Fleiri fréttir

Krónan að veikjast

Króna veikist í byrjun dags og stendur gengisvísitalan nú í 163,8 stigum. Hefur vísitalan styrkst um 0,63 prósent í morgun. Evran kostar nú 127,9 krónur, dollarinn 81,4 krónur, breska pundið 162,3 krónur og danska krónan 17,15 krónur.

Verðbólgan er 13,6%

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 3,2% sem jafngildir 13,6% verðbólgu á ári, en 13,5% verðbólga án húsnæðis, samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Íbúðalánasjóður fjölgar veðhæfum bréfum

Íbúðalánasjóður birti í dag reglur sem gilda um lán sjóðsins til fjármálafyrirtækja gegn veði í íbúðalánum viðkomandi stofnana. Eins og áður hefur verið greint verður að hámarki þrjátíu milljörðum varið til aðgerðanna sem ætlað er að létta á þeim lausafjárskorti sem ríkir á innlendum fjármálamarkaði.

Úrvalsvísitalan hækkar lítillega

Þrátt fyrir afar lítil viðskipti í Kauphöllinni í dag hækkar úrvalsvísitalan um 0,20 prósent. Stendur hún nú í 4168 stigum. Bakkavör hækkaði um 1,19 prósent, Kaupþing um 0,7 prósent og Straumur um 0,54 prósent. Hinn færeyski Eik banki lækkaði um 4,7 prósent, SPRON um 3,23 og Teymi um 3,13

Mest fær eðlilegan frest til að greiða laun

,,Ef að launin verða ekki greidd um mánaðarmótin gefum við fyrirtækinu eðlilegan frest til að standa skil á vangoldnum greiðslum. Ef ekkert gerist hætta starfsmennirnir á ákveðnum tíma og gera kröfu til bóta um laun sín," segir Elís G. Magnússon, forstöðumaður kjarasviðs VR, en óvissa ríkir hvort að starfsmenn byggingarfyrirtækisins Mest ehf. fái greidd laun um næstu mánaðarmót.

Óvíst hvort starfsmenn MEST fái greidd laun

Töluverður uggur er meðal starfsmanna byggingafyrirtækisins Mest ehf eftir að Glitnir tók yfir hluta rekstursins. Óvíst er hvort starfsmenn fái greidd laun um næstu mánaðamót.

Flest bendir til verulegrar kólnunar á fasteignamarkaði

Flestar vísbendingar benda nú í þá átt að veruleg kólnun hafi átt sér stað á innlendum fasteignamarkaði. Að öllum líkindum mun fasteignamarkaður kólna enn frekar með haustinu og vel fram á næsta ár.

Rólegt í Kauphöllinni

Viðskipti í Kauphöllinni fara rólega af stað. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,08 prósent. Mestu viðskiptin eru með kaup á bréfum Kaupþings. Kaupþing hefur hækkað um 0,3 prósent og glitnir um 0,07 prósent. Exista lækkar um 0,8 prósent.

Krónan veikist

Gengisvísitalan hefur hækkað það sem af er morgni. Hefur hún hækkað um 0,6 prósent og stendur nú í 161,3 stigum. Evran kostar nú 126 krónur, dollarinn 80,3 krónur, breska pundið 159,7 krónur og danska krónan 16,9 krónur.

Slakt uppgjör hjá Eik Banki

Eik Banki í Færeyjum hefur skilað inn hálfsársuppgjöri sínu en bankinn er skráður í kauphöllinni. Samkvæmt því varð tap upp á rúmlega 250 milljónir kr. fyrir skatta á tímabilinu.

Spara með nýjum vélum

Iceland Express mun taka tvær Boeing 737-700 vélar í notkun um miðjan september. Matthías Imsland, Mark Norris, sölustjóri Boeing, og Shaun Monnery, framkvæmdastjóri Astreus Airlines, undirrituðu samning þess efnis í gær.

