Viðskipti innlent

Segir ESB ekki gera kröfur um aðgang að fiskimiðum Íslands

Í frétt á vefsíðunni FISHupdate.com segir að í ljós sé að koma að Íslendingar þurfi ekki að gefa neitt eftir hvað varðar aðgang fiskimiðum sínum í staðinn fyrir inngöngu í Evrópusambandið.

 

Fram kemur að samningaviðræður um aðild Íslands að ESB muni hefjast á næsta ári og að það verði þrýst á um að Ísland slaki á kröfum sínum um aðgang erlendra togara að miðum sínum sennilega frá Spánverjum, Frökkum og Portúgölum.

 

Reiknað er með að Íslendingar hafni þessu alfarið enda myndu slíkar tilslakanir aldrei hljóta samþykki í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í fréttinni er greint frá ummælum Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra um að fiskimiðin yrðu aldrei opnuð alveg fyrir erlendar útgerðir og að ESB hafi samþykkt það sjónarmið að mestu leyti.

 

Síðan segir að það sé almenn skoðun að núverandi fiskveiðistefna ESB sé gersamlega misheppnuð enda á að breyta henni frá grunni. Árið 2013 verði búið að kasta stefnunni fyrir borð og í staðinn komið sóknarkerfi bundið við dagafjölda á sjó. „Engin myndi nokkurn tíman reyna að þröngva núverandi fiskveiðastefnu upp á Íslendinga enda myndu þeir aldrei samþykkja slíkt," segir í fréttinni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×