Norðurál semur við þrjá banka um fjármögnun Helguvíkur 11. september 2009 10:04 Norðurál hefur samið við bankana BNP Paribas, Societe Generale og ING um umsjón með fjármögnun byggingar álversins í Helguvík. Bankarnir munu leiða verkefnafjármögnun vegna framkvæmdanna á alþjóðlegum lánamörkuðum. Í tilkynningu segir að samkvæmt nýgerðum Stöðugleikasáttmála Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, BSRB, Kennarasambands Íslands, SSF, Samtaka atvinnulífsins, ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur ríkisstjórn Íslands samþykkt að greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þóðhagsáætlun, s.s. framkvæmda vegna álvers í Helguvík. Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009. Sveitarfélög og önnur stjórnvöld tryggi að farið verði að tímafrestum við gerð skipulags og allar leyfisveitingar og greitt verði fyrir nýjum fjárfestingum eins og kostur er. "Það er ánægjulegur áfangi að hafa skipað sér við hlið þessara sterku banka," segir Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Norðuráls. "Við höfum átt árangursríkt samstarf við þessa banka vegna fjármögnunar framkvæmda við álverið á Grundartanga allt frá árinu 1997 og þeir sýna fyrirhugaðri framkvæmd í Helguvík mikinn áhuga. Nú er mikilvægt að orkufyrirtækin geti komið sínum áætlunum í framkvæmd ." Áætlað er að álframleiðsla hefjist í Helguvík síðla árs 2011. "Við leggjum allt kapp á að byggingaframkvæmdir við þetta gríðarlega mikilvæga verkefni komist á fullt skrið " bætir Ragnar við. "Það er hart lagt að okkur úr öllum áttum að þessari framkvæmd miði áfram vegna þeirra starfa sem hún mun skapa og þeirra jákvæðu áhrifa sem hún mun að hafa á íslenskt efnahagslíf." Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira
Norðurál hefur samið við bankana BNP Paribas, Societe Generale og ING um umsjón með fjármögnun byggingar álversins í Helguvík. Bankarnir munu leiða verkefnafjármögnun vegna framkvæmdanna á alþjóðlegum lánamörkuðum. Í tilkynningu segir að samkvæmt nýgerðum Stöðugleikasáttmála Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, BSRB, Kennarasambands Íslands, SSF, Samtaka atvinnulífsins, ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga, hefur ríkisstjórn Íslands samþykkt að greiða götu þegar ákveðinna stórframkvæmda sbr. þóðhagsáætlun, s.s. framkvæmda vegna álvers í Helguvík. Kappkostað verður að engar hindranir verði af hálfu stjórnvalda í vegi slíkra framkvæmda eftir 1. nóvember 2009. Sveitarfélög og önnur stjórnvöld tryggi að farið verði að tímafrestum við gerð skipulags og allar leyfisveitingar og greitt verði fyrir nýjum fjárfestingum eins og kostur er. "Það er ánægjulegur áfangi að hafa skipað sér við hlið þessara sterku banka," segir Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Norðuráls. "Við höfum átt árangursríkt samstarf við þessa banka vegna fjármögnunar framkvæmda við álverið á Grundartanga allt frá árinu 1997 og þeir sýna fyrirhugaðri framkvæmd í Helguvík mikinn áhuga. Nú er mikilvægt að orkufyrirtækin geti komið sínum áætlunum í framkvæmd ." Áætlað er að álframleiðsla hefjist í Helguvík síðla árs 2011. "Við leggjum allt kapp á að byggingaframkvæmdir við þetta gríðarlega mikilvæga verkefni komist á fullt skrið " bætir Ragnar við. "Það er hart lagt að okkur úr öllum áttum að þessari framkvæmd miði áfram vegna þeirra starfa sem hún mun skapa og þeirra jákvæðu áhrifa sem hún mun að hafa á íslenskt efnahagslíf."
Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Stefna á milljarð í veltu innan tveggja til þriggja ára Atvinnulíf Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Sjá meira