Fleiri fréttir Yfirlýsing frá Gaumi ehf Í tilefni frétta af fjárkröfu skiptastjóra þb. Baugs Group hf. á hendur Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf. og fleiri aðilum vegna kaupa 1998 ehf. á 95,7% af heildarhlutafé Haga hf. hefur Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf. sent yfirlýsingu þar sem Gaumur vill koma eftirfarandi á framfæri: 15.9.2009 22:02 Century Aluminium hækkar Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,4% í dag en mjög lítil viðskipti voru á bakvið þá hækkun. Þá hækkaði Össur um 0,4%. Annars endaði dagurinn í rauðu því úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,16%. 15.9.2009 15:43 Þórarinn aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands Seðlabankastjóri hefur ráðið Þórarinn G. Pétursson í stöðu aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands. Ráðningin fór fram að undangenginni auglýsingu og að afloknu sérstöku mati hæfnisnefndar. 15.9.2009 15:11 Hjól atvinnulífsins snúast á Grundartanga Töluverðar gatnagerðaframkvæmdir á vegum Faxaflóahafna eru nú á Grundartanga og uppbygging tveggja fyrirtækja á nýjum lóðum er komin á gott skrið. 15.9.2009 13:52 Álverð fer lækkandi eftir hagstætt sumar Álverð hefur lækkað á heimsmarkaði um tæp 8% undanfarinn mánuð eftir mjög hagstæða verðþróun nær allt sumarið. Verðið er þó enn 17% hærra en um síðustu áramót. 15.9.2009 12:11 Ástarbréfin þjóðarbúinu dýrkeypt Tapaðar veðkröfur Seðlabankans vegna ástarbréfa bankanna eru meiri en sem nemur niðurskurði í ríkisfjármálum á næstu tveimur til þremur árum. 15.9.2009 12:09 Heildaraflinn í ágúst minnkar um 11,9% milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum ágústmánuði, metinn á föstu verði, var 11,9% minni en í ágúst 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,7% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 15.9.2009 09:13 Business.dk: Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi Á viðskiptasíðu danska blaðsins Berlingske Tidende, Business.dk, í dag er grein um Jón Ásgeir Jóhannesson undir fyrirsögninni „Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi“. Þar er greint frá því að Jón Ásgeir sé enn umsvifamikill í íslensku atvinnulífi þrátt fyrir milljarða króna gjaldþrot Baugs. 15.9.2009 09:09 Vísar á bug gagnrýni vegna Landsbankans í Lúx Lárentínus Kristjánsson vísar á bug gagnrýni á skilanefndina vegna málefna hins gjaldþrota banka í Lúxemborg og segir sökina liggja hjá fulltrúum fjármálayfirvalda ytra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. 14.9.2009 19:47 Uppsveifla á skuldabréfamarkaðinum Töluvert líf var á skuldabréfamarkaðinum í dag og nam veltan 16,7 milljörðum kr. Er þetta tvöfalt meiri velta en á föstudaginn síðasta. 14.9.2009 16:00 Nýja Kaupþing endurbætir reglur fyrir fyrirtækji í skuldavanda Nýi Kaupþing banki gefur í dag út endurbættar verklagsreglur fyrir fyrirtæki í skuldavanda. Tilefni slíkra reglna eru þær aðstæður sem ríkja í efnahagslífinu. 14.9.2009 12:33 Heimilin herða sultarólina, ferðamenn eyða meiru Lítið lát er á samdrætti einkaneyslu hérlendis ef marka má nýbirtar tölur um kortaveltu og veltu í smásöluverslun. Virðast heimilin skera við nögl flest annað en brýnustu nauðsynjar þessa dagana. Hinsvegar eyða ferðamenn fé á landinu sem aldrei fyrr. 14.9.2009 12:13 Spáir lítilsháttar lækkun á ársverðbólgunni Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7% í september. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka lítillega, úr 10,9% í 10,7%. 14.9.2009 12:05 Málstofa SÍ um endurskipulag skulda heimila og fyrirtækja Málstofa um endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja verður haldin á morgun 15. september kl. 15:00 í fundarsal Seðlabankans (SÍ), Sölvhóli. 