Viðskipti innlent

Íslandsbanki í hendur kröfuhafa

Íslandsbanki mun hugsanlega komast í hendurnar á kröfuhöfum samkvæmt frétt Ríkissjónvarpsins um málið. Þar kemur fram að um samkomulag sé að ræða sem var handsalað í júlí síðastliðinum.

Erlendir kröfuhafar gætu því eignast allt að 95 prósent hlut í Íslandsbanka samkvæmt samkomulagi sem er í burðarliðnum. Reiknað er með því að skrifað verði undir samkomulagið næstkomandi sunnudag samkvæmt RÚV.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×