Krónan á undanhaldi 23. júlí 2008 19:18 Fréttablaðið/Mueller Sérfræðinganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur tekið saman skýrslu um fjölmyntavæðingu atvinnulífsins sem fjallar um lán, laun og viðskipti í erlendum gjaldmiðlum og mögulega hægfara þróun í átt að evru. Vaxandi viðskipti hafa átt sér stað í öðrum gjaldmiðlum og má búast við að fjölmyntavæðingin aukist um leið og aðgengi að erlendu fjármagni verði betra á ný og á meðan krónan er ekki samkeppnishæf. Megindrifkrafturinn fyrir fjölmyntavæðingunni hér á landi hefur verið háir vextir og sveiflur í gengi. Það er ólíkt því sem gerist í öðrum löndum þar sem mikil verðbólga er yfirleitt aðalástæða fjölmyntavæðingar, samanber á Kúbu. Þróun fjölmyntavæðingar síðustu ár hefur að mestu leyti verið markaðsdrifin og val atvinnulífsins að nota frekar aðra gjaldmiðla en krónu.Hlutdeild krónu á niðurleiðHlutdeild krónunnar hefur minnkað í lánaviðskiptum á undanförnum árum en heimili og fyrirtæki hafa flúið hið háa innlenda vaxtastig með lántöku í erlendum gjaldmiðlum. Í lok árs 2007 námu gengisbundnar skuldbindingar í lánakerfinu í heild um 50 prósentum heildarútlána. Þar af var hlutdeild atvinnulífsins 70 prósent sem er 40 prósenta hækkun á tíu árum. Dæmi eru einnig um að verðlagning í samningum milli innlendra fyrirtækja sé bundin erlendum gjaldmiðli. EvrulaunEftir að almenningur fór að taka lán í erlendum gjaldmiðlum til að fjármagna húsnæðis- og bílakaup varð meiri hvati fyrir launafólk að semja um að hluti launagreiðslna væri tengdur erlendum gjaldmiðli til að lágmarka gengisáhættuna. Applicon sérhæfir sig í viðskiptahugbúnaði sem heldur utan um laun í mismunandi gjaldmiðlum. Guðjón Karl Þórisson, sölustjóri Applicon, segir að eftirspurn viðskiptavina þeirra hafi leitt til þess að þeir hafi farið út í þróun á hugbúnaðinum. „Við settum hugbúnaðinn á markað um áramótin og við finnum fyrir vaxandi áhuga. Í dag þjónustum við mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.“ Uppgjör og hlutafé í erlendri myntFélög sem eru með meirihluta tekna og gjalda í erlendri mynt hafa í auknum mæli tekið upp erlenda uppgjörsmynt meðal annars til að auðvelda aðgang að erlendum fjármálamörkuðum en heimild til þess fékkst árið 2002. Langflest félög gera upp í dollara en þróunin bendir til að fleiri fyrirtæki muni gera upp í evru. Í dag eru átta félög í Kauphöllinni sem gera upp í evru, til dæmis Exista, Eimskip og Straumur-Burðarás. Vaxandi áhugi meðal skráðra íslenskra fyrirtækja hefur einnig verið að skrá hlutafé í starfrækslumynt sinni. Nokkur félög hafa tekið ákvörðun um slíka breytingu. Verðbréfaskráning Íslands hefur unnið að því í samstarfi við Seðlabanka Finnlands að annast uppgjör viðskipta í evrum. Hægt verður að hefja viðskipti með hlutabréf í evrum í nóvember. Færsla bókhalds og ársreikninga og skráning hlutafjár í erlendum gjaldmiðlum og vaxandi viðskipti milli fyrirtækja með tengingum við erlenda gjaldmiðla munu stuðla að minnkandi hlutdeild krónunnar í viðskiptalífinu og næra fjölmyntavæðinguna. Óhindruð þróunNefndin spáir ekki fyrir að viðskipti milli fyrirtækja og neytenda í erlendum gjaldmiðli muni eiga sér stað á næstunni vegna kostnaðar verslana við að hafa tvíþætt verð. Hins vegar eigi að auka sveigjanleika atvinnulífsins hvað varðar gjaldmiðlanotkun og greiða götu þess að viðskipti og notkun erlendra gjaldmiðla geti þróast óhindrað eftir óskum markaðsaðila. Þá segir einnig að eftir því sem hagkerfið verður fjölmyntavæddara léttist álagið á krónuna. Við slíkar aðstæður og ef fjármál hins opinbera eru í góðum farvegi og hamla gegn þenslu ættu ekki að vera sérstök verðbólgutilefni í hagkerfinu umfram viðskiptalöndin. Við fjölmyntavæðingu væri hugsanlegt að ekki væri þörf að stuðla að innstreymi erlendra gjaldmiðla til fjárfestinga í fjárskuldbindingum í krónum og því myndu vextir Seðlabankans lækka. Krónan yrði þá ekki áhugaverður fjárfestingarkostur fyrir aðila sem stunda vaxtamunarviðskipti. Ef uppbygging eigna og skulda í erlendum gjaldmiðlum fer saman þá ætti fjölmyntavæðing ekki að stuðla að veikingu gengis krónunnar. Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira
Sérfræðinganefnd Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur tekið saman skýrslu um fjölmyntavæðingu atvinnulífsins sem fjallar um lán, laun og viðskipti í erlendum gjaldmiðlum og mögulega hægfara þróun í átt að evru. Vaxandi viðskipti hafa átt sér stað í öðrum gjaldmiðlum og má búast við að fjölmyntavæðingin aukist um leið og aðgengi að erlendu fjármagni verði betra á ný og á meðan krónan er ekki samkeppnishæf. Megindrifkrafturinn fyrir fjölmyntavæðingunni hér á landi hefur verið háir vextir og sveiflur í gengi. Það er ólíkt því sem gerist í öðrum löndum þar sem mikil verðbólga er yfirleitt aðalástæða fjölmyntavæðingar, samanber á Kúbu. Þróun fjölmyntavæðingar síðustu ár hefur að mestu leyti verið markaðsdrifin og val atvinnulífsins að nota frekar aðra gjaldmiðla en krónu.Hlutdeild krónu á niðurleiðHlutdeild krónunnar hefur minnkað í lánaviðskiptum á undanförnum árum en heimili og fyrirtæki hafa flúið hið háa innlenda vaxtastig með lántöku í erlendum gjaldmiðlum. Í lok árs 2007 námu gengisbundnar skuldbindingar í lánakerfinu í heild um 50 prósentum heildarútlána. Þar af var hlutdeild atvinnulífsins 70 prósent sem er 40 prósenta hækkun á tíu árum. Dæmi eru einnig um að verðlagning í samningum milli innlendra fyrirtækja sé bundin erlendum gjaldmiðli. EvrulaunEftir að almenningur fór að taka lán í erlendum gjaldmiðlum til að fjármagna húsnæðis- og bílakaup varð meiri hvati fyrir launafólk að semja um að hluti launagreiðslna væri tengdur erlendum gjaldmiðli til að lágmarka gengisáhættuna. Applicon sérhæfir sig í viðskiptahugbúnaði sem heldur utan um laun í mismunandi gjaldmiðlum. Guðjón Karl Þórisson, sölustjóri Applicon, segir að eftirspurn viðskiptavina þeirra hafi leitt til þess að þeir hafi farið út í þróun á hugbúnaðinum. „Við settum hugbúnaðinn á markað um áramótin og við finnum fyrir vaxandi áhuga. Í dag þjónustum við mörg af stærstu fyrirtækjum landsins.“ Uppgjör og hlutafé í erlendri myntFélög sem eru með meirihluta tekna og gjalda í erlendri mynt hafa í auknum mæli tekið upp erlenda uppgjörsmynt meðal annars til að auðvelda aðgang að erlendum fjármálamörkuðum en heimild til þess fékkst árið 2002. Langflest félög gera upp í dollara en þróunin bendir til að fleiri fyrirtæki muni gera upp í evru. Í dag eru átta félög í Kauphöllinni sem gera upp í evru, til dæmis Exista, Eimskip og Straumur-Burðarás. Vaxandi áhugi meðal skráðra íslenskra fyrirtækja hefur einnig verið að skrá hlutafé í starfrækslumynt sinni. Nokkur félög hafa tekið ákvörðun um slíka breytingu. Verðbréfaskráning Íslands hefur unnið að því í samstarfi við Seðlabanka Finnlands að annast uppgjör viðskipta í evrum. Hægt verður að hefja viðskipti með hlutabréf í evrum í nóvember. Færsla bókhalds og ársreikninga og skráning hlutafjár í erlendum gjaldmiðlum og vaxandi viðskipti milli fyrirtækja með tengingum við erlenda gjaldmiðla munu stuðla að minnkandi hlutdeild krónunnar í viðskiptalífinu og næra fjölmyntavæðinguna. Óhindruð þróunNefndin spáir ekki fyrir að viðskipti milli fyrirtækja og neytenda í erlendum gjaldmiðli muni eiga sér stað á næstunni vegna kostnaðar verslana við að hafa tvíþætt verð. Hins vegar eigi að auka sveigjanleika atvinnulífsins hvað varðar gjaldmiðlanotkun og greiða götu þess að viðskipti og notkun erlendra gjaldmiðla geti þróast óhindrað eftir óskum markaðsaðila. Þá segir einnig að eftir því sem hagkerfið verður fjölmyntavæddara léttist álagið á krónuna. Við slíkar aðstæður og ef fjármál hins opinbera eru í góðum farvegi og hamla gegn þenslu ættu ekki að vera sérstök verðbólgutilefni í hagkerfinu umfram viðskiptalöndin. Við fjölmyntavæðingu væri hugsanlegt að ekki væri þörf að stuðla að innstreymi erlendra gjaldmiðla til fjárfestinga í fjárskuldbindingum í krónum og því myndu vextir Seðlabankans lækka. Krónan yrði þá ekki áhugaverður fjárfestingarkostur fyrir aðila sem stunda vaxtamunarviðskipti. Ef uppbygging eigna og skulda í erlendum gjaldmiðlum fer saman þá ætti fjölmyntavæðing ekki að stuðla að veikingu gengis krónunnar.
Mest lesið Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Icelandair ræður þrjá nýja stjórnendur til starfa Viðskipti innlent Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Fleiri fréttir Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Sjá meira