14.9.2009 10:26 Fyrirtaka í greiðslustöðvun flugrisa Eignarhaldsfélagið Northern Travel Holdings hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtaka fer fram í málinu í dag. Félagið var aðallega í eigu Fons hf. 14.9.2009 09:55 Heildarvelta kreditkorta minnkar um 17,2% milli ára Heildarvelta kreditkorta í ágústmánuði var 23,7 milljarðar kr. samanborið við 28,6 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 17,2 % samdráttur milli ára. 14.9.2009 09:23 SFO hefur rannsakað íslensku bankana í fleiri mánuði Breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) eða Serious Fraud Office hefur rannsakað starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi í fleiri mánuði. Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times um samstarf SFO og embættis sérstaks saksóknara. 14.9.2009 09:03 Kópavogur tapaði 1,2 milljarði á fyrri helming ársins Tap Kópavogsbæjar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1,2 milljarði kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 100 milljón kr. hagnaði. Samkvæmt tilkynningu um uppgjörið segir að frávik frá áætlun liggi aðallega í fjármagnsliðum. 14.9.2009 08:40 Búið að selja alla hluti Exista í Bakkavör Viðskiptum með alla hluti Exista í Bakkavör Group er lokið í samræmi við tilkynningar félagsins frá 10. október 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bakkavör. 14.9.2009 08:31 Seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftum Már Guðmundsson seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftunum og segir að Seðlabankinn muni fljótlega tilkynna um slíkt. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Má í Morgunblaðinu í dag. 14.9.2009 08:14 Minnkandi velta í smásöluverslun í ágúst Velta í dagvöruverslun dróst saman um 5,4% á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 11,2% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðarbundnum þáttum nam samdráttur í veltu dagvöruverslana í ágúst 3,3% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 17,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. 14.9.2009 08:01 Vonar að kröfuhafar eignist Íslandsbanka Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Glitnis fyrir hönd kröfuhafa bankans undirrituðu í gær samkomulag um uppgjör vegna Glitnis. 14.9.2009 05:30 Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um milljarða Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um milljarða íslenskra króna vegna uppgreiðslu á lánum með söluandvirði Haga. Aðrir kröfuhafar hefðu átt ríkari rétt á að fá skuldir sínar greiddar en bankinn. 13.9.2009 18:29 Samkomulag um framtíð Íslandsbanka undirritað Íslandsbanki, skilanefnd Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, og íslenska ríkið hafa undirritað samninga um uppgjör á milli gamla og nýja bankans og endurfjármögnun Íslandsbanka, að fram kemur í tilkynningu. Samkomulagið felur í sér að erlendir kröfuhafar geti eignast stærsta hluta Íslandsbanka. 13.9.2009 16:18 Kröfuhafar geta eignast Íslandsbanka Skrifað verður undir samkomulag um að erlendir kröfuhafar geti eignast stærsta hluta Íslandsbanka á næstu klukkutímum. Fjármálaráðherra segist vongóður um að kröfuhafar vilji eignast bæði Íslandsbanka og Kaupþing en slíkt hefði í för með sér að íslenska ríkið myndi spara um 70 milljarða í eiginfjárframlagi fyrir þessa tvo banka. 13.9.2009 12:07 Breska lögreglan á leið til Íslands vegna viðskiptafélaga Exista Fulltrúar efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) ætla að koma Íslands vegna rannsóknar sinnar á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista saman tæplega 30% hlut í JJB Sports. Kaupþing lánaði fyrir kaupunum. Mikilvæg gögn í málinu eru talin vera hér á landi. 