Viðskipti innlent

Launavísitalan hækkaði um 8,5% á einu ári

Launavísitala í júní er 346,2 stig og hækkaði um 1,2% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 8,5%

Í hækkun launavísitölunnar gætir áhrifa samkomulags aðildarfélaga BSRB við samninganefnd ríkisins um breytingar og framlengingu á fyrri kjarasamningum aðila. Samkvæmt samkomulaginu var samið um 20.300 króna launahækkun frá 1. maí 2008.

Greint er frá þessu á vefsíðu Hagstofunnar. Í vísitölunni gætir einnig áhrifa nýgerðs kjarasamnings Félags grunnskólakennara og launanefndar sveitarfélaga sem kvað meðal annars á um 25.000 króna hækkun þann 1. júní 2008.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×