Viðskipti innlent

Breska lögreglan á leið til Íslands vegna viðskiptafélaga Exista

Fjallað er um málið á vef Daily Mail í dag.
Fjallað er um málið á vef Daily Mail í dag.
Fulltrúar efnahagsbrotadeildar bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) ætla að koma Íslands vegna rannsóknar sinnar á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista saman tæplega 30% hlut í JJB Sports. Kaupþing lánaði fyrir kaupunum. Mikilvæg gögn í málinu eru talin vera hér á landi.

Áður hefur verið greint frá því að breska efnahagsbrotadeildin hyggst senda sérfræðinga til landsins vegna rannsóknar sinnar á málum sem tengjast bankahruninu hér á landi. Richard Alderman, yfirmaður deildarinnar, fundaði um samstarf og upplýsingskipti með Ólafi Haukssyni sérstökum saksóknara og ráðgjafanum Evu Joly í London fyrir helgi.

Mikilvæg gögn á Íslandi

Rannsóknin á JJB Sports kemur í kjölfar rannsóknar breska samkeppniseftirlitsins á starfsháttum og samstarfi verslunarkeðjunnar og annarrar íþróttavörukeðju, Sports Direct. Leikur grunur á að fyrirtækin hafi misnotað ráðandi stöðu sína til einokunnar á þessum markaði í Bretlandi.

Fram kemur á vef Daily Mail í dag að breska efnahagsbrotadeildin telji að mikilvæg gögn í málinu sé að finna hjá Kaupþingi hér á landi. Því verði fulltrúar sendir til Íslands. Í fréttinni segir jafnframt að rannsóknin beinst meðal annars af því hvort að Kaupþing hafi beitt sér með óeðlilegum hætti fyrir nokkra viðskiptavini sína.






Tengdar fréttir

Viðskiptafélagi Exista í lögreglurannsókn á Bretlandi

Efnahagsbrotadeild lögreglunnar á Bretlandi (Serious Fraud Office) hefur hafið rannsókn á starfsháttum íþróttavöruverslunnarkeðjunnar JJB Sports meðan keðjan var undir stjórn Chris Ronnie. Ronnie er fyrrum viðskiptafélagi Exista í Bretlandi en um tíma áttu hann og Exista tæplega 30% hlut saman í JJB Sports.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×