Viðskipti innlent

Gengi deCode hækkar töluvert

Gengi á hlutabréfum í deCode, móðurfélagi Íslenskrar erfðagreiningar hækkaði um 22 prósent á mörkuðum vestanhafs í gær og fór upp í einn Dollar og 65 Cent á hlut.

Þótt gengið sé ekki hátt þrátt fyrir þessa hækkun, er það orðið meira en tvöfalt hærra en það var í júní, þegar það fór niður fyrir einn dollar á hlut. Áður en fyrirtækið var skráð á markað fór gengið allt upp í 60 Dollara á hlut.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×