Viðskipti innlent

Vísar á bug gagnrýni vegna Landsbankans í Lúx

Lárentínus Kristjánsson vísar á bug gagnrýni á skilanefndina vegna málefna hins gjaldþrota banka í Lúxemborg og segir sökina liggja hjá fulltrúum fjármálayfirvalda ytra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Rúv.

Talsmaður innistæðueigenda í hinum gjaldþrota Landsbanka í Lúxemborg hefur gagnrýnt skilanefndina og talið hana bera ríka ábyrgð á mögulegu tjóni uppá allt að 700 milljónir Evra. Þessari gagnrýni vísaði Lárentínus á bug í kvöldfréttum og taldi rétt að leita að sökudólgi í Lúxemborg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×