trygginga Samhliða því að endanlega hefur verið gengið frá kaupum Föroya Banki á tryggingarfélaginu Verði hefur ný stjórn Varðar verið kosin. Janus Petersen, bankastjóri Føroya Banka, og Jean Djurhuus, framkvæmdastjóri Trygd, koma nýir inn í stjórnina en Trygd er færeyskt tryggingafélag í eigu Føroya Banka.Í tilkynningu segir að í stjórninni sitja áfram þau Anna Bjarney Sigurðardóttir, Friðrik Jóhannsson, Kjartan Georg Gunnarsson og Ragnar Guðjónsson. Janus Petersen og Jean Djurhuus hafa einnig tekið sæti í stjórn Varðar líftrygginga hf., sem er í eigu Varðar trygginga, Føroya Banka og NBI hf. Auk þeirra situr Anna Bjarney Sigurðardóttir í stórn Varðar líftrygginga.Hluthafar Varðar trygginga auk Føroya Banka eru SP-Fjármögnun hf., NBI hf. og Byr sparisjóður. Vörður tryggingar hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Síðastliðin þrjú ár hefur félagið tvöfaldast að stærð og eykst nú styrkur þess til áframhaldandi sóknar á íslenskum tryggingamarkaði.Viðskiptavinir Varðar eru nú liðlega 28.000 og er markaðshlutdeild félagsins á einstaklingsmarkaði um 13% en heildarhlutdeild í iðgjöldum á vátryggingamarkaði er um 9%. Hjá Verði tryggingum starfa ríflega 50 manns.Kaup Føroya Banka á 51% hlut í Verði tryggingum hf. sem tilkynnt voru þann 5. október sl. eru nú gengin formlega í gegn. Það gerðist í kjölfar þess að samþykki fyrir kaupunum fékkst frá Fjármálaeftirlitinu á Íslandi, í Danmörku og Færeyjum og Samkeppniseftirlitinu á Íslandi.Í tilkynningunni segir að þar með komi öflugt erlent fjármálafyrirtæki með virkum hætti inn á íslenskan markað. Føroya Banki, sem lýtur dönskum og færeyskum lögum og eftirliti danska fjármálaeftirlitsins, er einn af tíu stærstu bönkum í Danmörku miðað við markaðsvirði. Heildarfjárfesting Føroya Banka í Verði tryggingum nemur 1.150 milljónum króna og felst hún í kaupum á hlutafé fyrir 550 milljónir króna og 600 milljóna króna hlutafjáraukningu.Staða Varðar trygginga styrkist til muna með kaupunum. Með þeim er eiginfjárstaða félagsins orðin um 1.300 milljónir króna og Vörður tryggingar uppfyllir þar með þær gjaldþolskröfur sem til félagsins eru gerðar. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Samhliða því að endanlega hefur verið gengið frá kaupum Föroya Banki á tryggingarfélaginu Verði hefur ný stjórn Varðar verið kosin. Janus Petersen, bankastjóri Føroya Banka, og Jean Djurhuus, framkvæmdastjóri Trygd, koma nýir inn í stjórnina en Trygd er færeyskt tryggingafélag í eigu Føroya Banka.Í tilkynningu segir að í stjórninni sitja áfram þau Anna Bjarney Sigurðardóttir, Friðrik Jóhannsson, Kjartan Georg Gunnarsson og Ragnar Guðjónsson. Janus Petersen og Jean Djurhuus hafa einnig tekið sæti í stjórn Varðar líftrygginga hf., sem er í eigu Varðar trygginga, Føroya Banka og NBI hf. Auk þeirra situr Anna Bjarney Sigurðardóttir í stórn Varðar líftrygginga.Hluthafar Varðar trygginga auk Føroya Banka eru SP-Fjármögnun hf., NBI hf. og Byr sparisjóður. Vörður tryggingar hefur verið í mikilli sókn á undanförnum árum. Síðastliðin þrjú ár hefur félagið tvöfaldast að stærð og eykst nú styrkur þess til áframhaldandi sóknar á íslenskum tryggingamarkaði.Viðskiptavinir Varðar eru nú liðlega 28.000 og er markaðshlutdeild félagsins á einstaklingsmarkaði um 13% en heildarhlutdeild í iðgjöldum á vátryggingamarkaði er um 9%. Hjá Verði tryggingum starfa ríflega 50 manns.Kaup Føroya Banka á 51% hlut í Verði tryggingum hf. sem tilkynnt voru þann 5. október sl. eru nú gengin formlega í gegn. Það gerðist í kjölfar þess að samþykki fyrir kaupunum fékkst frá Fjármálaeftirlitinu á Íslandi, í Danmörku og Færeyjum og Samkeppniseftirlitinu á Íslandi.Í tilkynningunni segir að þar með komi öflugt erlent fjármálafyrirtæki með virkum hætti inn á íslenskan markað. Føroya Banki, sem lýtur dönskum og færeyskum lögum og eftirliti danska fjármálaeftirlitsins, er einn af tíu stærstu bönkum í Danmörku miðað við markaðsvirði. Heildarfjárfesting Føroya Banka í Verði tryggingum nemur 1.150 milljónum króna og felst hún í kaupum á hlutafé fyrir 550 milljónir króna og 600 milljóna króna hlutafjáraukningu.Staða Varðar trygginga styrkist til muna með kaupunum. Með þeim er eiginfjárstaða félagsins orðin um 1.300 milljónir króna og Vörður tryggingar uppfyllir þar með þær gjaldþolskröfur sem til félagsins eru gerðar.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira