Viðskipti innlent

Íslenskt hugvit setur mark sitt á danska miðasölu

Svona lítur forsíða nýju vefsíðunnar út.
Svona lítur forsíða nýju vefsíðunnar út.

Í dag opnar Billetlugen, miðasölufyrirtæki í eigu íslenska fyrirtækisins Miði.is, nýja vefsíðu. Með þessu setur íslenskt hugvit mark sitt á miðasölumarkaðinn í Danmörku og er þetta fyrsta skrefið í innleiðingu á þeim hugbúnaði sem Miði.is hefur starfrækt á Íslandi og í Rúmeníu um nokkurt skeið.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir ennfremur:

„Vefurinn hefur upp á margar nýjungar að bjóða fyrir danskan markað og má þar helst nefna sms-áminningar um sölu á viðburðum og öflugri leitarskilyrði fyrir notendur vefsins. Þá er vefurinn einnig hannaður með það í huga að þola það mikla álag sem skapast þegar stórviðburðir fara í sölu á við tónleika Rolling Stones sem haldnir voru í Parken síðasta sumar þar sem um 50.000 miðar voru seldir.

Í febrúar síðastliðinn festi Miði.is kaup á 90% hlut í Billetlugen og í kjölfarið fluttu 2 starfsmenn Miði.is til Kaupmannahafnar til að hafa yfirumsjón með innleiðingu á þeim kerfum sem stefnt er að setja upp í nánustu framtíð."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×