Viðskipti innlent

Uppgjör umfram væntingar

Glitnir er stærsti hluthafinn í Fasteign. Eitt af stærstu verkefnum Fasteignar er bygging nýrra höfuðstöðva bankans.
fréttablaðið/aðsend mynd
Glitnir er stærsti hluthafinn í Fasteign. Eitt af stærstu verkefnum Fasteignar er bygging nýrra höfuðstöðva bankans. fréttablaðið/aðsend mynd

Hagnaður af rekstri eignarhaldsfélagsins Fasteignar hf. á fyrri hluta ársins nemur ríflega 197 milljónum króna eftir skatta, samkvæmt nýbirtu uppgjöri. Að sögn félagsins er afkoman töluvert umfram væntingar. Stærstu hluthafar félagsins eru Glitnir og Reykjanesbær.

Í eignasafni Fasteignar eru um 70 fasteignir, meðal annars skólar, leikskólar, sundlaugar og bankar, samtals um 110 þúsund fermetrar. Einn af eigendum félagsins er Háskólinn í Reykjavík.

Fasteign sér nú um byggingu, fjármögnun og eignarhald á byggingu skólans í Nauthólsvík. Auk þess mun Fasteign sjá um byggingu nýrra höfuðstöðva Glitnis.- as






Fleiri fréttir

Sjá meira


×