Viðskipti innlent

Kópavogur tapaði 1,2 milljarði á fyrri helming ársins

Tap Kópavogsbæjar á fyrstu sex mánuðum ársins nam 1,2 milljarði kr. en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 100 milljón kr. hagnaði. Samkvæmt tilkynningu um uppgjörið segir að frávik frá áætlun liggi aðallega í fjármagnsliðum.

Í tilkynningunni er tekið fram að um óendurskoðað uppgjör sé að ræða. Þar segir m.a. að aðal frávikið frá áætlun liggur í fjármagnsliðum. Er þar aðallega um að ræða reiknað gengistap vegna erlendra lána sem er um 686 milljónir kr. Þá varð verðbólga varð heldur meiri en reiknað var með og markaðs vextir hærri. Rekstur málaflokka er nánast á áætlun.

„Þrátt fyrir erfiðar aðstæður í samfélaginu og með hliðsjón af samfélagslegum skyldum bæjarfélagsins, einkum þegar hart er í ári, hefur almennur rekstur bæjarsjóðs verið í takti við áætlun, sem unnin var í lok síðasta árs," segir í tilkynningunni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×