Álverð fer lækkandi eftir hagstætt sumar 15. september 2009 12:11 Álverð hefur lækkað á heimsmarkaði um tæp 8% undanfarinn mánuð eftir mjög hagstæða verðþróun nær allt sumarið. Verðið er þó enn 17% hærra en um síðustu áramót. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að skráð verð á gæðaáli á hrávörumarkaði í London var 1.834 Bandaríkjadalir á tonnið í gær. Það sem af er ári hefur verðið hæst farið í 2.070 dollara á tonnið í upphafi síðasta mánaðar. Lægst varð verðið hins vegar 1.288 dollarar á tonnið undir lok febrúar síðastliðins. Vaxandi trú manna á að hið versta sé brátt að baki í helstu hagkerfum heims hefur stutt við álverð undanfarna mánuði, líkt og raunin er með ýmsa aðra hrávöruflokka. Hins vegar hafa áhyggjur vaxið síðustu vikur af því að eftirspurn eftir iðnaðarmálmum kunni að hafa verið ofmetin í gleðinni yfir skánandi hagvaxtarhorfum, auk þess sem vísbendingar eru um að Kínverjar kunni að auka álútflutning sinn á næstunni. Sérfræðingar á markaði eru fremur bjartsýnir á þróun álverðs næsta kastið. Samkvæmt samantekt Bloomberg telja þeir að jafnaði að verðið á áltonni verði að meðaltali 1.918 dollarar á næsta ári og ríflega 2.200 dollarar árið 2011. Gangi þær spár eftir verður það jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Álútflutningur á fyrstu 7 mánuðum ársins nam tæplega 85 milljörðum kr., sem jafngildir þriðjungi vöruútflutnings á tímabilinu. Þótt ríflega þriðjungur tekna af álútflutningi renni beint til kaupa á hráefni og hagnaður álvera á Íslandi renni á endanum til erlendra eigenda þeirra skapar hækkandi álverð álfyrirtækjunum traustari rekstrargrundvöll. Enn meiru skiptir þó að þróun álverðs hefur umtalsverð áhrif á lausafjárstöðu og arðsemi innlendra orkufyrirtækja vegna tengingar raforkuverðs við álverð. Hækkandi álverð auðveldar þannig orkufyrirtækjunum, sér í lagi Landsvirkjun, að standa straum af greiðslum vegna erlendra lána og minnkar líkurnar á því að þau þurfi á einhvers konar aðstoð að halda frá ríkissjóði eða Seðlabanka, jafnvelt þótt aðgengi þeirra að erlendu lánsfé kunni að reynast takmarkað næsta kastið. Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Álverð hefur lækkað á heimsmarkaði um tæp 8% undanfarinn mánuð eftir mjög hagstæða verðþróun nær allt sumarið. Verðið er þó enn 17% hærra en um síðustu áramót. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að skráð verð á gæðaáli á hrávörumarkaði í London var 1.834 Bandaríkjadalir á tonnið í gær. Það sem af er ári hefur verðið hæst farið í 2.070 dollara á tonnið í upphafi síðasta mánaðar. Lægst varð verðið hins vegar 1.288 dollarar á tonnið undir lok febrúar síðastliðins. Vaxandi trú manna á að hið versta sé brátt að baki í helstu hagkerfum heims hefur stutt við álverð undanfarna mánuði, líkt og raunin er með ýmsa aðra hrávöruflokka. Hins vegar hafa áhyggjur vaxið síðustu vikur af því að eftirspurn eftir iðnaðarmálmum kunni að hafa verið ofmetin í gleðinni yfir skánandi hagvaxtarhorfum, auk þess sem vísbendingar eru um að Kínverjar kunni að auka álútflutning sinn á næstunni. Sérfræðingar á markaði eru fremur bjartsýnir á þróun álverðs næsta kastið. Samkvæmt samantekt Bloomberg telja þeir að jafnaði að verðið á áltonni verði að meðaltali 1.918 dollarar á næsta ári og ríflega 2.200 dollarar árið 2011. Gangi þær spár eftir verður það jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Álútflutningur á fyrstu 7 mánuðum ársins nam tæplega 85 milljörðum kr., sem jafngildir þriðjungi vöruútflutnings á tímabilinu. Þótt ríflega þriðjungur tekna af álútflutningi renni beint til kaupa á hráefni og hagnaður álvera á Íslandi renni á endanum til erlendra eigenda þeirra skapar hækkandi álverð álfyrirtækjunum traustari rekstrargrundvöll. Enn meiru skiptir þó að þróun álverðs hefur umtalsverð áhrif á lausafjárstöðu og arðsemi innlendra orkufyrirtækja vegna tengingar raforkuverðs við álverð. Hækkandi álverð auðveldar þannig orkufyrirtækjunum, sér í lagi Landsvirkjun, að standa straum af greiðslum vegna erlendra lána og minnkar líkurnar á því að þau þurfi á einhvers konar aðstoð að halda frá ríkissjóði eða Seðlabanka, jafnvelt þótt aðgengi þeirra að erlendu lánsfé kunni að reynast takmarkað næsta kastið.
Mest lesið Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Viðskipti erlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Fékk ekki að lækka afborganir því hún komst ekki í gegnum greiðslumat Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira