Álverð fer lækkandi eftir hagstætt sumar 15. september 2009 12:11 Álverð hefur lækkað á heimsmarkaði um tæp 8% undanfarinn mánuð eftir mjög hagstæða verðþróun nær allt sumarið. Verðið er þó enn 17% hærra en um síðustu áramót. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að skráð verð á gæðaáli á hrávörumarkaði í London var 1.834 Bandaríkjadalir á tonnið í gær. Það sem af er ári hefur verðið hæst farið í 2.070 dollara á tonnið í upphafi síðasta mánaðar. Lægst varð verðið hins vegar 1.288 dollarar á tonnið undir lok febrúar síðastliðins. Vaxandi trú manna á að hið versta sé brátt að baki í helstu hagkerfum heims hefur stutt við álverð undanfarna mánuði, líkt og raunin er með ýmsa aðra hrávöruflokka. Hins vegar hafa áhyggjur vaxið síðustu vikur af því að eftirspurn eftir iðnaðarmálmum kunni að hafa verið ofmetin í gleðinni yfir skánandi hagvaxtarhorfum, auk þess sem vísbendingar eru um að Kínverjar kunni að auka álútflutning sinn á næstunni. Sérfræðingar á markaði eru fremur bjartsýnir á þróun álverðs næsta kastið. Samkvæmt samantekt Bloomberg telja þeir að jafnaði að verðið á áltonni verði að meðaltali 1.918 dollarar á næsta ári og ríflega 2.200 dollarar árið 2011. Gangi þær spár eftir verður það jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Álútflutningur á fyrstu 7 mánuðum ársins nam tæplega 85 milljörðum kr., sem jafngildir þriðjungi vöruútflutnings á tímabilinu. Þótt ríflega þriðjungur tekna af álútflutningi renni beint til kaupa á hráefni og hagnaður álvera á Íslandi renni á endanum til erlendra eigenda þeirra skapar hækkandi álverð álfyrirtækjunum traustari rekstrargrundvöll. Enn meiru skiptir þó að þróun álverðs hefur umtalsverð áhrif á lausafjárstöðu og arðsemi innlendra orkufyrirtækja vegna tengingar raforkuverðs við álverð. Hækkandi álverð auðveldar þannig orkufyrirtækjunum, sér í lagi Landsvirkjun, að standa straum af greiðslum vegna erlendra lána og minnkar líkurnar á því að þau þurfi á einhvers konar aðstoð að halda frá ríkissjóði eða Seðlabanka, jafnvelt þótt aðgengi þeirra að erlendu lánsfé kunni að reynast takmarkað næsta kastið. Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Álverð hefur lækkað á heimsmarkaði um tæp 8% undanfarinn mánuð eftir mjög hagstæða verðþróun nær allt sumarið. Verðið er þó enn 17% hærra en um síðustu áramót. Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að skráð verð á gæðaáli á hrávörumarkaði í London var 1.834 Bandaríkjadalir á tonnið í gær. Það sem af er ári hefur verðið hæst farið í 2.070 dollara á tonnið í upphafi síðasta mánaðar. Lægst varð verðið hins vegar 1.288 dollarar á tonnið undir lok febrúar síðastliðins. Vaxandi trú manna á að hið versta sé brátt að baki í helstu hagkerfum heims hefur stutt við álverð undanfarna mánuði, líkt og raunin er með ýmsa aðra hrávöruflokka. Hins vegar hafa áhyggjur vaxið síðustu vikur af því að eftirspurn eftir iðnaðarmálmum kunni að hafa verið ofmetin í gleðinni yfir skánandi hagvaxtarhorfum, auk þess sem vísbendingar eru um að Kínverjar kunni að auka álútflutning sinn á næstunni. Sérfræðingar á markaði eru fremur bjartsýnir á þróun álverðs næsta kastið. Samkvæmt samantekt Bloomberg telja þeir að jafnaði að verðið á áltonni verði að meðaltali 1.918 dollarar á næsta ári og ríflega 2.200 dollarar árið 2011. Gangi þær spár eftir verður það jákvætt fyrir íslenskt efnahagslíf. Álútflutningur á fyrstu 7 mánuðum ársins nam tæplega 85 milljörðum kr., sem jafngildir þriðjungi vöruútflutnings á tímabilinu. Þótt ríflega þriðjungur tekna af álútflutningi renni beint til kaupa á hráefni og hagnaður álvera á Íslandi renni á endanum til erlendra eigenda þeirra skapar hækkandi álverð álfyrirtækjunum traustari rekstrargrundvöll. Enn meiru skiptir þó að þróun álverðs hefur umtalsverð áhrif á lausafjárstöðu og arðsemi innlendra orkufyrirtækja vegna tengingar raforkuverðs við álverð. Hækkandi álverð auðveldar þannig orkufyrirtækjunum, sér í lagi Landsvirkjun, að standa straum af greiðslum vegna erlendra lána og minnkar líkurnar á því að þau þurfi á einhvers konar aðstoð að halda frá ríkissjóði eða Seðlabanka, jafnvelt þótt aðgengi þeirra að erlendu lánsfé kunni að reynast takmarkað næsta kastið.
Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira