Viðskipti innlent

Efniskostnaður þrýstir byggingarvísitölunni upp

Þegar litið er til undirvísitalna byggingarvísitölunnar eru það bersýnilega hækkanir í efniskostnaði sem leiða hækkanir í kostnaði við húsbyggingar. Þetta kemur fram í Hálf-fimm fréttum Kaupþings.

Árshækkun vísitölunnar mælist nú 18,5% og er það mesta árshækkun sem mælst hefur síðan í júní 1990. Greiningadeild Kaupþings segir að vísitala vinnuliða hafi staðið í stað undanfarna þrjá mánuði og sé breytingin á árinu 7,2%. Hins vegar hafi hækkanir í efnisliðum verið einkennandi og hækki efnisliðir nú um 5,4% frá því í síðasta mánuði. Efnisliðir hafi því hækkað um 25,8% það sem af er ári.

Greiningadeild Kaupþings segir að gengislækkun íslensku krónunnar hafi á undanförnum mánuðum haft mikil áhrif á efniskostnað til húsbygginga, en stærsti hluti efnisliða eru innfluttar vörur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×