Viðskipti innlent

Century Aluminium hækkar

Hlutir í Century Aluminium hækkuðu um 1,4% í dag en mjög lítil viðskipti voru á bakvið þá hækkun. Þá hækkaði Össur um 0,4%. Annars endaði dagurinn í rauðu því úrvalsvísitalan OMX16 lækkaði um 0,16%.

 

Mesta lækkun varð hjá Bakkavör eða 6,25% og Marel lækkaði um 0,7%. Skuldabréfaveltan var einnig í daufara lagi m.v. undanfarna mánuði en hún nam 8,7 milljörðum kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×