Krónan á undanhaldi

Sérfræðinganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur tekið saman skýrslu um fjölmyntavæðingu atvinnulífsins sem fjallar um lán, laun og viðskipti í erlendum gjaldmiðlum og mögulega hægfara þróun í átt að evru.

Teymi hækkaði mest í dag

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,09% í dag. Teymi hf. hækkaði mest eða um 5,96%. Hinn færeyski Eik Banki hækkaði um 2,40% og Kaupthing Bank hækkaði um 1,54% og Icelandair Group hækkaði um 1,49%.

Spáir stýrivaxtalækkun í nóvember

Greining Landsbankans spáir því að vaxtalækkunarferli Seðlabankans hefst í nóvember en ekki á fyrsta fjórðungi 2009, eins og greiningin gerði ráð fyrir áður.

Úrvalsvísitalan á uppleið

Úrvalsvísitalan hækkar lítillega við opnun markaða. Hefur hún hækkað um 0,9 prósent og leiðir Teymi hækkunina. Teymi hefur hækkað um 4 prósent, Landsbankinn um 1,3 prósent og Straumur um 0,97 prósent.

Gengið styrktist í morgun

Gengi krónunnar styrktist í fyrstu viðskiptum á gjaldeyrismarkaðinum í morgun. Gengisvísitalan hefur lækkað um 0,46% og stendur í 160 stigum.

Víðfeðm verðbólga

Verðbólga er ekki séríslensk. Verðbólga hefur ekki mælst meiri á evrusvæðinu í sextán ár og ellefu í Kína.

Gengi deCode hækkar töluvert

Gengi á hlutabréfum í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar hækkaði um 22 prósent á mörkuðum vestanhafs í gær og fór upp í einn Dollar og 65 Cent á hlut.

Kalla eftir sameiginlegu átaki allrar þjóðarinnar

Tveir af yngri kynslóð alþingismanna, sjálfstæðismennirnir Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson, segja þörf á gríðarlegu átaki allra landsmanna til þess að komast út úr þeim vanda sem nú er uppi í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Uppgjör umfram væntingar

Hagnaður af rekstri eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. á fyrri hluta ársins nemur ríflega 197 milljónum króna eftir skatta, samkvæmt nýbirtu uppgjöri. Að sögn félagsins er afkoman töluvert umfram væntingar. Stærstu hluthafar félagsins eru Glitnir og Reykjanesbær.

Nýsir vinnur að endurfjármögnun

„Það verður ekki tekin afstaða til sölu á einstökum þáttum uns endurfjármögnun fyrirtækisins er lokið um miðjan ágúst,“ segir Höskuldur Ásgeirsson forstjóri Nýsis. Hann bætir við að menn hafi gefið sér lengri tíma til endurskipulagningar.

Ævintýraleg ávöxtun hlutabréfa

Íslenski hlutabréfmarkaðurinn stendur á tímamótum. Þrátt fyrir að úrvals- vísitalan hafi lækkað um helming á einu ári hefur ávöxtun hvergi verið eins góð og hér á síðustu tuttugu árum.

Bíddu í eina mínútu

Veðurvaktin ehf. er ráðgjafafyrirtæki í eigu Einars Svein­björnssonar veðurfræðings. Þeir Finnur Jóhannsson, kvikmyndagerðarmaður og framleiðandi hjá Truenorth, og Aðalsteinn Snorrason, arkitekt hjá Arkís, segja ráðgjöfina sem þar er hægt að fá mikið þarfaþing.

Boðleiðir einfaldaðar hjá ríkisskattstjóra

„Þetta er þáttur í valddreifingu innan stofnunarinnar. Boðleiðir eru líka einfaldaðar og þær gerðar skýrari,“ segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri.

Skuldir heimilanna aukast

Heildarskuldir íslenskra heimila við innlánsstofnanir námu 947 milljörðum króna í júní samkvæmt nýjum tölum Seðlabanka Íslands. Þetta þýðir að hver einasti Íslendingur skuldar að meðaltali yfir þrjár milljónir króna.

Krónan og úrvalsvísitalan lækka

Gengisvísitalan hækkaði upp fyrir 160 stig í dag. Stendur nú í 160,4 stigum. Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,4 prósent. Exista lækkaði mest eða um 3,6 prósent og Icelandair hækkaði um 1,21 prósent.

Skuldatryggingarálagið komið yfir 1.000 púnkta

Skuldatryggingarálag Kaupþings og Glitnis er komið yfir 1.000 púnkta en það hefur hækkað mjög ört á síðustu tveimur vikum. Álagið hjá Landsbankanum er 635 púnktar en fór lægst í 193 fyrir tveimur mánuðum.

Exista lækkar um 3 prósent

Bréf Exista hafa lækkað um 3,1 prósent frá opnun markaða. Glitnir, Straumur, Landsbankinn og Kaupþing lækka líka. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,85 prósent og stendur nú í 4137 stigum.

Gengi krónunnar lækkaði í morgun

Gengi krónunnar hefur lækkað í morgun í fyrstu viðskiptunum á gjaldeyrismarkaðinum. Gengisvísitalan hefur hækkað um 0,45% og gengið lækkað sem þvi nemur. Er vísitalan á ný komin yfir 160 stig.

Íslenskt hugvit setur mark sitt á danska miðasölu

Í dag opnar Billetlugen, miðasölufyrirtæki í eigu íslenska fyrirtækisins Miði.is, nýja vefsíðu. Með þessu setur íslenskt hugvit mark sitt á miðasölumarkaðinn í Danmörku og er þetta fyrsta skrefið í innleiðingu á þeim hugbúnaði sem Miði.is hefur starfrækt á Íslandi og í Rúmeníu um nokkurt skeið.

Efniskostnaður þrýstir byggingarvísitölunni upp

Þegar litið er til undirvísitalna byggingarvísitölunnar eru það bersýnilega hækkanir í efniskostnaði sem leiða hækkanir í kostnaði við húsbyggingar. Þetta kemur fram í Hálf-fimm fréttum Kaupþings.

Úrvalsvísitalan hækkar lítillega

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega í dag eða um 0,23 prósent. Stendur nú í 4173 stigum. Krónan styrkist einnig lítillega. Gengisvísitalan er nú í 159.4 stigum. Bakkavör hækkaði mest eða um 1,6 prósent og Teymi lækkar mest eða um 2,6 prósent.

Glitnir spáir minni hækkun vísitölu neysluverðs

Greining Glitnis spáir minni hækkun á vísitölu neysluverðs í júlí en áður var gert. Helstu ástæður eru minni hækkun á bensíverði en gert var ráð fyrir auk þess sem bifreiðaumboð hafa ekki hækkað bílaverð eins mikið og áætlað var.

Róleg byrjun á markaðinum

Markaðurinn fór rólega af stað í morgun og hefur úrvalsvísitalan lækkað um 0,3% í fyrstu viðskiptum dagsins. Stendur hún núna í 4.150 stigum.

Guðni vill taka lán hjá Putin eða í Kína

Guðni Ágústsson formaður Framsóknarflokksins segir að ríkisstjórnin geti leysa vanda sinn hvað gjaldeyrisforðann varðar með því að taka lán hjá Putin eða í Kína.

Krónan styrkist lítillega

Gengisvísitalan lækkaði lítillega við opnun markaði, eða 0,05 prósent. Hún stendur nú í 159,5 stigum. Úrvalsvísitalan lækkar um 0,3 prósent. Exista leiðir lækkunina. Bakkavör er eina fyrirtækið sem hefur hækkað.

Glitnir eignast MEST

Glitnir er eigandi að Steypustöðinni Mest ehf., sem hefur tekið yfir rekstur steypustöðva og helluframleiðslu MEST ehf. í Hafnafirði, Reykjavík og á Selfossi. Þá mun hið nýstofnaða félag einnig taka yfir verslun með múrvörur MEST ehf.

Sjá næstu 50 fréttir