Viðskipti innlent

Kröfuhafar geta eignast Íslandsbanka

Mynd/Daníel Rúnarsson
Skrifað verður undir samkomulag um að erlendir kröfuhafar geti eignast stærsta hluta Íslandsbanka á næstu klukkutímum. Fjármálaráðherra segist vongóður um að kröfuhafar vilji eignast bæði Íslandsbanka og Kaupþing en slíkt hefði í för með sér að íslenska ríkið myndi spara um 70 milljarða í eiginfjárframlagi fyrir þessa tvo banka.

Steingrímur J. Sigfússon segir að nú sé verið að klára skjalavinnu svo hægt sé að ganga frá samkomulaginu.

„Þetta er á síðustu metrunum og við erum vonast eftir undirskrift á næstu klukkutímum eða sólarhring," segir fjármálaráðherra.

Steingrímur segir samkomulagið í grófum dráttum í framhaldi af þeirri niðurstöðu sem náðist 20. júlí að klára uppgjörið milli nýja bankans og gamla bankans. Skilanefndin muni þá fá tækifæri til, fyrir hönd erlendra kröfuhafa, að eignast stóran hluta í bankanum ellegar að ríkið fjármagni hann og eigi hann með kauprétti kröfuhafanna síðar. Samskonar samkomulag hefur verið gert við Kaupþing.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×