13.9.2009 11:18 Ölgerðin sameinar starfsemi sína undir eitt þak Þeim áfanga var fagnað í dag að Ölgerðin hefur sameinað alla starfsemi sína undir eitt þak. Fram kemur í tilkynningu að fjöldi gesta hafi lagt leið sína í Grjótháls og til að skoða nýbygginguna sem hýsir skrifstofur og vöruhótel. 12.9.2009 19:41 Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12.9.2009 09:58 Eigið fé bankanna gæti þurrkast út vegna málsóknar Eigið fé nýju bankanna þurrkast upp fallist dómstólar á þau rök að gengistryggð lán hafi verið ólögmæt. Bankarnir þurfa þá að afskrifa allt að 150 milljarða króna vegna fasteigna- og bílalána. 11.9.2009 18:48 Íslandsbanki í hendur kröfuhafa Íslandsbanki mun hugsanlega komast í hendurnar á kröfuhöfum samkvæmt frétt Ríkissjónvarpsins um málið. Þar kemur fram að um samkomulag sé að ræða sem var handsalað í júlí síðastliðinum. 11.9.2009 19:15 Japanirnir vildu kaupa Glitni í vetur, enn áhugasamir Þeir japönsku fjárfestar sem höfðu samband við íslensk stjórnvöld eftir hrunið í vetur vildu m.a. festa kaup á Glitni auk orkufyrirtækja. Aftur er búið að koma sambandi á við Japanina og þeir munu enn áhugasamir um að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. 11.9.2009 15:02 Century Aluminium hækkar í kjölfar samnings Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,45% í dag. Í morgun var sem kunnugt er tilkynnt um að Norðurál hefði náð samningi við þrjá erlenda banka um fjármögnun álversins í Helguvík. 11.9.2009 15:31 Helmingi tilboða tekið í ríkisvíxla Rétt tæplega helmingi af tilboðum í ríkisvíxla var tekið í morgun en þá fór fram útboð á ríkisvíxlum í flokki RIKV 10 0115 með tilboðsfyrirkomulagi fór fram hjá Seðlabanka Íslands. 11.9.2009 13:27 Skrifað undir samkomulag Glitnis og kröfuhafa bankans Skrifað verður undir samkomulag skilanefndar Glitnis og kröfuhafa bankans í dag. Samkomulagið gerir ráð fyrir að kröfuhafar geti valið á milli tveggja leiða varðandi aðkomu að Íslandsbanka. 11.9.2009 12:09 Raungengi krónunnar heldur áfram að lækka Raungengi krónu er þriðjungi undir langtímameðaltali sínu, hvort sem viðmiðið er verðlag eða laun. Í ágústmánuði lækkaði raungengi krónu um 1% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags samkvæmt nýlega birtum tölum frá Seðlabankanum. 11.9.2009 12:03 Erlend hlutabréf á bakvið eignahækkanir lífeyrissjóðanna Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst nokkuð í júlí vegna góðrar ávöxtunar af erlendri hlutabréfaeign og erlendum hlutabréfasjóðum. Var hrein eign sjóðanna til greiðslu lífeyris 1.762 milljarða kr. í lok mánaðarins og hafði þá aukist um 25,5 milljarða kr. í mánuðinum. 11.9.2009 11:55 Norðurál semur við þrjá banka um fjármögnun Helguvíkur Norðurál hefur samið við bankana BNP Paribas, Societe Generale og ING um umsjón með fjármögnun byggingar álversins í Helguvík. Bankarnir munu leiða verkefnafjármögnun vegna framkvæmdanna á alþjóðlegum lánamörkuðum. 11.9.2009 10:04 Segir ESB ekki gera kröfur um aðgang að fiskimiðum Íslands Í frétt á vefsíðunni FISHupdate.com segir að í ljós sé að koma að Íslendingar þurfi ekki að gefa neitt eftir hvað varðar aðgang fiskimiðum sínum í staðinn fyrir inngöngu í Evrópusambandið. 11.9.2009 09:50 Veðlán Seðlabankans kostuðu 30% af tekjum ríkissjóðs Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 200 milljarða króna árið 2008, eða 13,6% af landsframleiðslu og 30,6% af tekjum þess. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 5,4% af landsframleiðslu 2007 og 6,3% árið 2006. 11.9.2009 09:15 Glitnir og HAF stefna Exista vegna 5,9 milljarða í lánum Exista hafa borist stefnur frá Glitni banka hf. og HAF Funding 2008-1 Limited þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði félögunum samtals tæplega 5,9 milljarða króna vegna lánasamninga sem upphaflega voru gerðir við Glitni banka hf. 11.9.2009 08:47 FME: Skipun Brynju er enn til skoðunnar Fjármálaeftirlitið (FME) segir að skipun Brynju Halldórsdóttur í stjórn Lífeyrissjóðs verslunnarmanna sé enn til skoðunnar. Það sé því rangt sem haldið var fram af Margréti Kristmannsdóttur að FME hefði ekkert við skipunina að athuga. 11.9.2009 08:17 Styðjast við upptökur vegna rannnsóknar á gjaldeyrisbraski Upptökur af símtölum starfsmanna eru meðal gagna sem Fjármálaeftirlitið hefur fengið frá fjármálafyrirtækjum, við rannsókn mála. Þrír menn sem eru til rannsóknar hjá eftirlitinu, vegna gjaldeyrisbrasks, stofnuðu fyrirtæki í Lúxemborg, meðan þeir voru enn að störfum hjá Askar Capital. 10.9.2009 18:49 Rauður dagur í kauphöllinni Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði í dag um 0,9% og stendur í 815 stigum. Ekkert félag hækkaði en mesta lækkunin varð hjá Bakkavör eða 8,6%, Össur lækkaði um 2,3% og Marel um 0,8%. 10.9.2009 15:54 Laun viðskipta- og hagfræðinga hækka um 8% milli ára Meðaltal heildarmánaðarlauna viðskipta- og hagfræðinga mælist nú 581 þúsund kr. sem er rúmlega 8% hækkun frá því á sama tíma í fyrra. Hækkun launa er nú talsvert meiri en í síðustu kjarakönnun en þá höfðu laun hækkað um tæplega 4% á milli ára. 10.9.2009 13:50 Árni Matt: Ræddum við japönsku fjárfestana um áramótin Árni Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra segir að hann hafi átt viðræður við japanska fjárfesta um hugsanleg kaup þeirra á banka og orkufyrirtækjum hérlendis í kringum síðustu áramót. Fjárfestarnir voru tilbúnir til að setja allt að einum milljarði dollara eða um 125 milljörðum kr. inn í íslenska hagkerfið. 10.9.2009 13:19 Sjá næstu 50 fréttir
Yfirlýsing frá Gaumi ehf Í tilefni frétta af fjárkröfu skiptastjóra þb. Baugs Group hf. á hendur Fjárfestingarfélaginu Gaumi ehf. og fleiri aðilum vegna kaupa 1998 ehf. á 95,7% af heildarhlutafé Haga hf. hefur Fjárfestingarfélagið Gaumur ehf. sent yfirlýsingu þar sem Gaumur vill koma eftirfarandi á framfæri: 15.9.2009 22:02
Century Aluminium hækkar Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,4% í dag en mjög lítil viðskipti voru á bakvið þá hækkun. Þá hækkaði Össur um 0,4%. Annars endaði dagurinn í rauðu því úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,16%. 15.9.2009 15:43
Þórarinn aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands Seðlabankastjóri hefur ráðið Þórarinn G. Pétursson í stöðu aðalhagfræðings Seðlabanka Íslands. Ráðningin fór fram að undangenginni auglýsingu og að afloknu sérstöku mati hæfnisnefndar. 15.9.2009 15:11
Hjól atvinnulífsins snúast á Grundartanga Töluverðar gatnagerðaframkvæmdir á vegum Faxaflóahafna eru nú á Grundartanga og uppbygging tveggja fyrirtækja á nýjum lóðum er komin á gott skrið. 15.9.2009 13:52
Álverð fer lækkandi eftir hagstætt sumar Álverð hefur lækkað á heimsmarkaði um tæp 8% undanfarinn mánuð eftir mjög hagstæða verðþróun nær allt sumarið. Verðið er þó enn 17% hærra en um síðustu áramót. 15.9.2009 12:11
Ástarbréfin þjóðarbúinu dýrkeypt Tapaðar veðkröfur Seðlabankans vegna ástarbréfa bankanna eru meiri en sem nemur niðurskurði í ríkisfjármálum á næstu tveimur til þremur árum. 15.9.2009 12:09
Heildaraflinn í ágúst minnkar um 11,9% milli ára Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum ágústmánuði, metinn á föstu verði, var 11,9% minni en í ágúst 2008. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 5,7% miðað við sama tímabil 2008, sé hann metinn á föstu verði. 15.9.2009 09:13
Business.dk: Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi Á viðskiptasíðu danska blaðsins Berlingske Tidende, Business.dk, í dag er grein um Jón Ásgeir Jóhannesson undir fyrirsögninni „Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi“. Þar er greint frá því að Jón Ásgeir sé enn umsvifamikill í íslensku atvinnulífi þrátt fyrir milljarða króna gjaldþrot Baugs. 15.9.2009 09:09
Vísar á bug gagnrýni vegna Landsbankans í Lúx Lárentínus Kristjánsson vísar á bug gagnrýni á skilanefndina vegna málefna hins gjaldþrota banka í Lúxemborg og segir sökina liggja hjá fulltrúum fjármálayfirvalda ytra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv. 14.9.2009 19:47
Uppsveifla á skuldabréfamarkaðinum Töluvert líf var á skuldabréfamarkaðinum í dag og nam veltan 16,7 milljörðum kr. Er þetta tvöfalt meiri velta en á föstudaginn síðasta. 14.9.2009 16:00
Nýja Kaupþing endurbætir reglur fyrir fyrirtækji í skuldavanda Nýi Kaupþing banki gefur í dag út endurbættar verklagsreglur fyrir fyrirtæki í skuldavanda. Tilefni slíkra reglna eru þær aðstæður sem ríkja í efnahagslífinu. 14.9.2009 12:33
Heimilin herða sultarólina, ferðamenn eyða meiru Lítið lát er á samdrætti einkaneyslu hérlendis ef marka má nýbirtar tölur um kortaveltu og veltu í smásöluverslun. Virðast heimilin skera við nögl flest annað en brýnustu nauðsynjar þessa dagana. Hinsvegar eyða ferðamenn fé á landinu sem aldrei fyrr. 14.9.2009 12:13
Spáir lítilsháttar lækkun á ársverðbólgunni Greining Íslandsbanka gerir ráð fyrir að vísitala neysluverðs (VNV) muni hækka um 0,7% í september. Ef spáin gengur eftir mun 12 mánaða verðbólga lækka lítillega, úr 10,9% í 10,7%. 14.9.2009 12:05
Málstofa SÍ um endurskipulag skulda heimila og fyrirtækja Málstofa um endurskipulagningu skulda heimila og fyrirtækja verður haldin á morgun 15. september kl. 15:00 í fundarsal Seðlabankans (SÍ), Sölvhóli. 14.9.2009 10:26
Fyrirtaka í greiðslustöðvun flugrisa Eignarhaldsfélagið Northern Travel Holdings hefur óskað eftir greiðslustöðvun í Héraðsdómi Reykjavíkur en fyrirtaka fer fram í málinu í dag. Félagið var aðallega í eigu Fons hf. 14.9.2009 09:55
Heildarvelta kreditkorta minnkar um 17,2% milli ára Heildarvelta kreditkorta í ágústmánuði var 23,7 milljarðar kr. samanborið við 28,6 milljarða kr. á sama tíma í fyrra og er þetta 17,2 % samdráttur milli ára. 14.9.2009 09:23
SFO hefur rannsakað íslensku bankana í fleiri mánuði Breska efnahagsbrotalögreglan (SFO) eða Serious Fraud Office hefur rannsakað starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi í fleiri mánuði. Þetta kemur fram í umfjöllun Financial Times um samstarf SFO og embættis sérstaks saksóknara. 14.9.2009 09:03
Kópavogur tapaði 1,2 milljarði á fyrri helming ársins Tap Kópavogsbæjar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1,2 milljarði kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 100 milljón kr. hagnaði. Samkvæmt tilkynningu um uppgjörið segir að frávik frá áætlun liggi aðallega í fjármagnsliðum. 14.9.2009 08:40
Búið að selja alla hluti Exista í Bakkavör Viðskiptum með alla hluti Exista í Bakkavör Group er lokið í samræmi við tilkynningar félagsins frá 10. október 2008. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bakkavör. 14.9.2009 08:31
Seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftum Már Guðmundsson seðlabankastjóri boðar hert eftirlit með gjaldeyrishöftunum og segir að Seðlabankinn muni fljótlega tilkynna um slíkt. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali við Má í Morgunblaðinu í dag. 14.9.2009 08:14
Minnkandi velta í smásöluverslun í ágúst Velta í dagvöruverslun dróst saman um 5,4% á föstu verðlagi í ágúst miðað við sama mánuð í fyrra og jókst um 11,2% á breytilegu verðlagi. Leiðrétt fyrir árstíðarbundnum þáttum nam samdráttur í veltu dagvöruverslana í ágúst 3,3% frá sama mánuði í fyrra. Verð á dagvöru hækkaði um 17,5% á síðastliðnum 12 mánuðum. 14.9.2009 08:01
Vonar að kröfuhafar eignist Íslandsbanka Fjármálaráðuneytið og skilanefnd Glitnis fyrir hönd kröfuhafa bankans undirrituðu í gær samkomulag um uppgjör vegna Glitnis. 14.9.2009 05:30
Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um milljarða Þrotabú Baugs kann að geta krafið Kaupþing um milljarða íslenskra króna vegna uppgreiðslu á lánum með söluandvirði Haga. Aðrir kröfuhafar hefðu átt ríkari rétt á að fá skuldir sínar greiddar en bankinn. 13.9.2009 18:29
Samkomulag um framtíð Íslandsbanka undirritað Íslandsbanki, skilanefnd Glitnis, fyrir hönd kröfuhafa, og íslenska ríkið hafa undirritað samninga um uppgjör á milli gamla og nýja bankans og endurfjármögnun Íslandsbanka, að fram kemur í tilkynningu. Samkomulagið felur í sér að erlendir kröfuhafar geti eignast stærsta hluta Íslandsbanka. 13.9.2009 16:18
Kröfuhafar geta eignast Íslandsbanka Skrifað verður undir samkomulag um að erlendir kröfuhafar geti eignast stærsta hluta Íslandsbanka á næstu klukkutímum. Fjármálaráðherra segist vongóður um að kröfuhafar vilji eignast bæði Íslandsbanka og Kaupþing en slíkt hefði í för með sér að íslenska ríkið myndi spara um 70 milljarða í eiginfjárframlagi fyrir þessa tvo banka. 13.9.2009 12:07
Breska lögreglan á leið til Íslands vegna viðskiptafélaga Exista Fulltrúar efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) ætla að koma Íslands vegna rannsóknar sinnar á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista saman tæplega 30% hlut í JJB Sports. Kaupþing lánaði fyrir kaupunum. Mikilvæg gögn í málinu eru talin vera hér á landi. 13.9.2009 11:18
Ölgerðin sameinar starfsemi sína undir eitt þak Þeim áfanga var fagnað í dag að Ölgerðin hefur sameinað alla starfsemi sína undir eitt þak. Fram kemur í tilkynningu að fjöldi gesta hafi lagt leið sína í Grjótháls og til að skoða nýbygginguna sem hýsir skrifstofur og vöruhótel. 12.9.2009 19:41
Vann gegn markmiðum Seðlabankans Magnús Árni Skúlason, sem situr í bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir hönd Framsóknarflokksins, hafði samband við stóran hluthafa í stoðtækjaframleiðandanum Össuri og starfsmenn lyfjafyrirtækisins Actavis með það fyrir augum að benda þeim á heppilegan miðlara með gjaldeyri erlendis. Áður hafði Seðlabankinn beðið fyrirtækin um að láta af slíkum viðskiptum. Þetta er fullyrt í Morgunblaðinu í dag. 12.9.2009 09:58
Eigið fé bankanna gæti þurrkast út vegna málsóknar Eigið fé nýju bankanna þurrkast upp fallist dómstólar á þau rök að gengistryggð lán hafi verið ólögmæt. Bankarnir þurfa þá að afskrifa allt að 150 milljarða króna vegna fasteigna- og bílalána. 11.9.2009 18:48
Íslandsbanki í hendur kröfuhafa Íslandsbanki mun hugsanlega komast í hendurnar á kröfuhöfum samkvæmt frétt Ríkissjónvarpsins um málið. Þar kemur fram að um samkomulag sé að ræða sem var handsalað í júlí síðastliðinum. 11.9.2009 19:15
Japanirnir vildu kaupa Glitni í vetur, enn áhugasamir Þeir japönsku fjárfestar sem höfðu samband við íslensk stjórnvöld eftir hrunið í vetur vildu m.a. festa kaup á Glitni auk orkufyrirtækja. Aftur er búið að koma sambandi á við Japanina og þeir munu enn áhugasamir um að fjárfesta í íslensku atvinnulífi. 11.9.2009 15:02
Century Aluminium hækkar í kjölfar samnings Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,45% í dag. Í morgun var sem kunnugt er tilkynnt um að Norðurál hefði náð samningi við þrjá erlenda banka um fjármögnun álversins í Helguvík. 11.9.2009 15:31
Helmingi tilboða tekið í ríkisvíxla Rétt tæplega helmingi af tilboðum í ríkisvíxla var tekið í morgun en þá fór fram útboð á ríkisvíxlum í flokki RIKV 10 0115 með tilboðsfyrirkomulagi fór fram hjá Seðlabanka Íslands. 11.9.2009 13:27
