Viðskipti innlent

Business.dk: Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi

Á viðskiptasíðu danska blaðsins Berlingske Tidende, Business.dk, í dag er grein um Jón Ásgeir Jóhannesson undir fyrirsögninni „Jón Ásgeir stjórnar enn Íslandi". Þar er greint frá því að Jón Ásgeir sé enn umsvifamikill í íslensku atvinnulífi þrátt fyrir milljarða króna gjaldþrot Baugs.

„Stærsti útrásarvíkingurinn af þeim öllum, fyrrum eigandi Magasin, Jón Ásgeir hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir meðábyrgð sína á íslenska efnahagshruninu sem bankaeigandi og stórskuldari í íslensku bönkunum," segir í greininni. „En það eru enn miklir möguleikar á því að hann hagnist þegar Íslendingar fara í stórmarkaði, í kvikmyndahús eða kaupa tónlist."

Geint er frá því að Hagar eigi enn 100 verslanir á Íslandi, þar á meðal stærstu matvöruverslanakeðjuna ásamt stærst dagblaðinu, Stöð 2 og nokkrar útvarpsstöðvar. Á þessu sitji Jón Ásgeir þrátt fyrir að Baugs-veldi hans er hrunið.

Þá er fjallað um hvernig Jón Ásgeir tókst að ná verslunum sínum út úr Baugi fjórum tæpu ári fyrir hrun með 30 milljarða kr. láni frá Kaupþingi. Tryggingar bankans fyrir láninu eru sagðar verðlitlar og að verðmæti Haga hafi ekki verið nægilegt til að tryggja lánið.

„Kaupþing getur ekki tjáð sig um einstaka viðskiptavini en heimildarmaður segir að í bankanum starfi þrír menn sem fylgist með rekstri Haga til að tryggja að eignir fari ekki úr rekstrinum," segir á Busines.dk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×