Raungengi krónunnar heldur áfram að lækka 11. september 2009 12:03 Raungengi krónu er þriðjungi undir langtímameðaltali sínu, hvort sem viðmiðið er verðlag eða laun. Í ágústmánuði lækkaði raungengi krónu um 1% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags samkvæmt nýlega birtum tölum frá Seðlabankanum. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að aðeins einu sinni hefur raungengið mælst lægra það sem af er öldinni, en það var í nóvember á síðasta ári. Raunar er raungengið svo langt fyrir neðan það sem lægst hefur gert á ársgrundvelli undanfarin 95 ár að tæpast hefur það verið jafn lágt áður á því tímabili nema um afar skamma hríð. Lágt raungengi um þessar mundir er blendin blessun. Það er afleiðing gjaldeyriskreppu í kjölfar mikillar erlendrar skuldasöfnunar. Raunar verður að taka raungengisútreikningum Seðlabanka með þeim fyrirvara að gengi krónu ræðst ekki á frjálsum markaði heldur er það skilyrt af gjaldeyrishöftum. Kaupmáttur Íslendinga hefur minnkað mikið í alþjóðlegu tilliti í kjölfar hruns krónunnar á síðasta ári og áhrifin á efnahagsreikning fyrirtækja og heimila verið afar slæm vegna þess hve algeng verð- og gengistryggð lán hafa verið á síðustu árum. Á hinn bóginn bætir hið lága raungengi samkeppnisstöðu útflutningsgreina, sem og þeim sem keppa við innfluttar vörur og þjónustu á innlendum markaði. Veik króna getur þannig flýtt fyrir bata efnahagslífsins á komandi misserum. Jákvæð áhrif gengisfallsins á vöruútflutning hafa raunar látið á sér standa, enda eru stærstu útflutningsgreinar okkar, sjávarafurðir og ál, bæði bundnar í báða skó hvað framleiðslugetu varðar og varðar að verulegu leyti fyrir gengissveiflum. Áhrifin á innflutning hafa verið mun meira afgerandi, en vöruinnflutningur dróst saman um ríflega 40% á fyrri hluta ársins frá sama tímabili í fyrra. Þar er raunar ekki krónan ein að verki heldur einnig sú staðreynd að þær neysluvörur sem heimilin spara við sig þegar skóinn kreppir eru innfluttar í mun meiri mæli en nauðsynjavörur. Staðkvæmd milli innlendra og innfluttra neysluvara er reyndar með minnsta móti á Íslandi þegar matvöru og öðrum dagvörum sleppir. Auk þess hefur dregið mjög mikið úr innflutningi fjárfestingarvara vegna hagsveiflunnar og sú þróun er að verulegu leyti ótengd þróun krónunnar. Áhrifin á útflutning þjónustu, sér í lagi ferðamennsku, hafa verið mun snarari þótt heimskreppan hafi slegið á ferðamannastrauminn hingað til lands. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Raungengi krónu er þriðjungi undir langtímameðaltali sínu, hvort sem viðmiðið er verðlag eða laun. Í ágústmánuði lækkaði raungengi krónu um 1% frá fyrri mánuði á mælikvarða hlutfallslegs verðlags samkvæmt nýlega birtum tölum frá Seðlabankanum. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að aðeins einu sinni hefur raungengið mælst lægra það sem af er öldinni, en það var í nóvember á síðasta ári. Raunar er raungengið svo langt fyrir neðan það sem lægst hefur gert á ársgrundvelli undanfarin 95 ár að tæpast hefur það verið jafn lágt áður á því tímabili nema um afar skamma hríð. Lágt raungengi um þessar mundir er blendin blessun. Það er afleiðing gjaldeyriskreppu í kjölfar mikillar erlendrar skuldasöfnunar. Raunar verður að taka raungengisútreikningum Seðlabanka með þeim fyrirvara að gengi krónu ræðst ekki á frjálsum markaði heldur er það skilyrt af gjaldeyrishöftum. Kaupmáttur Íslendinga hefur minnkað mikið í alþjóðlegu tilliti í kjölfar hruns krónunnar á síðasta ári og áhrifin á efnahagsreikning fyrirtækja og heimila verið afar slæm vegna þess hve algeng verð- og gengistryggð lán hafa verið á síðustu árum. Á hinn bóginn bætir hið lága raungengi samkeppnisstöðu útflutningsgreina, sem og þeim sem keppa við innfluttar vörur og þjónustu á innlendum markaði. Veik króna getur þannig flýtt fyrir bata efnahagslífsins á komandi misserum. Jákvæð áhrif gengisfallsins á vöruútflutning hafa raunar látið á sér standa, enda eru stærstu útflutningsgreinar okkar, sjávarafurðir og ál, bæði bundnar í báða skó hvað framleiðslugetu varðar og varðar að verulegu leyti fyrir gengissveiflum. Áhrifin á innflutning hafa verið mun meira afgerandi, en vöruinnflutningur dróst saman um ríflega 40% á fyrri hluta ársins frá sama tímabili í fyrra. Þar er raunar ekki krónan ein að verki heldur einnig sú staðreynd að þær neysluvörur sem heimilin spara við sig þegar skóinn kreppir eru innfluttar í mun meiri mæli en nauðsynjavörur. Staðkvæmd milli innlendra og innfluttra neysluvara er reyndar með minnsta móti á Íslandi þegar matvöru og öðrum dagvörum sleppir. Auk þess hefur dregið mjög mikið úr innflutningi fjárfestingarvara vegna hagsveiflunnar og sú þróun er að verulegu leyti ótengd þróun krónunnar. Áhrifin á útflutning þjónustu, sér í lagi ferðamennsku, hafa verið mun snarari þótt heimskreppan hafi slegið á ferðamannastrauminn hingað til lands.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira