Viðskipti innlent

Slakt uppgjör hjá Eik Banki

Eik Banki í Færeyjum hefur skilað inn hálfsársuppgjöri sínu en bankinn er skráður í kauphöllinni. Samkvæmt því varð tap upp á rúmlega 250 milljónir kr. fyrir skatta á tímabilinu.

Á sama tíma í fyrra nam hagnaður af starfsemi bankans rúmlega 4 milljörðum kr. Viðsnúningurinn skýrst að mestu leyti vegna erfiðrar stöðu á fjármálamörkuðum heimsins á þessu ári.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×