Skrifað undir samkomulag Glitnis og kröfuhafa bankans Skrifað verður undir samkomulag skilanefndar Glitnis og kröfuhafa bankans í dag. Samkomulagið gerir ráð fyrir að kröfuhafar geti valið á milli tveggja leiða varðandi aðkomu að Íslandsbanka. 11.9.2009 12:09
Raungengi krónunnar heldur áfram að lækka Raungengi krónu er þriðjungi undir langtímameðaltali sínu, hvort sem viðmiðið er verðlag eða laun. Í ágústmánuði lækkaði raungengi krónu um 1% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags samkvæmt nýlega birtum tölum frá Seðlabankanum. 11.9.2009 12:03
Erlend hlutabréf á bakvið eignahækkanir lífeyrissjóðanna Hrein eign lífeyrissjóðanna jókst nokkuð í júlí vegna góðrar ávöxtunar af erlendri hlutabréfaeign og erlendum hlutabréfasjóðum. Var hrein eign sjóðanna til greiðslu lífeyris 1.762 milljarða kr. í lok mánaðarins og hafði þá aukist um 25,5 milljarða kr. í mánuðinum. 11.9.2009 11:55
Norðurál semur við þrjá banka um fjármögnun Helguvíkur Norðurál hefur samið við bankana BNP Paribas, Societe Generale og ING um umsjón með fjármögnun byggingar álversins í Helguvík. Bankarnir munu leiða verkefnafjármögnun vegna framkvæmdanna á alþjóðlegum lánamörkuðum. 11.9.2009 10:04
Segir ESB ekki gera kröfur um aðgang að fiskimiðum Íslands Í frétt á vefsíðunni FISHupdate.com segir að í ljós sé að koma að Íslendingar þurfi ekki að gefa neitt eftir hvað varðar aðgang fiskimiðum sínum í staðinn fyrir inngöngu í Evrópusambandið. 11.9.2009 09:50
Veðlán Seðlabankans kostuðu 30% af tekjum ríkissjóðs Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 200 milljarða króna árið 2008, eða 13,6% af landsframleiðslu og 30,6% af tekjum þess. Til samanburðar var tekjuafkoman jákvæð um 5,4% af landsframleiðslu 2007 og 6,3% árið 2006. 11.9.2009 09:15
Glitnir og HAF stefna Exista vegna 5,9 milljarða í lánum Exista hafa borist stefnur frá Glitni banka hf. og HAF Funding 2008-1 Limited þar sem gerðar eru þær dómkröfur að Exista greiði félögunum samtals tæplega 5,9 milljarða króna vegna lánasamninga sem upphaflega voru gerðir við Glitni banka hf. 11.9.2009 08:47
FME: Skipun Brynju er enn til skoðunnar Fjármálaeftirlitið (FME) segir að skipun Brynju Halldórsdóttur í stjórn Lífeyrissjóðs verslunnarmanna sé enn til skoðunnar. Það sé því rangt sem haldið var fram af Margréti Kristmannsdóttur að FME hefði ekkert við skipunina að athuga. 11.9.2009 08:17
Styðjast við upptökur vegna rannnsóknar á gjaldeyrisbraski Upptökur af símtölum starfsmanna eru meðal gagna sem Fjármálaeftirlitið hefur fengið frá fjármálafyrirtækjum, við rannsókn mála. Þrír menn sem eru til rannsóknar hjá eftirlitinu, vegna gjaldeyrisbrasks, stofnuðu fyrirtæki í Lúxemborg, meðan þeir voru enn að störfum hjá Askar Capital. 10.9.2009 18:49
Rauður dagur í kauphöllinni Úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði í dag um 0,9% og stendur í 815 stigum. Ekkert félag hækkaði en mesta lækkunin varð hjá Bakkavör eða 8,6%, Össur lækkaði um 2,3% og Marel um 0,8%. 10.9.2009 15:54
Laun viðskipta- og hagfræðinga hækka um 8% milli ára Meðaltal heildarmánaðarlauna viðskipta- og hagfræðinga mælist nú 581 þúsund kr. sem er rúmlega 8% hækkun frá því á sama tíma í fyrra. Hækkun launa er nú talsvert meiri en í síðustu kjarakönnun en þá höfðu laun hækkað um tæplega 4% á milli ára. 10.9.2009 13:50
Árni Matt: Ræddum við japönsku fjárfestana um áramótin Árni Mathiesen fyrrverandi fjármálaráðherra segir að hann hafi átt viðræður við japanska fjárfesta um hugsanleg kaup þeirra á banka og orkufyrirtækjum hérlendis í kringum síðustu áramót. Fjárfestarnir voru tilbúnir til að setja allt að einum milljarði dollara eða um 125 milljörðum kr. inn í íslenska hagkerfið. 10.9.2009 13:19